Kynning CrossFit á Katrínu Tönju: Aldrei hægt að afskrifa fyrrum heimsmeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir með Mat Fraser og þjálfara sínum Ben Bergeron eftir síðasta sigur sinn á heimsleikunum í CrossFit árið 2016. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur keppni um heimsmeistaratitilinn á morgun og CrossFit samtökin kynntu okkar konu til leiks á Youtube-síðu heimsleikanna í CrossFit. CrossFit sérfræðingarnir hafa verið duglegir að benda á þá staðreynd að síðasta konan til að vinna Tiu-Clair Toomey á heimsleikunum í CrossFit sé hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir harða keppni við Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey vann árið 2017 og hefur ekki sleppt heimsmeistaratitlinum síðan. Katrín sýndi styrk sinn og seiglu þegar hún tryggði sig inn í fimm kvenna lokaúrslit þrátt fyrir að vera í 22. sæti eftir tvær fyrstu greinarnar. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT „Það sem Katrín sýndi okkur að þú getur aldrei afskrifað fyrrum heimsmeistara. Það var magnað að sjá hvað hún náði að gera eftir að hafa grafið sér ágætist holu. Það þarf samt ekki að koma okkur á óvart því við erum að tala um Katrínu Davíðsdóttir,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur í útsendingu fyrri hluta heimsleikanna. „Hún lenti í smá vandræðum í byrjun en eftir það sýndi hún okkur af hverju hún er fyrrum hraustasta kona heims,“ sagði Sean Woodland sem sá um útsendinguna með Annie Sakamoto. „Hún var í 22. sæti eftir tvær greinar og þurfti ekkert minna en að vinna tvær greinar til að grafa sig upp úr holunni og komast í lokaúrslitin. Það var einmitt það sem hún gerði. Það var ekkert auðvelt þegar þú ert að keppa við þessar frábæru íþróttakonur. Henni tókst að vinna tvær fyrstu greinarnar á öðrum deginum sem kom henni upp í þriðja sætið,“ sagði Annie Sakamoto og bætti við: „Hún hefur ótrúlega hæfileika að bregðast rétt við þegar hún er komin með bakið upp við vegg. Þetta var mjög tilkomumikið en kom okkur heldur ekki á óvart vitandi hver hún er,“ sagði Sakamoto. Það mátti líka sjá stutt viðtal við Katrínu Tönju sem var tekið eftir sjöundu og síðustu greinina hennar í fyrri hlutanum. Sean Woodland varpaði síðan fram þeirri spurningu á Annie Sakamoto hvernig og hvort Katrín Tanja gæti endurheimt heimsmeistaratitilinn í Aromas. „Fyrir utan Tiu þá eru þetta jafnar íþróttakonur sem geta bæði gert mjög vel og ekki eins vel í harðri keppni. Þegar við förum í gegnum allar þessar greinar þá mun þetta snúast mikið um það hvað keppendur eru með á milli eyrnanna. Þegar er pressan er aftur á móti mest þá er Katrín Tanja líklegust,“ sagði Sakamoto sem hefur mikla trú á andlegum styrk okkar konu. „Það verða engir áhorfendur og bara fjórar aðrar konur að keppa. Andlega þátturinn mun því ráða miklu fyrir Katrínu Davíðsdóttir og hina keppendurna,“ sagði Sean Woodland en það má sjá alla kynninguna á Katrínu Tönju hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur keppni um heimsmeistaratitilinn á morgun og CrossFit samtökin kynntu okkar konu til leiks á Youtube-síðu heimsleikanna í CrossFit. CrossFit sérfræðingarnir hafa verið duglegir að benda á þá staðreynd að síðasta konan til að vinna Tiu-Clair Toomey á heimsleikunum í CrossFit sé hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir harða keppni við Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey vann árið 2017 og hefur ekki sleppt heimsmeistaratitlinum síðan. Katrín sýndi styrk sinn og seiglu þegar hún tryggði sig inn í fimm kvenna lokaúrslit þrátt fyrir að vera í 22. sæti eftir tvær fyrstu greinarnar. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT „Það sem Katrín sýndi okkur að þú getur aldrei afskrifað fyrrum heimsmeistara. Það var magnað að sjá hvað hún náði að gera eftir að hafa grafið sér ágætist holu. Það þarf samt ekki að koma okkur á óvart því við erum að tala um Katrínu Davíðsdóttir,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur í útsendingu fyrri hluta heimsleikanna. „Hún lenti í smá vandræðum í byrjun en eftir það sýndi hún okkur af hverju hún er fyrrum hraustasta kona heims,“ sagði Sean Woodland sem sá um útsendinguna með Annie Sakamoto. „Hún var í 22. sæti eftir tvær greinar og þurfti ekkert minna en að vinna tvær greinar til að grafa sig upp úr holunni og komast í lokaúrslitin. Það var einmitt það sem hún gerði. Það var ekkert auðvelt þegar þú ert að keppa við þessar frábæru íþróttakonur. Henni tókst að vinna tvær fyrstu greinarnar á öðrum deginum sem kom henni upp í þriðja sætið,“ sagði Annie Sakamoto og bætti við: „Hún hefur ótrúlega hæfileika að bregðast rétt við þegar hún er komin með bakið upp við vegg. Þetta var mjög tilkomumikið en kom okkur heldur ekki á óvart vitandi hver hún er,“ sagði Sakamoto. Það mátti líka sjá stutt viðtal við Katrínu Tönju sem var tekið eftir sjöundu og síðustu greinina hennar í fyrri hlutanum. Sean Woodland varpaði síðan fram þeirri spurningu á Annie Sakamoto hvernig og hvort Katrín Tanja gæti endurheimt heimsmeistaratitilinn í Aromas. „Fyrir utan Tiu þá eru þetta jafnar íþróttakonur sem geta bæði gert mjög vel og ekki eins vel í harðri keppni. Þegar við förum í gegnum allar þessar greinar þá mun þetta snúast mikið um það hvað keppendur eru með á milli eyrnanna. Þegar er pressan er aftur á móti mest þá er Katrín Tanja líklegust,“ sagði Sakamoto sem hefur mikla trú á andlegum styrk okkar konu. „Það verða engir áhorfendur og bara fjórar aðrar konur að keppa. Andlega þátturinn mun því ráða miklu fyrir Katrínu Davíðsdóttir og hina keppendurna,“ sagði Sean Woodland en það má sjá alla kynninguna á Katrínu Tönju hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti