Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2020 17:02 Anne-Elisabeth Hagen hvarf sporlaust 31. október 2018. Lögregla birti í dag myndir úr eftirlitsmyndavélum (t.h.) sem talið er að sýni bíl ekið eftir göngustíg morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf. Samsett Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Anne-Elisabeth í dag. Fram kemur í umfjöllun miðlanna NRK og VG að lögregla hafi lengi vitað af bílnum þó að fyrst hafi verið lýst eftir honum með myndum og myndböndum í dag. Nær ekkert er vitað um hann: lögregla er engu nær um tegund hans, ökumanninn eða mögulega farþega þrátt fyrir að nær tvö ár séu frá því að Anne-Elisabeth hvarf. „Þetta er áhugaverður bíll og við viljum ná tali af þeim sem ók hann, farþegum eða vitnum sem hafa séð til hans,“ segir Agnes Beate Hemiø yfirlögregluþjónn í samtali við VG í dag. Á ferð á mikilvægu augnabliki Bíllinn hefur einkum vakið áhuga lögreglu vegna þess að honum var ekið í grennd við heimili Hagen-hjónanna að Sloraveien í Lørenskog fyrir klukkan níu að morgni 31. október 2018. Síðast er vitað af Anne-Elisabeth á lífi klukkan 9:14 þann sama morgun. Eftirlitsmyndavélar sýna hreyfingu á göngustíg fyrir neðan húsið að morgni 31. október 2018. Myndirnar eru þó í afar lélegum gæðum, sem einmitt er ástæðan fyrir því að þær hafa ekki verið birtar fyrr en nú, og erfitt að greina hvað þær sýna. Rétt fyrir klukkan átta umræddan morgun sést þó rautt ljós á stígnum. Hvítt ljós, sem lögregla telur af bifreið, sést svo á hreyfingu á stígnum nokkrum sekúndum síðar og aftur í nokkrar sekúndur um klukkutíma síðar. Lögregla telur tímasetninguna hafa mikla þýðingu fyrir rannsóknina, þar sem Anne-Elisabeth er talin hafa verið myrt skömmu eftir klukkan 9:14. Myndband af hinum meintu bílljósum sem lögregla birti í dag má nálgast í frétt NRK. Rannsókn lögreglu á máli Anne-Elisabeth er ein sú umfangsmesta og dýrasta í norskri sögu. Lögregla hefur nú kortlagt 122 staði í tengslum við rannsóknina, bæði í Noregi og öðrum löndum. Þá lýsti lögregla eftir manni í sumar sem náðist á upptöku eftirlitsmyndavéla á göngu í grennd við húsið að Sloraveien daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Lögregla hefur reynt hvað hún getur til að finna manninn en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Hemiø yfirlögregluþjónn segir í samtali við VG að það sé grunsamlegt að maðurinn hafi ekki gefið sig fram. Enn er gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili sínu að Sloraveien að morgni 31. október 2018. Lögregla telur að eiginmaður hennar, Tom Hagen, hafi átt aðild að andláti hennar. Hann var handtekinn í lok apríl vegna gruns um slíka aðild en sleppt lausum í maí. Hann neitar því að hafa átt nokkurn hlut að máli. Rannsókn málsins er enn í forgangi hjá lögreglu, að sögn Hemiø. Markmiðið sé að finna Anne-Elisabeth og morðingja hennar. „Það er hægt að leysa þetta mál,“ segir Hemiø í samtali við VG í dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. 2. júlí 2020 23:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Anne-Elisabeth í dag. Fram kemur í umfjöllun miðlanna NRK og VG að lögregla hafi lengi vitað af bílnum þó að fyrst hafi verið lýst eftir honum með myndum og myndböndum í dag. Nær ekkert er vitað um hann: lögregla er engu nær um tegund hans, ökumanninn eða mögulega farþega þrátt fyrir að nær tvö ár séu frá því að Anne-Elisabeth hvarf. „Þetta er áhugaverður bíll og við viljum ná tali af þeim sem ók hann, farþegum eða vitnum sem hafa séð til hans,“ segir Agnes Beate Hemiø yfirlögregluþjónn í samtali við VG í dag. Á ferð á mikilvægu augnabliki Bíllinn hefur einkum vakið áhuga lögreglu vegna þess að honum var ekið í grennd við heimili Hagen-hjónanna að Sloraveien í Lørenskog fyrir klukkan níu að morgni 31. október 2018. Síðast er vitað af Anne-Elisabeth á lífi klukkan 9:14 þann sama morgun. Eftirlitsmyndavélar sýna hreyfingu á göngustíg fyrir neðan húsið að morgni 31. október 2018. Myndirnar eru þó í afar lélegum gæðum, sem einmitt er ástæðan fyrir því að þær hafa ekki verið birtar fyrr en nú, og erfitt að greina hvað þær sýna. Rétt fyrir klukkan átta umræddan morgun sést þó rautt ljós á stígnum. Hvítt ljós, sem lögregla telur af bifreið, sést svo á hreyfingu á stígnum nokkrum sekúndum síðar og aftur í nokkrar sekúndur um klukkutíma síðar. Lögregla telur tímasetninguna hafa mikla þýðingu fyrir rannsóknina, þar sem Anne-Elisabeth er talin hafa verið myrt skömmu eftir klukkan 9:14. Myndband af hinum meintu bílljósum sem lögregla birti í dag má nálgast í frétt NRK. Rannsókn lögreglu á máli Anne-Elisabeth er ein sú umfangsmesta og dýrasta í norskri sögu. Lögregla hefur nú kortlagt 122 staði í tengslum við rannsóknina, bæði í Noregi og öðrum löndum. Þá lýsti lögregla eftir manni í sumar sem náðist á upptöku eftirlitsmyndavéla á göngu í grennd við húsið að Sloraveien daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Lögregla hefur reynt hvað hún getur til að finna manninn en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Hemiø yfirlögregluþjónn segir í samtali við VG að það sé grunsamlegt að maðurinn hafi ekki gefið sig fram. Enn er gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili sínu að Sloraveien að morgni 31. október 2018. Lögregla telur að eiginmaður hennar, Tom Hagen, hafi átt aðild að andláti hennar. Hann var handtekinn í lok apríl vegna gruns um slíka aðild en sleppt lausum í maí. Hann neitar því að hafa átt nokkurn hlut að máli. Rannsókn málsins er enn í forgangi hjá lögreglu, að sögn Hemiø. Markmiðið sé að finna Anne-Elisabeth og morðingja hennar. „Það er hægt að leysa þetta mál,“ segir Hemiø í samtali við VG í dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. 2. júlí 2020 23:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59
Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56
Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. 2. júlí 2020 23:30