Að þora, geta og vilja Una Hildardóttir skrifar 19. október 2020 16:01 Um þessar mundir eru 50 ár síðan Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð en 19. október 1970 kom hópur kvenna saman í kjallara Norræna hússins og hreyfing varð til. Fyrr sama ár hafi hópurinn byrjað að koma saman á sama stað til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og tóku þátt i 1. maí göngunni. Þær báru risastóra styttu af konu með slagorðinu „Manneskja – ekki markaðsvara.“ Þungunarrof, getnaðarvarnir, barnaheimili og mat á heimilsstörfum kvenna voru meðal baráttumála hreyfingarinnar. Hálfri öld síðar eru þessi mál enn til umræðu, en sem betur fer höfum við séð miklar framfarir í kvenfrelsismálum. Hið persónulega er fyrir löngu orðið pólitískt og nú eru leikskólar, þungunarrof og fæðingarorlof mál sem rædd eru opinskátt á öllum stigum samfélagsins. Vorið 2019 samþykkti Alþingi lög um þungunarrof sem tryggðu loks sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama en réttur kvenna yfir eigin líkama var eitt fyrsta baráttumál rauðsokkuhreyfingarinnar. Þær tóku þátt í að skrifa löggjöf um fóstureyðingar og getnaðarvarnir en þá var sjálfsákvörðunarréttur kvenna ekki viðurkenndur, samfélagið var ekki til í að samþykkja þá róttæku hugmynd að konur réðu sér sjálfar. Það hafðist loksins, 49 árum seinna. Á spjalli við vinkonur mínar á dögunum rifjaðist upp fyrir mér menntaskólaverkefni sem við höfðum unnið saman fyrir um það bil tíu árum. Umfjöllunarefnið var hvernig kynlíf og þá sérstaklega nakinn kvenmannslíkami væri notaður í auglýsingum. Niðurstaðan var sú að kvenlíkaminn væri svo markaðsvæddur að samfélagið væri hætt að taka eftir því. Þetta var um það bil 40 árum eftir að rauðsokkurnar gengu með styttuna af konunni sem var manneskja en ekki markaðsvara á 1. maí. Við höfum komist svo ofboðslega langt. Fimmtíu ár hljómar eins og langur tími en í stóra samhenginu er þetta ekki mjög langt. Við eigum það til að gleyma því að það er ekki heil mannsævi liðin frá stærstu sigrunum í baráttunni fyrir mannréttindum. Sumir samfélagshópar þurfa enn að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum sínum. Á síðustu árum hafa sem betur fer stórir sigrar verið unnir hver á eftir öðrum. Það er mikilvægt að gleyma ekki hverjir ruddu brautina. Hverjir þorðu, gátu og vildu breyta samfélaginu til hins betra og börðust fyrir breytingum sem við njótum góðs af á hverju degi. Þegar loks sjást sprungur í glerþakinu er mikilvægt að þakka þeim sem létu fyrstu höggin dynja. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Jafnréttismál Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 50 ár síðan Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð en 19. október 1970 kom hópur kvenna saman í kjallara Norræna hússins og hreyfing varð til. Fyrr sama ár hafi hópurinn byrjað að koma saman á sama stað til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og tóku þátt i 1. maí göngunni. Þær báru risastóra styttu af konu með slagorðinu „Manneskja – ekki markaðsvara.“ Þungunarrof, getnaðarvarnir, barnaheimili og mat á heimilsstörfum kvenna voru meðal baráttumála hreyfingarinnar. Hálfri öld síðar eru þessi mál enn til umræðu, en sem betur fer höfum við séð miklar framfarir í kvenfrelsismálum. Hið persónulega er fyrir löngu orðið pólitískt og nú eru leikskólar, þungunarrof og fæðingarorlof mál sem rædd eru opinskátt á öllum stigum samfélagsins. Vorið 2019 samþykkti Alþingi lög um þungunarrof sem tryggðu loks sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama en réttur kvenna yfir eigin líkama var eitt fyrsta baráttumál rauðsokkuhreyfingarinnar. Þær tóku þátt í að skrifa löggjöf um fóstureyðingar og getnaðarvarnir en þá var sjálfsákvörðunarréttur kvenna ekki viðurkenndur, samfélagið var ekki til í að samþykkja þá róttæku hugmynd að konur réðu sér sjálfar. Það hafðist loksins, 49 árum seinna. Á spjalli við vinkonur mínar á dögunum rifjaðist upp fyrir mér menntaskólaverkefni sem við höfðum unnið saman fyrir um það bil tíu árum. Umfjöllunarefnið var hvernig kynlíf og þá sérstaklega nakinn kvenmannslíkami væri notaður í auglýsingum. Niðurstaðan var sú að kvenlíkaminn væri svo markaðsvæddur að samfélagið væri hætt að taka eftir því. Þetta var um það bil 40 árum eftir að rauðsokkurnar gengu með styttuna af konunni sem var manneskja en ekki markaðsvara á 1. maí. Við höfum komist svo ofboðslega langt. Fimmtíu ár hljómar eins og langur tími en í stóra samhenginu er þetta ekki mjög langt. Við eigum það til að gleyma því að það er ekki heil mannsævi liðin frá stærstu sigrunum í baráttunni fyrir mannréttindum. Sumir samfélagshópar þurfa enn að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum sínum. Á síðustu árum hafa sem betur fer stórir sigrar verið unnir hver á eftir öðrum. Það er mikilvægt að gleyma ekki hverjir ruddu brautina. Hverjir þorðu, gátu og vildu breyta samfélaginu til hins betra og börðust fyrir breytingum sem við njótum góðs af á hverju degi. Þegar loks sjást sprungur í glerþakinu er mikilvægt að þakka þeim sem létu fyrstu höggin dynja. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun