Höfum búið til góðan markamun gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 09:30 Sara Björk Gunnarsdóttir og Caroline Seger mætast að nýju næsta þriðjudag. Vísir/Vilhelm Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli fyrir mánuði en hafa unnið aðra leiki sína í keppninni. Svíþjóð er því með 16 stig eftir 6 leiki en Ísland með 13 eftir 5 leiki. Ef liðin gera aftur 1-1 jafntefli á þriðjudaginn og vinna aðra leiki sína (Ísland á eftir útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu) mun markatala ráða því hvaða lið nær efsta sæti. Með því að vinna Lettland 7-0 í gær er Svíþjóð með +30 í markatölu. Ísland, sem vann Lettland 9-0 í síðasta mánuði, er með +19 í markatölu. Ellefu mörkum munar því en Ísland á leik til góða. „Núna erum við með ellefu mörkum meira en Ísland svo við höfum búið okkur til góðan markamun. Við gerðum sjö mörk í dag en miðað við yfirburðina sem við höfðum þá hefði maður viljað fleiri mörk,“ sagði Peter Gerhardsson þjálfari Svía við SVT. Hvert mark og stig skiptir líka máli fyrir liðið sem endar neðar Ef Ísland og Svíþjóð gera 0-0 jafntefli í Gautaborg, en enda jöfn að stigum í riðlinum, endar Svíþjóð ofar vegna fleiri marka skoraðra á útivelli í innbyrðis leikjum liðanna. Að sama skapi yrði Ísland ofar ef liðin yrðu jöfn að stigum, geri þau 2-2 eða 3-3 jafntefli og svo framvegis. Markatalan getur skipt miklu máli fyrir liðið sem endar í 2. sæti riðilsins, sem og hvert stig sem safnast í sarpinn. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í undanriðlunum níu komast nefnilega beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil. Sem stendur er Ísland með þriðja besta árangurinn af þeim liðum sem eru í 2. sæti síns riðils, og því í augnablikinu á leiðinni á EM í Englandi en mikið vatn á eftir að renna til sjávar. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40 Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli fyrir mánuði en hafa unnið aðra leiki sína í keppninni. Svíþjóð er því með 16 stig eftir 6 leiki en Ísland með 13 eftir 5 leiki. Ef liðin gera aftur 1-1 jafntefli á þriðjudaginn og vinna aðra leiki sína (Ísland á eftir útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu) mun markatala ráða því hvaða lið nær efsta sæti. Með því að vinna Lettland 7-0 í gær er Svíþjóð með +30 í markatölu. Ísland, sem vann Lettland 9-0 í síðasta mánuði, er með +19 í markatölu. Ellefu mörkum munar því en Ísland á leik til góða. „Núna erum við með ellefu mörkum meira en Ísland svo við höfum búið okkur til góðan markamun. Við gerðum sjö mörk í dag en miðað við yfirburðina sem við höfðum þá hefði maður viljað fleiri mörk,“ sagði Peter Gerhardsson þjálfari Svía við SVT. Hvert mark og stig skiptir líka máli fyrir liðið sem endar neðar Ef Ísland og Svíþjóð gera 0-0 jafntefli í Gautaborg, en enda jöfn að stigum í riðlinum, endar Svíþjóð ofar vegna fleiri marka skoraðra á útivelli í innbyrðis leikjum liðanna. Að sama skapi yrði Ísland ofar ef liðin yrðu jöfn að stigum, geri þau 2-2 eða 3-3 jafntefli og svo framvegis. Markatalan getur skipt miklu máli fyrir liðið sem endar í 2. sæti riðilsins, sem og hvert stig sem safnast í sarpinn. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í undanriðlunum níu komast nefnilega beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil. Sem stendur er Ísland með þriðja besta árangurinn af þeim liðum sem eru í 2. sæti síns riðils, og því í augnablikinu á leiðinni á EM í Englandi en mikið vatn á eftir að renna til sjávar.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40 Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40
Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13