Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í 1. umferð keppninnar í kvöld.
Það voru einhverjar breytingar á liði Liverpool frá því um helgina en Virgil van Dijk er eins og kunnugt er á meiðslalistanum. Curtis Jones fékk tækifæri í byrjunarliðinu.
TEAM NEWS
— Liverpool FC (@LFC) October 21, 2020
Here s how we line-up for tonight s trip to @AFCAjax #AJALIV
Það leit þó einungis eitt mark dagsins ljós í leiknum og það kom á 35. mínútu er Nicolas Tagliafico varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
Ajax komst nálægt því að skora skömmu fyrir hlé en Fabinho bjargaði þá á marklínu. Liverpool fékk einnig tækifæri til að bæta við marki en Gini Wijnaldum fékk m.a. gott færi.
Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 1-0. Öflugur útisigur Liverpool sem fær danska liðið Midtjylland í heimsókn í næstu viku en Danirnir töpuðu 4-0 fyrir Atalanta í kvöld.
YES, REDS!
— Liverpool FC (@LFC) October 21, 2020
We start our @ChampionsLeague campaign with a win #UCL