Glódís Perla: Sáttar með að fá þrjá aukadaga saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Elín Metta Jensen fagna marki Söru BJarkar sem var dæmt af í leiknum á móti Svíþjóð. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið við æfingar í Gautaborg síðustu daga en liðið er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik við Svíþjóð í undankeppni EM. Ísland mætir heimakonum í Svíþjóð einmitt í Gautaborg á þriðjudaginn í næstu viku en þetta er óopinber úrslitaleikur um sigur í riðlinum og um leið sæti í úrslitakeppni EM. Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki fundið fyrir kórónuveirunni eins og margir leikmenn íslenska liðsins. Glódís Perla er að spila með Rosengård í sænsku deildinni og þar hafa æfingar og leikir verið í fullum gangi síðan íslenska landsliðið kom síðast saman. Leikmennirnir sem spila heima á Íslandi hafa aftur á móti ekki getað æft neitt saman og hafa þurft að halda sér í formi upp á sitt einsdæmi síðustu vikur. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Knattspyrnusamband Íslands ákvað því að fara þremur dögum fyrr með íslenska liðið út til að stelpurnar heima á Íslandi gætu æft í lengri tíma í aðdraganda leiksins. „Við erum mjög sáttar með að hafa getað komist aðeins fyrr til Svíþjóðar og fengið aukadaga. Stelpurnar sem eru að koma frá Íslandi hafa ekki getað æft neitt af viti seinustu vikur. Það er því mjög jákvætt að við séum búnar að fá auka þrjá daga,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali við Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum og áttu alveg eins skilið að fá meira út úr þeim leik. Þær ætla að nýta sér það sem gekk vel í þeim leik. „Við erum að reyna að skoða leikinn okkar sem við spiluðum við þær heima og taka það úr honum sem gekk vel í lok fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik. Við ætlum að reyna að taka það með okkur inn í næsta leik og keyra svolítið yfir það,“ sagði Glódís Perla en það má sjá viðtalsbrotin hér fyrir neðan. 2/2,,Við munum skoða leikinn okkar sem við spiluðum heima og taka með það sem gekk vel."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/fqPi8reJ2S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2020 EM 2021 í Englandi Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið við æfingar í Gautaborg síðustu daga en liðið er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik við Svíþjóð í undankeppni EM. Ísland mætir heimakonum í Svíþjóð einmitt í Gautaborg á þriðjudaginn í næstu viku en þetta er óopinber úrslitaleikur um sigur í riðlinum og um leið sæti í úrslitakeppni EM. Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki fundið fyrir kórónuveirunni eins og margir leikmenn íslenska liðsins. Glódís Perla er að spila með Rosengård í sænsku deildinni og þar hafa æfingar og leikir verið í fullum gangi síðan íslenska landsliðið kom síðast saman. Leikmennirnir sem spila heima á Íslandi hafa aftur á móti ekki getað æft neitt saman og hafa þurft að halda sér í formi upp á sitt einsdæmi síðustu vikur. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Knattspyrnusamband Íslands ákvað því að fara þremur dögum fyrr með íslenska liðið út til að stelpurnar heima á Íslandi gætu æft í lengri tíma í aðdraganda leiksins. „Við erum mjög sáttar með að hafa getað komist aðeins fyrr til Svíþjóðar og fengið aukadaga. Stelpurnar sem eru að koma frá Íslandi hafa ekki getað æft neitt af viti seinustu vikur. Það er því mjög jákvætt að við séum búnar að fá auka þrjá daga,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali við Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum og áttu alveg eins skilið að fá meira út úr þeim leik. Þær ætla að nýta sér það sem gekk vel í þeim leik. „Við erum að reyna að skoða leikinn okkar sem við spiluðum við þær heima og taka það úr honum sem gekk vel í lok fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik. Við ætlum að reyna að taka það með okkur inn í næsta leik og keyra svolítið yfir það,“ sagði Glódís Perla en það má sjá viðtalsbrotin hér fyrir neðan. 2/2,,Við munum skoða leikinn okkar sem við spiluðum heima og taka með það sem gekk vel."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/fqPi8reJ2S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2020
EM 2021 í Englandi Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira