Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2020 16:45 Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. Sömu skilyrði skuli gilda um íþróttaiðkun og líkamsrækt, þ.e. að iðka megi hvoru tveggja ef regla um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra nálægðarmörk er virt. Líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna á morgun innan þessa ramma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem send var út til áréttingar vegna opnunar líkamsræktarstöðva. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Ákvæði nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir, sem tekur á gildi á morgun, heimilar opnun líkamsræktarstöðva, sem hafa verið lokaðar síðan í byrjun mánaðar. Sóttvarnalæknir hefur hins vegar talað fyrir því að stöðvunum verði lokað áfram í ljósi þess að þangað megi rekja mörg smit í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir. Heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalæknir funduðu í dag til að fara yfir þau ákvæði sem gilda um íþróttir og líkamsrækt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Jafnræðis og meðalhófs gætt Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins sem send var út nú á fimmta tímanum er bent á að í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis sé lagt til að íþróttaiðkun án snertingar verði leyfð að hámarki í 20 manna hópi, þar sem tveggja metra reglan er virt, sótthreinsun sinnt og engir áhorfendur viðstaddir. Aftur á móti hafi verið lagt til að líkamsræktarstöðvar skyldu lokaðar. „Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ákvörðunin byggist á því að jafnræðis og meðalhófs sé gætt. „Í reglugerðinni er því kveðið á um að líkamsræktarstöðvar megi vera opnar, að því gefnu að þar sé einungis stunduð starfsemi sem rúmast innan þeirra takmarkana sem reglugerðin setur. Ráðuneytið minnir á að öll blöndun milli hópa er óheimil, hvort sem er í tengslum við salernisaðstöðu, búningsaðstöðu, inn- og útganga o.s.frv,“ segir í tilkynningu. Sóttvarnalæknir vinnur nú að gerð leiðbeininga til heilsuræktar- og íþróttastöðva á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðherra. Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hafa þegar gefið það út að þær hyggist opna á morgun innan þess ramma sem reglugerðin býður. Þannig verði boðið upp á skipulagða hóptíma, að viðhöfðum fjöldatakmörkunum, tveggja metra reglu og öðrum sóttvörnum. Þá verða líkamsræktarstöðvar Hreyfingar einnig líklega opnaðar á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24 Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. Sömu skilyrði skuli gilda um íþróttaiðkun og líkamsrækt, þ.e. að iðka megi hvoru tveggja ef regla um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra nálægðarmörk er virt. Líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna á morgun innan þessa ramma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem send var út til áréttingar vegna opnunar líkamsræktarstöðva. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Ákvæði nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir, sem tekur á gildi á morgun, heimilar opnun líkamsræktarstöðva, sem hafa verið lokaðar síðan í byrjun mánaðar. Sóttvarnalæknir hefur hins vegar talað fyrir því að stöðvunum verði lokað áfram í ljósi þess að þangað megi rekja mörg smit í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir. Heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalæknir funduðu í dag til að fara yfir þau ákvæði sem gilda um íþróttir og líkamsrækt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Jafnræðis og meðalhófs gætt Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins sem send var út nú á fimmta tímanum er bent á að í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis sé lagt til að íþróttaiðkun án snertingar verði leyfð að hámarki í 20 manna hópi, þar sem tveggja metra reglan er virt, sótthreinsun sinnt og engir áhorfendur viðstaddir. Aftur á móti hafi verið lagt til að líkamsræktarstöðvar skyldu lokaðar. „Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ákvörðunin byggist á því að jafnræðis og meðalhófs sé gætt. „Í reglugerðinni er því kveðið á um að líkamsræktarstöðvar megi vera opnar, að því gefnu að þar sé einungis stunduð starfsemi sem rúmast innan þeirra takmarkana sem reglugerðin setur. Ráðuneytið minnir á að öll blöndun milli hópa er óheimil, hvort sem er í tengslum við salernisaðstöðu, búningsaðstöðu, inn- og útganga o.s.frv,“ segir í tilkynningu. Sóttvarnalæknir vinnur nú að gerð leiðbeininga til heilsuræktar- og íþróttastöðva á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðherra. Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hafa þegar gefið það út að þær hyggist opna á morgun innan þess ramma sem reglugerðin býður. Þannig verði boðið upp á skipulagða hóptíma, að viðhöfðum fjöldatakmörkunum, tveggja metra reglu og öðrum sóttvörnum. Þá verða líkamsræktarstöðvar Hreyfingar einnig líklega opnaðar á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24 Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Sjá meira
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14
Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24
Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24