Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 12:20 Hér má sjá nokkra þeirra tíma sem í boði eru seinni partinn í World Class. Fólk er minnt á að mæta með handklæðin sín enda á að taka vel á því. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni á morgun eins og til stóð. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag samkvæmt skráningu á vefsíðu stöðvarinnar. Að neðan má sjá myndband úr World Class í Laugardal í hádeginu í dag. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar hóptíma í líkamsræktarstöðvum í trássi við tilmæli sóttvarnalæknis sem vildi hafa stöðvarnar lokaðar næstu tvær til þrjár vikurnar. Ný reglugerð tók gildi í dag og er óhætt að segja að reglugerðin sé sú umdeildasta hingað til. Íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggur niðri en líkamsræktarstöðvum er frjálst að hafa opið í hóptíma að uppfylltum sóttvarnaskilyrðum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum með ákvörðun sinni. Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stöðin myndi opna fyrir hóptíma á miðvikudag. Hún kallaði eftir skýrari reglum. Fréttina og viðtalið við Ágústu má sjá í spilaranum að neðan. Annað hljóð er komið í Ágústu í dag. Á heimasíðu Hreyfingar segir að nú að eftir að hafa skoðað málið vandlega hafi verið ákveðið að nýta sér ekki glufu í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins til að opna fyrir hóptíma með miklum takmörkunum, eins og fram kemur á heimasíðu Hreyfingar. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ segir í tilkynningunni. „Við munum bíða eftir því að fá fullt leyfi til að opna starfsemina á ný, þrátt fyrir að sóttvarnir séu til fyrirmyndar hjá okkur og engin hópsmit hafi komið upp í Hreyfingu.“ Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið tilkynntu í gær að starfsemi hefðist á ný í dag, innan þess ramma sem kveðið væri á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. Þannig má halda úti hóptímum með fjarlægðartakmörkunum þar sem iðkendur nota ekki sömu tól og tæki. Fullt er í vel flesta hóptíma hjá World Class í dag. Nítján geta skráð sig í flesta tíma hjá kennara enda tuttugu manna samkomubann í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni á morgun eins og til stóð. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag samkvæmt skráningu á vefsíðu stöðvarinnar. Að neðan má sjá myndband úr World Class í Laugardal í hádeginu í dag. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar hóptíma í líkamsræktarstöðvum í trássi við tilmæli sóttvarnalæknis sem vildi hafa stöðvarnar lokaðar næstu tvær til þrjár vikurnar. Ný reglugerð tók gildi í dag og er óhætt að segja að reglugerðin sé sú umdeildasta hingað til. Íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggur niðri en líkamsræktarstöðvum er frjálst að hafa opið í hóptíma að uppfylltum sóttvarnaskilyrðum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum með ákvörðun sinni. Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stöðin myndi opna fyrir hóptíma á miðvikudag. Hún kallaði eftir skýrari reglum. Fréttina og viðtalið við Ágústu má sjá í spilaranum að neðan. Annað hljóð er komið í Ágústu í dag. Á heimasíðu Hreyfingar segir að nú að eftir að hafa skoðað málið vandlega hafi verið ákveðið að nýta sér ekki glufu í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins til að opna fyrir hóptíma með miklum takmörkunum, eins og fram kemur á heimasíðu Hreyfingar. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ segir í tilkynningunni. „Við munum bíða eftir því að fá fullt leyfi til að opna starfsemina á ný, þrátt fyrir að sóttvarnir séu til fyrirmyndar hjá okkur og engin hópsmit hafi komið upp í Hreyfingu.“ Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið tilkynntu í gær að starfsemi hefðist á ný í dag, innan þess ramma sem kveðið væri á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. Þannig má halda úti hóptímum með fjarlægðartakmörkunum þar sem iðkendur nota ekki sömu tól og tæki. Fullt er í vel flesta hóptíma hjá World Class í dag. Nítján geta skráð sig í flesta tíma hjá kennara enda tuttugu manna samkomubann í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira