Varaforseti þýska þingsins látinn eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir viðtal Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2020 07:27 Thomas Oppermann hafði gegnt embætti varaforseta þýska þingsins frá árinu 2017. Getty Thomas Oppermann, varaforseti þýska þingsins, er látinn eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir tökur á sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Hann varð 66 ára. Fjöldi samflokksmanna Oppermann í þýska Jafnaðarmannaflokknum segist vera í áfalli vegna fréttanna af andláti Oppermann. Vinnumarkaðsmálaráðherrann Hubertus Heil staðfesti andlát Oppermann á Twitter-síðu sinni í morgun. Segist Heil vera mjög sorgmæddur vegna málsins. „Með ástríðu og skynsemi hefur Thomas þjónað landi okkar og jafnaðarmannastefnunni. Hugur minn er hjá fjölskyldu hans,“ sagði Heil. Die Nachricht vom plötzlichen Tode meines Kollegen und Genossen Thomas Oppermann erfüllt mich mit tiefer Trauer. Thomas hat sich mit Leidenschaft und Verstand um unser Land und die Sozialdemokratie verdient gemacht. Meine Gedanken sind bei seiner Familie.— Hubertus Heil (@hubertus_heil) October 26, 2020 DW segir frá því að Oppermann hafi hnigið niður í gærkvöldi þar sem sjónvarpsstöðin ZDF var að fara að ræða við hann. Oppermann hafi í kjölfarið verið fluttur á sjúkrahús og lést hann svo snemma í morgun. Oppermann hóf stjórnmálaferil sinn á níunda áratugnum, fyrst í Neðra Saxlandi þar sem hann gegndi meðal annars embætti ráðherra vísindamála. Færði hann sig svo yfir í landsmálin. Oppermann greindi frá því í sumar að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningunum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Hann hafði gegnt embætti varaforseta þingsins frá því í október 2017. Áður hafði hann gegnt stöðu þingflokksformanns hjá Jafnaðarmannaflokknum. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Oppermann hafi hnigið í miðju viðtali, en hið rétta er að það gerðist skömmu áður en viðtalið átti að hefjast. Þýskaland Andlát Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Thomas Oppermann, varaforseti þýska þingsins, er látinn eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir tökur á sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Hann varð 66 ára. Fjöldi samflokksmanna Oppermann í þýska Jafnaðarmannaflokknum segist vera í áfalli vegna fréttanna af andláti Oppermann. Vinnumarkaðsmálaráðherrann Hubertus Heil staðfesti andlát Oppermann á Twitter-síðu sinni í morgun. Segist Heil vera mjög sorgmæddur vegna málsins. „Með ástríðu og skynsemi hefur Thomas þjónað landi okkar og jafnaðarmannastefnunni. Hugur minn er hjá fjölskyldu hans,“ sagði Heil. Die Nachricht vom plötzlichen Tode meines Kollegen und Genossen Thomas Oppermann erfüllt mich mit tiefer Trauer. Thomas hat sich mit Leidenschaft und Verstand um unser Land und die Sozialdemokratie verdient gemacht. Meine Gedanken sind bei seiner Familie.— Hubertus Heil (@hubertus_heil) October 26, 2020 DW segir frá því að Oppermann hafi hnigið niður í gærkvöldi þar sem sjónvarpsstöðin ZDF var að fara að ræða við hann. Oppermann hafi í kjölfarið verið fluttur á sjúkrahús og lést hann svo snemma í morgun. Oppermann hóf stjórnmálaferil sinn á níunda áratugnum, fyrst í Neðra Saxlandi þar sem hann gegndi meðal annars embætti ráðherra vísindamála. Færði hann sig svo yfir í landsmálin. Oppermann greindi frá því í sumar að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningunum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Hann hafði gegnt embætti varaforseta þingsins frá því í október 2017. Áður hafði hann gegnt stöðu þingflokksformanns hjá Jafnaðarmannaflokknum. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Oppermann hafi hnigið í miðju viðtali, en hið rétta er að það gerðist skömmu áður en viðtalið átti að hefjast.
Þýskaland Andlát Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira