Íslenski boltinn

Gary og Bjarni Ólafur klára ekki tíma­bilið með ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Martin gæti verið búinn að leika sinn síðasta leik fyrir ÍBV.
Gary Martin gæti verið búinn að leika sinn síðasta leik fyrir ÍBV. vísir/daníel

Eyjamenn hafa kvatt þrjá leikmenn, í bili að minnsta kosti, en þetta staðfestir Fótbolti.net í kvöld.

Þeir Gary Martin, Bjarni Ólafur Eiríksson og Jack Lambert munu ekki spila síðustu tvo leikina í Lengjudeildinni segir í fréttinni.

Gary og Jack munu báðir halda heim til Englands. Jack kom til ÍBV í sumar en Gary gekk í raðir ÍBV á síðustu leiktíð.

Hann raðaði inn mörkunum í Pepsi Max deildinni og þrátt fyrir að ÍBV hafi fallið varð hann markakóngur. Ekki hefur gengið eins vel í Lengjudeildinni.

Bjarni Ólafur kom einnig til Eyjamanna fyrir þessa leiktíð en óvíst er hvort að hinn 38 ára gamli Bjarni spili fótbolta á næstu leiktíð.

Eyjamenn hafa valdið vonbrigðum í Lengjudeildinni. Þeir eru í 6. sæti, tólf stigum á eftir Leikni sem er í öðru sætinu, en tvö efstu liðin fara upp.

Síðustu tveir leikir liðsins í Lengjudeildinni eru gegn Leikni Fáskrúðsfirði á útivelli og Fram á heimavelli, þann 14. nóvember.

Liðið er þó komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins en óvíst er hvenær sú keppni fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×