Tölum um framleiðslutapið Sverrir Bartolozzi skrifar 23. október 2020 11:31 Mikið hefur verið rætt um eftirspurnarskellinn sem kórónuveirufaraldurinn hefur orsakað. Ferðmenn hafa horfið, margir hafa misst vinnuna og geta íbúa til að afla sér ýmissa vara og þjónustu hefur verið minni en áður vegna sóttvarna. Allt vinnur þetta gegn kaupum á vörum og þjónustu og dregur úr eftirspurn í hagkerfinu. Sagan er þó ekki öll sögð enda hafa áhrif faraldursins einnig dregið verulega úr framleiðslugetu hagkerfisins og þar með framboðnu magni af íslenskum verðmætum. Ástæðan eru sóttvarnarráðstafanir sem hafa raskað starfsemi fyrirtækja þannig að framleiðni og framleiðsla hafa minnkað. Ekki er síður mikilvægt að hlúa að þessari hlið hagkerfisins enda myndar framleiðslugetan tekjustofn ríkisins og ákvarðar lífskjörin sem við búum við. Umræða um þessi áhrif faraldursins hefur fallið í skugga háværra radda um aukinn stuðning við eftirspurn. Þeim röddum hafa stjórnvöld svarað og munu á yfirstandandi ári og því næsta veita meira fjármagni en nokkru sinni fyrr í að styðja við eftirspurn í hagkerfinu, með útgjaldaaukningum og skattaívilnunum. Það er ábyrg og skynsamleg ákvörðun sem mun án efa milda efnahagsleg áhrif faraldursins til skamms tíma, en á meðan verður ríkissjóður rekinn með nær 550 ma. kr. halla og samkvæmt fjármálaáætlun mun bætast í hallann allt til ársins 2025. Þar að auki mun stefna stjórnvalda um að mæta auknum útgjöldum með lántökum í stað hækkun skatta krefjast þess að skuldir ríkissjóðs vaxi um rúmlega 1.000 ma. kr. á næstu fimm árum. Víða er vel tekið í þá stefnu og vilja sumir að stigið sé enn fastar á bensíngjöfina. Við beiðnir um frekari innspýtingu ber þó að varast að skauta framhjá þeirri staðreynd að verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun slík stefna einungis bera árangur ef verðmætasköpun, þ.e. hagvöxtur, vex hraðar en kostnaður skuldsetningarinnar, vextir. Í því samhengi er mikið áhyggjuefni að í fjármálaáætlun er viðurkennt að framleiðslutapið á framboðshliðinni verði að öllum líkindum varanlegt enda myndi slík þróun draga úr hagvaxtargetu og kalla á skattahækkanir og niðurskurð í framtíðinni. Þar sem raunverulegur möguleiki er á að grípa þurfi til slíkra aðgerða er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld dragi úr þeim líkum með því að leita í sífellu og hvívetna að leiðum til að auka framleiðni í opinberum rekstri. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Hið opinbera: Meira fyrir minna eru settar fram tillögur sem geta nýst vel í þeirri vinnu og stuðlað að því að hið opinbera komist af með minni útgjöld og geti aflað meiri skatttekna án þess að auka skattbyrði. Það má gera án þess að skerða þjónustu til viðkvæmra hópa, með því að koma auga á alla þá rekstrarliði sem má umbreyta og skapa þannig svigrúm til að vinna upp gatið sem hefur myndast í opinberum fjármálum. Í heildarmyndinni má nefnilega ekki gleyma að ósjálfbær hallarekstur ríkissjóðs bitnar hvað mest á framtíðarkynslóðum, sem myndu þurfa að þola afleiðingar skattahækkana og niðurskurðar ef stefna stjórnvalda gengur ekki upp. Það er því til mikils að vinna fyrir stjórnvöld, og okkur öll, að ríkisfjármál séu sjálfbær til langs tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um eftirspurnarskellinn sem kórónuveirufaraldurinn hefur orsakað. Ferðmenn hafa horfið, margir hafa misst vinnuna og geta íbúa til að afla sér ýmissa vara og þjónustu hefur verið minni en áður vegna sóttvarna. Allt vinnur þetta gegn kaupum á vörum og þjónustu og dregur úr eftirspurn í hagkerfinu. Sagan er þó ekki öll sögð enda hafa áhrif faraldursins einnig dregið verulega úr framleiðslugetu hagkerfisins og þar með framboðnu magni af íslenskum verðmætum. Ástæðan eru sóttvarnarráðstafanir sem hafa raskað starfsemi fyrirtækja þannig að framleiðni og framleiðsla hafa minnkað. Ekki er síður mikilvægt að hlúa að þessari hlið hagkerfisins enda myndar framleiðslugetan tekjustofn ríkisins og ákvarðar lífskjörin sem við búum við. Umræða um þessi áhrif faraldursins hefur fallið í skugga háværra radda um aukinn stuðning við eftirspurn. Þeim röddum hafa stjórnvöld svarað og munu á yfirstandandi ári og því næsta veita meira fjármagni en nokkru sinni fyrr í að styðja við eftirspurn í hagkerfinu, með útgjaldaaukningum og skattaívilnunum. Það er ábyrg og skynsamleg ákvörðun sem mun án efa milda efnahagsleg áhrif faraldursins til skamms tíma, en á meðan verður ríkissjóður rekinn með nær 550 ma. kr. halla og samkvæmt fjármálaáætlun mun bætast í hallann allt til ársins 2025. Þar að auki mun stefna stjórnvalda um að mæta auknum útgjöldum með lántökum í stað hækkun skatta krefjast þess að skuldir ríkissjóðs vaxi um rúmlega 1.000 ma. kr. á næstu fimm árum. Víða er vel tekið í þá stefnu og vilja sumir að stigið sé enn fastar á bensíngjöfina. Við beiðnir um frekari innspýtingu ber þó að varast að skauta framhjá þeirri staðreynd að verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun slík stefna einungis bera árangur ef verðmætasköpun, þ.e. hagvöxtur, vex hraðar en kostnaður skuldsetningarinnar, vextir. Í því samhengi er mikið áhyggjuefni að í fjármálaáætlun er viðurkennt að framleiðslutapið á framboðshliðinni verði að öllum líkindum varanlegt enda myndi slík þróun draga úr hagvaxtargetu og kalla á skattahækkanir og niðurskurð í framtíðinni. Þar sem raunverulegur möguleiki er á að grípa þurfi til slíkra aðgerða er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld dragi úr þeim líkum með því að leita í sífellu og hvívetna að leiðum til að auka framleiðni í opinberum rekstri. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Hið opinbera: Meira fyrir minna eru settar fram tillögur sem geta nýst vel í þeirri vinnu og stuðlað að því að hið opinbera komist af með minni útgjöld og geti aflað meiri skatttekna án þess að auka skattbyrði. Það má gera án þess að skerða þjónustu til viðkvæmra hópa, með því að koma auga á alla þá rekstrarliði sem má umbreyta og skapa þannig svigrúm til að vinna upp gatið sem hefur myndast í opinberum fjármálum. Í heildarmyndinni má nefnilega ekki gleyma að ósjálfbær hallarekstur ríkissjóðs bitnar hvað mest á framtíðarkynslóðum, sem myndu þurfa að þola afleiðingar skattahækkana og niðurskurðar ef stefna stjórnvalda gengur ekki upp. Það er því til mikils að vinna fyrir stjórnvöld, og okkur öll, að ríkisfjármál séu sjálfbær til langs tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun