Tæplega hundrað ára og hefur slegið í gegn með konunum í danstímunum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 10:31 Gunnar hreyfir sig reglulega og mætir einnig í danstíma á fullu. Hann er 97 ára. Gunnar Jónsson fyrrverandi skipstjóri er 97 ára og byrjaði að stunda líkamsrækt þegar hann var rúmlega níræður og nú stundar hann líkamsrækt meðal annars með því að dansa kúrekadansa heima hjá sér í Covid ástandinu. Gunnar er ótrúlega vel á sig kominn líkamlega og andlega. Vala Matt leit við hjá honum í Keflavík á dögunum þar sem hann býr og fékk að heyra allt um það hvernig maður heldur sér svona vel nærri 100 ára. Gunnar byrjaði ekki að stunda líkamsrækt fyrr en hann var orðinn níræður, eða árið 2017. „Það er ábyggilega aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt,“ segir Gunnar sem sér samt eftir því að hafa byrjað svona seint. Gunnar var alltaf á sjónum og hafði því ekki mikinn tíma fyrir sjálfan sig. „Sjórinn er ekki til þess að leika sér í landi,“ segir Gunnar sem hefur einnig stundað hópdanstíma undanfarin ár. „Ég féll alveg fyrir því og það er svo breytilegt. Hreyfingin er svo breytileg og margbrotin. Maður mátt hafa sig allan við að muna sporin og þau gleymast stundum. Maður man þau síðan alltaf þegar músíkin byrjar.“ Gunnar er í raun einn með fullt af konum í tímunum. „Ég var svolítið stressaður fyrst en það gufuðu allir karlmennirnir upp þegar það átti að mæta. Þeim fannst þetta ekki nægilega karlmannlegt eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar sem dansar einnig töluvert heima fyrir og þá aðallega kántrí línudans. „Ég hef alltaf haft gaman af dansi og við hjónin dönsuðum oft saman á skemmtunum. Hún var ansi skemmtileg dama,“ segir Gunnar sem er í dag ekill. Hér að neðan má sjá innlagið í heild sinni en þar er einnig rætt við þjálfara hans Janus Friðrik Gunnlaugsson. Ísland í dag Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Gunnar Jónsson fyrrverandi skipstjóri er 97 ára og byrjaði að stunda líkamsrækt þegar hann var rúmlega níræður og nú stundar hann líkamsrækt meðal annars með því að dansa kúrekadansa heima hjá sér í Covid ástandinu. Gunnar er ótrúlega vel á sig kominn líkamlega og andlega. Vala Matt leit við hjá honum í Keflavík á dögunum þar sem hann býr og fékk að heyra allt um það hvernig maður heldur sér svona vel nærri 100 ára. Gunnar byrjaði ekki að stunda líkamsrækt fyrr en hann var orðinn níræður, eða árið 2017. „Það er ábyggilega aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt,“ segir Gunnar sem sér samt eftir því að hafa byrjað svona seint. Gunnar var alltaf á sjónum og hafði því ekki mikinn tíma fyrir sjálfan sig. „Sjórinn er ekki til þess að leika sér í landi,“ segir Gunnar sem hefur einnig stundað hópdanstíma undanfarin ár. „Ég féll alveg fyrir því og það er svo breytilegt. Hreyfingin er svo breytileg og margbrotin. Maður mátt hafa sig allan við að muna sporin og þau gleymast stundum. Maður man þau síðan alltaf þegar músíkin byrjar.“ Gunnar er í raun einn með fullt af konum í tímunum. „Ég var svolítið stressaður fyrst en það gufuðu allir karlmennirnir upp þegar það átti að mæta. Þeim fannst þetta ekki nægilega karlmannlegt eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar sem dansar einnig töluvert heima fyrir og þá aðallega kántrí línudans. „Ég hef alltaf haft gaman af dansi og við hjónin dönsuðum oft saman á skemmtunum. Hún var ansi skemmtileg dama,“ segir Gunnar sem er í dag ekill. Hér að neðan má sjá innlagið í heild sinni en þar er einnig rætt við þjálfara hans Janus Friðrik Gunnlaugsson.
Ísland í dag Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira