Sérfræðiálit bónda Ágústa Ágústsdóttir skrifar 19. október 2020 15:01 Hvað er sérfræðingur? Þessi spurning hefur verið mér ofarlega í huga eftir að landbúnaðarráðherra vor sagði í viðtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í kjölfar ummæla sinna um lífstíl bænda, að aldrei hefðu verið jafn margir sérfræðingar að störfum í landbúnaðarráðuneytinu eins og núna. Sérfræðingur hlýtur að vera sá sem unnið hefur sér inn þau réttindi annað hvort með sér menntun í ákveðnu fagi eða með starfi í ákveðinni starfsgrein til lengri tíma. Við sem þjóðfélag virðumst vilja trúa því í blindni að allt sé slétt og fellt ef „sérfræðingarnir“ eru nógu margir. Álíka og þegar miði eða skilti sem á stendur „tilboð“ er sett á eða framan við ákveðna matvörutegund eða flík. Við trúum því að við séum að gera betri kaup en ella og verslunin sé að gefa eitthvað eftir af álagningunni. Þetta er þekkt markaðssálfræði. Ef á skiltinu stendur „útsala“ þá almennt trúir fólk því, sem um leið eykur líkur á sölu. En við trúum því, ekki vegna þess að við erum vitlaus og einföld. Heldur vegna þess að í eðli okkar erum við gott fólk sem hneigjumst ekki til þeirrar hugsunar að halda að allir séu ávallt að ljúga og pretta. Við trúum að það sé undantekning. En kannski má líkja innfellingu landbúnaðarráðuneytisins inn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem markaðssálfræðilegri útsölu. Byrjað er á að losa sig við þá elstu og reyndustu enda að mati ráðamanna komnir yfir síðasta söludag og því ekki hægt að bjóða neinn afslátt af þeim. Smám saman er þeim sem einhverja þekkingu hafa af landbúnaðarmálum í innanbúðum, fækkað þar til nánast enginn stendur eftir. Innfellingin sjálf er kynnt sem hagræðing í stjórnsýslunni sem á að bæta skipulag og utanumhald. En hagræðing er bara fínt orð yfir niðurskurð og ennþá flóknara kerfi. Svo koma sérfræðingarnir ! Einn af öðrum eru þeir ráðnir inn, nýútskrifaðir og reynslulausir án allrar tengingar við landbúnaðinn. Manni finndist það góð stjórnsýsla ef sérfræðingar landbúnaðarráðuneytis væru t.d. útskrifaðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands eða sérfræðingar sem starfað hafa lengi við landbúnaðarmál. Þetta er fólkið sem býr með tenginguna sem þarf í þetta embætti. Það er slæm stjórnsýsla að safna eingöngu fyrir „gömlum risaeðlum“ sem verða vanafastar og fylgja illa breytingum samtímans. Þá er það einnig arfaslæm stjórnsýsla ef allri gamalli reynslu og mikilli þekkingu er sópað út nánast samtímis. Að ráða nær eingöngu reynslu- og þekkingarlítið starfsfólk með litla sem enga tengingu við málefnið er ávísun á næsta vísa dauðdóm. Innanbúðar þarf bæði að þrífast hið nýja og gamla. Þannig teymi búa til bestu mögulegu útkomu sem völ er á. Til að setja dæmið upp á annan hátt, er þetta álíka jafn gáfulegt eins og ef leitað yrði til útrskrifaðra meistaranema úr landbúnaðarháskólanum til að skipa í fagráð skurðlækninga á Landsspítalanum. Eða í fagráð siglingamála. Það sér það hver maður hversu galinn slíkur verknaður væri. Það væri fróðlegt að vita hversu margir þessara sérfræðinga innan ráðuneytisins koma frá landbúnaðarháskólanum eða til þess gerðu menntastofnunum. Búnaðarstofa var stofnuð árið 2015 þegar stjórnsýsluverkefni sem voru á hendi Bændasamtaka Íslands færðust yfir til Matvælastofnunar. Eftirfarandi er lýsing á starfi og tilgangi Búnaðarstofu: „ Hún fer nú með stjórnsýsluverkefni í tengslum við búvörusamninga og rammasamning ríkis og bænda í samræmi við búvöru- og búnaðarlög. Hún annast fag- og fjárhagslega framkvæmd verkefna á sviði landbúnaðar sem snúa að framkvæmd á stjórnvaldsákvörðunum um opinberar greiðslur til bænda, útreikningi, afgreiðslu og eftirliti með framkvæmd þeirra. Skrifstofan heldur utan um skrá um handhafa beingreiðslna og greiðslumark mjólkur og sauðfjárafurða auk þess að sjá um greiðslur til bænda samkvæmt samningum um starfsskilyrði í mjólkur-, sauðfjár- og grænmetisframleiðslu. Það sama á við um umsýslu og úthlutun vatnsveitustyrkja á lögbýlum. Skrifstofan fer einnig með verkefni við öflun hagtalna og upplýsinga um fóðurbirgðir á býlum. Þá safnar hún upplýsingum og birtir árlega skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu og gerir áætlanir um framleiðslu og sölu búvara. Þá heldur skrifstofan utan um hjarðbækur. Á tíu ára afmæli MAST í nóvember 2018 fagnaði Kristján Þór með þeirri tilkynningu að ákveðið hefði verið að færa Búnaðarstofu undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Orð landbúnaðarráðherra voru eftirfarandi „Þetta væri liður í áætlun hans í að styrkja landbúnaðarhluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins“. Síðan þessum gjörningi var hrundið af stað hefur allt farið til verri vegar. Og þó Kristján Þór haldi öðru fram, þá er það eins langt frá sannleikanum og hugsast getur. Ráðunautar og aðrir tengiliðir bænda eru algjörlega uppgefnir á samskiptum við ráðuneytið því þetta er orðinn svo mikill hrærigrautur að enginn veit neitt. Bóndinn hringir í Matvælastofnun til að fá upplýsingar og aðstoð. „Nei því miður þá er þetta ekki í okkar höndum lengur, þú verður að hafa samband við ráðuneytið“. Bóndinn hringir í ráðuneytið. „Nei, því miður við vitum ekkert um þessi mál, þú ættir að heyra í Bændasamtökunum“. Bóndinn hringir í Bændasamtökin. „Nei því miður þetta var fært frá okkur yfir til Búnaðarstofu, þú verður að tala við þau þar“. Og allt þetta annars ágæta fólk sem starfar við þetta reynir eins og það getur að aðstoða og leiðbeina mönnum rétta leið. En flækjurnar eru orðnar svo yfirgengilega vitlausar og flóknar að hver höndin virðist tala upp á móti hvor annarri. Vegna þekkingarleysis og lélegrar stjórnsýslu ! Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem sjá vill, hversu ofboðsleg fjölgun opinberra starfsmanna hefur orðið á undanförnum árum innan ríkisbáknsins. Það mætti nánast líkja því saman við margfeldisáhrif Covid-19 (kannski er það ósanngjörn samlíking en lái mér hver sem vill). Á sama tíma er endalaust seilst dýpra ofan í vasa skattgreiðenda til þess að standa straum af öllum kostnaði ríkisbatterísins. Þurfum við alla þessa „sérfræðinga“ ? Er tilvist þeirra öll byggð í nafni þessarar hagræðingar ? Er ekki kominn tími til að stöðugildum sé skilað aftur í hendur þeirra sem sannarlega hafa þekkingu til ? Það er eina leiðin til að einfalda kerfið og gera það skilvirkt. Höfundur er sauðfjárbóndi í Reistarnesi á Melrakkasléttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Hvað er sérfræðingur? Þessi spurning hefur verið mér ofarlega í huga eftir að landbúnaðarráðherra vor sagði í viðtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í kjölfar ummæla sinna um lífstíl bænda, að aldrei hefðu verið jafn margir sérfræðingar að störfum í landbúnaðarráðuneytinu eins og núna. Sérfræðingur hlýtur að vera sá sem unnið hefur sér inn þau réttindi annað hvort með sér menntun í ákveðnu fagi eða með starfi í ákveðinni starfsgrein til lengri tíma. Við sem þjóðfélag virðumst vilja trúa því í blindni að allt sé slétt og fellt ef „sérfræðingarnir“ eru nógu margir. Álíka og þegar miði eða skilti sem á stendur „tilboð“ er sett á eða framan við ákveðna matvörutegund eða flík. Við trúum því að við séum að gera betri kaup en ella og verslunin sé að gefa eitthvað eftir af álagningunni. Þetta er þekkt markaðssálfræði. Ef á skiltinu stendur „útsala“ þá almennt trúir fólk því, sem um leið eykur líkur á sölu. En við trúum því, ekki vegna þess að við erum vitlaus og einföld. Heldur vegna þess að í eðli okkar erum við gott fólk sem hneigjumst ekki til þeirrar hugsunar að halda að allir séu ávallt að ljúga og pretta. Við trúum að það sé undantekning. En kannski má líkja innfellingu landbúnaðarráðuneytisins inn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem markaðssálfræðilegri útsölu. Byrjað er á að losa sig við þá elstu og reyndustu enda að mati ráðamanna komnir yfir síðasta söludag og því ekki hægt að bjóða neinn afslátt af þeim. Smám saman er þeim sem einhverja þekkingu hafa af landbúnaðarmálum í innanbúðum, fækkað þar til nánast enginn stendur eftir. Innfellingin sjálf er kynnt sem hagræðing í stjórnsýslunni sem á að bæta skipulag og utanumhald. En hagræðing er bara fínt orð yfir niðurskurð og ennþá flóknara kerfi. Svo koma sérfræðingarnir ! Einn af öðrum eru þeir ráðnir inn, nýútskrifaðir og reynslulausir án allrar tengingar við landbúnaðinn. Manni finndist það góð stjórnsýsla ef sérfræðingar landbúnaðarráðuneytis væru t.d. útskrifaðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands eða sérfræðingar sem starfað hafa lengi við landbúnaðarmál. Þetta er fólkið sem býr með tenginguna sem þarf í þetta embætti. Það er slæm stjórnsýsla að safna eingöngu fyrir „gömlum risaeðlum“ sem verða vanafastar og fylgja illa breytingum samtímans. Þá er það einnig arfaslæm stjórnsýsla ef allri gamalli reynslu og mikilli þekkingu er sópað út nánast samtímis. Að ráða nær eingöngu reynslu- og þekkingarlítið starfsfólk með litla sem enga tengingu við málefnið er ávísun á næsta vísa dauðdóm. Innanbúðar þarf bæði að þrífast hið nýja og gamla. Þannig teymi búa til bestu mögulegu útkomu sem völ er á. Til að setja dæmið upp á annan hátt, er þetta álíka jafn gáfulegt eins og ef leitað yrði til útrskrifaðra meistaranema úr landbúnaðarháskólanum til að skipa í fagráð skurðlækninga á Landsspítalanum. Eða í fagráð siglingamála. Það sér það hver maður hversu galinn slíkur verknaður væri. Það væri fróðlegt að vita hversu margir þessara sérfræðinga innan ráðuneytisins koma frá landbúnaðarháskólanum eða til þess gerðu menntastofnunum. Búnaðarstofa var stofnuð árið 2015 þegar stjórnsýsluverkefni sem voru á hendi Bændasamtaka Íslands færðust yfir til Matvælastofnunar. Eftirfarandi er lýsing á starfi og tilgangi Búnaðarstofu: „ Hún fer nú með stjórnsýsluverkefni í tengslum við búvörusamninga og rammasamning ríkis og bænda í samræmi við búvöru- og búnaðarlög. Hún annast fag- og fjárhagslega framkvæmd verkefna á sviði landbúnaðar sem snúa að framkvæmd á stjórnvaldsákvörðunum um opinberar greiðslur til bænda, útreikningi, afgreiðslu og eftirliti með framkvæmd þeirra. Skrifstofan heldur utan um skrá um handhafa beingreiðslna og greiðslumark mjólkur og sauðfjárafurða auk þess að sjá um greiðslur til bænda samkvæmt samningum um starfsskilyrði í mjólkur-, sauðfjár- og grænmetisframleiðslu. Það sama á við um umsýslu og úthlutun vatnsveitustyrkja á lögbýlum. Skrifstofan fer einnig með verkefni við öflun hagtalna og upplýsinga um fóðurbirgðir á býlum. Þá safnar hún upplýsingum og birtir árlega skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu og gerir áætlanir um framleiðslu og sölu búvara. Þá heldur skrifstofan utan um hjarðbækur. Á tíu ára afmæli MAST í nóvember 2018 fagnaði Kristján Þór með þeirri tilkynningu að ákveðið hefði verið að færa Búnaðarstofu undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Orð landbúnaðarráðherra voru eftirfarandi „Þetta væri liður í áætlun hans í að styrkja landbúnaðarhluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins“. Síðan þessum gjörningi var hrundið af stað hefur allt farið til verri vegar. Og þó Kristján Þór haldi öðru fram, þá er það eins langt frá sannleikanum og hugsast getur. Ráðunautar og aðrir tengiliðir bænda eru algjörlega uppgefnir á samskiptum við ráðuneytið því þetta er orðinn svo mikill hrærigrautur að enginn veit neitt. Bóndinn hringir í Matvælastofnun til að fá upplýsingar og aðstoð. „Nei því miður þá er þetta ekki í okkar höndum lengur, þú verður að hafa samband við ráðuneytið“. Bóndinn hringir í ráðuneytið. „Nei, því miður við vitum ekkert um þessi mál, þú ættir að heyra í Bændasamtökunum“. Bóndinn hringir í Bændasamtökin. „Nei því miður þetta var fært frá okkur yfir til Búnaðarstofu, þú verður að tala við þau þar“. Og allt þetta annars ágæta fólk sem starfar við þetta reynir eins og það getur að aðstoða og leiðbeina mönnum rétta leið. En flækjurnar eru orðnar svo yfirgengilega vitlausar og flóknar að hver höndin virðist tala upp á móti hvor annarri. Vegna þekkingarleysis og lélegrar stjórnsýslu ! Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem sjá vill, hversu ofboðsleg fjölgun opinberra starfsmanna hefur orðið á undanförnum árum innan ríkisbáknsins. Það mætti nánast líkja því saman við margfeldisáhrif Covid-19 (kannski er það ósanngjörn samlíking en lái mér hver sem vill). Á sama tíma er endalaust seilst dýpra ofan í vasa skattgreiðenda til þess að standa straum af öllum kostnaði ríkisbatterísins. Þurfum við alla þessa „sérfræðinga“ ? Er tilvist þeirra öll byggð í nafni þessarar hagræðingar ? Er ekki kominn tími til að stöðugildum sé skilað aftur í hendur þeirra sem sannarlega hafa þekkingu til ? Það er eina leiðin til að einfalda kerfið og gera það skilvirkt. Höfundur er sauðfjárbóndi í Reistarnesi á Melrakkasléttu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar