Tölum um framleiðslutapið Sverrir Bartolozzi skrifar 23. október 2020 11:31 Mikið hefur verið rætt um eftirspurnarskellinn sem kórónuveirufaraldurinn hefur orsakað. Ferðmenn hafa horfið, margir hafa misst vinnuna og geta íbúa til að afla sér ýmissa vara og þjónustu hefur verið minni en áður vegna sóttvarna. Allt vinnur þetta gegn kaupum á vörum og þjónustu og dregur úr eftirspurn í hagkerfinu. Sagan er þó ekki öll sögð enda hafa áhrif faraldursins einnig dregið verulega úr framleiðslugetu hagkerfisins og þar með framboðnu magni af íslenskum verðmætum. Ástæðan eru sóttvarnarráðstafanir sem hafa raskað starfsemi fyrirtækja þannig að framleiðni og framleiðsla hafa minnkað. Ekki er síður mikilvægt að hlúa að þessari hlið hagkerfisins enda myndar framleiðslugetan tekjustofn ríkisins og ákvarðar lífskjörin sem við búum við. Umræða um þessi áhrif faraldursins hefur fallið í skugga háværra radda um aukinn stuðning við eftirspurn. Þeim röddum hafa stjórnvöld svarað og munu á yfirstandandi ári og því næsta veita meira fjármagni en nokkru sinni fyrr í að styðja við eftirspurn í hagkerfinu, með útgjaldaaukningum og skattaívilnunum. Það er ábyrg og skynsamleg ákvörðun sem mun án efa milda efnahagsleg áhrif faraldursins til skamms tíma, en á meðan verður ríkissjóður rekinn með nær 550 ma. kr. halla og samkvæmt fjármálaáætlun mun bætast í hallann allt til ársins 2025. Þar að auki mun stefna stjórnvalda um að mæta auknum útgjöldum með lántökum í stað hækkun skatta krefjast þess að skuldir ríkissjóðs vaxi um rúmlega 1.000 ma. kr. á næstu fimm árum. Víða er vel tekið í þá stefnu og vilja sumir að stigið sé enn fastar á bensíngjöfina. Við beiðnir um frekari innspýtingu ber þó að varast að skauta framhjá þeirri staðreynd að verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun slík stefna einungis bera árangur ef verðmætasköpun, þ.e. hagvöxtur, vex hraðar en kostnaður skuldsetningarinnar, vextir. Í því samhengi er mikið áhyggjuefni að í fjármálaáætlun er viðurkennt að framleiðslutapið á framboðshliðinni verði að öllum líkindum varanlegt enda myndi slík þróun draga úr hagvaxtargetu og kalla á skattahækkanir og niðurskurð í framtíðinni. Þar sem raunverulegur möguleiki er á að grípa þurfi til slíkra aðgerða er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld dragi úr þeim líkum með því að leita í sífellu og hvívetna að leiðum til að auka framleiðni í opinberum rekstri. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Hið opinbera: Meira fyrir minna eru settar fram tillögur sem geta nýst vel í þeirri vinnu og stuðlað að því að hið opinbera komist af með minni útgjöld og geti aflað meiri skatttekna án þess að auka skattbyrði. Það má gera án þess að skerða þjónustu til viðkvæmra hópa, með því að koma auga á alla þá rekstrarliði sem má umbreyta og skapa þannig svigrúm til að vinna upp gatið sem hefur myndast í opinberum fjármálum. Í heildarmyndinni má nefnilega ekki gleyma að ósjálfbær hallarekstur ríkissjóðs bitnar hvað mest á framtíðarkynslóðum, sem myndu þurfa að þola afleiðingar skattahækkana og niðurskurðar ef stefna stjórnvalda gengur ekki upp. Það er því til mikils að vinna fyrir stjórnvöld, og okkur öll, að ríkisfjármál séu sjálfbær til langs tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um eftirspurnarskellinn sem kórónuveirufaraldurinn hefur orsakað. Ferðmenn hafa horfið, margir hafa misst vinnuna og geta íbúa til að afla sér ýmissa vara og þjónustu hefur verið minni en áður vegna sóttvarna. Allt vinnur þetta gegn kaupum á vörum og þjónustu og dregur úr eftirspurn í hagkerfinu. Sagan er þó ekki öll sögð enda hafa áhrif faraldursins einnig dregið verulega úr framleiðslugetu hagkerfisins og þar með framboðnu magni af íslenskum verðmætum. Ástæðan eru sóttvarnarráðstafanir sem hafa raskað starfsemi fyrirtækja þannig að framleiðni og framleiðsla hafa minnkað. Ekki er síður mikilvægt að hlúa að þessari hlið hagkerfisins enda myndar framleiðslugetan tekjustofn ríkisins og ákvarðar lífskjörin sem við búum við. Umræða um þessi áhrif faraldursins hefur fallið í skugga háværra radda um aukinn stuðning við eftirspurn. Þeim röddum hafa stjórnvöld svarað og munu á yfirstandandi ári og því næsta veita meira fjármagni en nokkru sinni fyrr í að styðja við eftirspurn í hagkerfinu, með útgjaldaaukningum og skattaívilnunum. Það er ábyrg og skynsamleg ákvörðun sem mun án efa milda efnahagsleg áhrif faraldursins til skamms tíma, en á meðan verður ríkissjóður rekinn með nær 550 ma. kr. halla og samkvæmt fjármálaáætlun mun bætast í hallann allt til ársins 2025. Þar að auki mun stefna stjórnvalda um að mæta auknum útgjöldum með lántökum í stað hækkun skatta krefjast þess að skuldir ríkissjóðs vaxi um rúmlega 1.000 ma. kr. á næstu fimm árum. Víða er vel tekið í þá stefnu og vilja sumir að stigið sé enn fastar á bensíngjöfina. Við beiðnir um frekari innspýtingu ber þó að varast að skauta framhjá þeirri staðreynd að verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun slík stefna einungis bera árangur ef verðmætasköpun, þ.e. hagvöxtur, vex hraðar en kostnaður skuldsetningarinnar, vextir. Í því samhengi er mikið áhyggjuefni að í fjármálaáætlun er viðurkennt að framleiðslutapið á framboðshliðinni verði að öllum líkindum varanlegt enda myndi slík þróun draga úr hagvaxtargetu og kalla á skattahækkanir og niðurskurð í framtíðinni. Þar sem raunverulegur möguleiki er á að grípa þurfi til slíkra aðgerða er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld dragi úr þeim líkum með því að leita í sífellu og hvívetna að leiðum til að auka framleiðni í opinberum rekstri. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Hið opinbera: Meira fyrir minna eru settar fram tillögur sem geta nýst vel í þeirri vinnu og stuðlað að því að hið opinbera komist af með minni útgjöld og geti aflað meiri skatttekna án þess að auka skattbyrði. Það má gera án þess að skerða þjónustu til viðkvæmra hópa, með því að koma auga á alla þá rekstrarliði sem má umbreyta og skapa þannig svigrúm til að vinna upp gatið sem hefur myndast í opinberum fjármálum. Í heildarmyndinni má nefnilega ekki gleyma að ósjálfbær hallarekstur ríkissjóðs bitnar hvað mest á framtíðarkynslóðum, sem myndu þurfa að þola afleiðingar skattahækkana og niðurskurðar ef stefna stjórnvalda gengur ekki upp. Það er því til mikils að vinna fyrir stjórnvöld, og okkur öll, að ríkisfjármál séu sjálfbær til langs tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun