Ný Gróttunýlenda hjá fótboltafélaginu Apulia Trani á Suður-Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 17:00 Tinna Jónsdóttir skoraði sex mörk í Lengjudeildinni í sumar en spilar á Ítalíu í vetur. Hér kynnir Apulia Trani hana til leiks á fésbókarsíðu sinni. Apulia Trani Tveir leikmenn Lengjudeildarliðs Gróttu hafa farið á síðustu dögum á lánssamningi til ítalska félagsins Apulia Trani. Tinna Jónsdóttir og Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir ætla nefnilega báðar að spila fótbolta á Ítalíu í vetur. Sigrún Ösp hafði áður tilkynnt um lánssamning sinn en nú hefur Tinna, sem er fyrirliði Gróttuliðsins, bæst í hópinn. Fótbolti.net segir frá þessu en þetta var staðfest á fésbókarsíðu ítalska félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan. Chi è Tinna Bjarkar Jónsdóttir, il nostro nuovo acquisto: Dopo l'annuncio della calciatrice islandese Sigru n O sp...Posted by Apulia Trani on Fimmtudagur, 22. október 2020 Apulia Trani er í ítölsku C-deildinni og er frá borginni Trani sem er sunnarlega á Ítalíu við Adríahafið. Þetta er 54 þúsund manna borg og næsta stórborg er Bari sem er örlítið sunnar. Tinna Jónsdóttir og Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir framlengdu báðar samning sinn við Gróttu áður en þær lögðu af stað í þetta ævintýri til Ítalíu. Tinna er 24 ára en Sigrún Ösp 25 ára. Tinna Jónsdóttir er markahæsti leikmaður Gróttuliðsins í Lengjudeildinni í ár með 6 mörk í 15 leikjum. Tinna er uppalin Gróttukona og er líka leikjahæsti leikmaður félagsins með 74 leiki. Sigrún var á sínu þriðja tímabili með Seltjarnarnesliðinu en hún hóf ferilinn hjá Þór og Þór/KA. La presentazione del nostro nuovo acquisto: L'Apulia Trani e lieta di annunciare l'acquisizione del diritto alle...Posted by Apulia Trani on Mánudagur, 19. október 2020 Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir var í stuttu viðtali á fésbókarsíðu Gróttu á dögunum. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Það var haft samband við mig á þriðjudaginn í́ síðustu viku og fimm dögum siðar var búið að kaupa flugmiðann. Lengjudeildin er nánast búin og mér fannst spennandi að fá tækifæri til að spila fótbolta í öðru landi. Svo var tilhugsunin um að flytja til Suður-Ítalíu líka mjög heillandi. Það á eftir að koma í́ ljós hversu sterk C-deildin hér er miðað við fótboltann heima. Hvað sem því́ liður þá vona ég að ég geti hjálpað liðinu og komið reynslunni ríkari heim í Gróttu næsta vor" sagði Sigrún í viðtali fésbókarsíðu Gróttu. Tinna Jónsdóttir ræddi líka við Gróttusíðuna eftir að félagsskiptin voru staðfest. „Þetta á sér ekki langan aðdraganda. Félagið hafði samband við mig fljótlega eftir að Sigrún var komin út og eftir að hafa talað við hana og hugsað málið aðeins ákvað ég að slá til. Það er frábært tækifæri að búa í nýju landi og æfa fótbolta við aðrar aðstæður. Það var til dæmis mjög notalegt að vakna í sól og blíðu í morgun! En ég vona aðallega að þetta verði reynsla sem muni nýtast mér í framtíðinni, bæði inni á vellinum með Gróttu og annars staðar í lífinu",” sagði Tinna í viðtali fésbókarsíðu Gróttu. View this post on Instagram Tinna til Apulia Trani Tinna Bjarkar Jónsdóttir, fyrirliði Gróttu, hefur gert lánssamning við ítalska liðið Apulia Trani sem leikur í Serie C. Tinna er komin út og gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu á sunnudaginn í borginni Palermo á Sikiley. Eins og kunnugt er gekk Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir til liðs við Apulia Trani í síðustu viku en báðar framlengdu samninga sína við Gróttu á dögunum. Tinna er uppalin í Gróttu og hefur leikið 75 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 35 mörk. Hún hefur verið lykilleikmaður frá því að meistaraflokkur var settur á laggirnar árið 2016 og er leikjahæsta Gróttukonan ásamt Diljá Mjöll Aronsdóttur. Við heyrðum hljóðið í Tinnu sem kom til Trani í gærkvöld eftir langt ferðalag. Þetta á sér ekki langan aðdraganda. Félagið hafði samband við mig fljótlega eftir að Sigrún var komin út og eftir að hafa talað við hana og hugsað málið aðeins ákvað ég að slá til. Það er frábært tækifæri að búa í nýju landi og æfa fótbolta við aðrar aðstæður. Það var til dæmis mjög notalegt að vakna í sól og blíðu í morgun! En ég vona aðallega að þetta verði reynsla sem muni nýtast mér í framtíðinni, bæði inni á vellinum með Gróttu og annars staðar í lífinu" Fjallað er um félagaskiptin á vefmiðlinum TraniViva. Þar segir meðal annars: Við erum sannfærð um að eiginleikar Tinnu sem framherja muni efla sóknarleik liðsins og hjálpa til við að ná settum markmiðum. Við bjóðum Tinnu hjartanlega velkomna til Trani" A post shared by Grótta knattspyrna (@grottasport) on Oct 22, 2020 at 7:26am PDT Ítalski boltinn Lengjudeildin Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Tveir leikmenn Lengjudeildarliðs Gróttu hafa farið á síðustu dögum á lánssamningi til ítalska félagsins Apulia Trani. Tinna Jónsdóttir og Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir ætla nefnilega báðar að spila fótbolta á Ítalíu í vetur. Sigrún Ösp hafði áður tilkynnt um lánssamning sinn en nú hefur Tinna, sem er fyrirliði Gróttuliðsins, bæst í hópinn. Fótbolti.net segir frá þessu en þetta var staðfest á fésbókarsíðu ítalska félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan. Chi è Tinna Bjarkar Jónsdóttir, il nostro nuovo acquisto: Dopo l'annuncio della calciatrice islandese Sigru n O sp...Posted by Apulia Trani on Fimmtudagur, 22. október 2020 Apulia Trani er í ítölsku C-deildinni og er frá borginni Trani sem er sunnarlega á Ítalíu við Adríahafið. Þetta er 54 þúsund manna borg og næsta stórborg er Bari sem er örlítið sunnar. Tinna Jónsdóttir og Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir framlengdu báðar samning sinn við Gróttu áður en þær lögðu af stað í þetta ævintýri til Ítalíu. Tinna er 24 ára en Sigrún Ösp 25 ára. Tinna Jónsdóttir er markahæsti leikmaður Gróttuliðsins í Lengjudeildinni í ár með 6 mörk í 15 leikjum. Tinna er uppalin Gróttukona og er líka leikjahæsti leikmaður félagsins með 74 leiki. Sigrún var á sínu þriðja tímabili með Seltjarnarnesliðinu en hún hóf ferilinn hjá Þór og Þór/KA. La presentazione del nostro nuovo acquisto: L'Apulia Trani e lieta di annunciare l'acquisizione del diritto alle...Posted by Apulia Trani on Mánudagur, 19. október 2020 Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir var í stuttu viðtali á fésbókarsíðu Gróttu á dögunum. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Það var haft samband við mig á þriðjudaginn í́ síðustu viku og fimm dögum siðar var búið að kaupa flugmiðann. Lengjudeildin er nánast búin og mér fannst spennandi að fá tækifæri til að spila fótbolta í öðru landi. Svo var tilhugsunin um að flytja til Suður-Ítalíu líka mjög heillandi. Það á eftir að koma í́ ljós hversu sterk C-deildin hér er miðað við fótboltann heima. Hvað sem því́ liður þá vona ég að ég geti hjálpað liðinu og komið reynslunni ríkari heim í Gróttu næsta vor" sagði Sigrún í viðtali fésbókarsíðu Gróttu. Tinna Jónsdóttir ræddi líka við Gróttusíðuna eftir að félagsskiptin voru staðfest. „Þetta á sér ekki langan aðdraganda. Félagið hafði samband við mig fljótlega eftir að Sigrún var komin út og eftir að hafa talað við hana og hugsað málið aðeins ákvað ég að slá til. Það er frábært tækifæri að búa í nýju landi og æfa fótbolta við aðrar aðstæður. Það var til dæmis mjög notalegt að vakna í sól og blíðu í morgun! En ég vona aðallega að þetta verði reynsla sem muni nýtast mér í framtíðinni, bæði inni á vellinum með Gróttu og annars staðar í lífinu",” sagði Tinna í viðtali fésbókarsíðu Gróttu. View this post on Instagram Tinna til Apulia Trani Tinna Bjarkar Jónsdóttir, fyrirliði Gróttu, hefur gert lánssamning við ítalska liðið Apulia Trani sem leikur í Serie C. Tinna er komin út og gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu á sunnudaginn í borginni Palermo á Sikiley. Eins og kunnugt er gekk Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir til liðs við Apulia Trani í síðustu viku en báðar framlengdu samninga sína við Gróttu á dögunum. Tinna er uppalin í Gróttu og hefur leikið 75 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 35 mörk. Hún hefur verið lykilleikmaður frá því að meistaraflokkur var settur á laggirnar árið 2016 og er leikjahæsta Gróttukonan ásamt Diljá Mjöll Aronsdóttur. Við heyrðum hljóðið í Tinnu sem kom til Trani í gærkvöld eftir langt ferðalag. Þetta á sér ekki langan aðdraganda. Félagið hafði samband við mig fljótlega eftir að Sigrún var komin út og eftir að hafa talað við hana og hugsað málið aðeins ákvað ég að slá til. Það er frábært tækifæri að búa í nýju landi og æfa fótbolta við aðrar aðstæður. Það var til dæmis mjög notalegt að vakna í sól og blíðu í morgun! En ég vona aðallega að þetta verði reynsla sem muni nýtast mér í framtíðinni, bæði inni á vellinum með Gróttu og annars staðar í lífinu" Fjallað er um félagaskiptin á vefmiðlinum TraniViva. Þar segir meðal annars: Við erum sannfærð um að eiginleikar Tinnu sem framherja muni efla sóknarleik liðsins og hjálpa til við að ná settum markmiðum. Við bjóðum Tinnu hjartanlega velkomna til Trani" A post shared by Grótta knattspyrna (@grottasport) on Oct 22, 2020 at 7:26am PDT
Ítalski boltinn Lengjudeildin Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira