Tekur enn á að rifja upp atburðina 25 árum síðar Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2020 19:38 Sóley Eiríksdóttir, sem lifði af snjóflóðið á Flateyri, segir enn erfitt að rifja upp atburðina 25 árum síðar. Í dag eru 25 ár síðan snjóflóð féll á byggðina á Flateyri. Alls létust tuttugu í flóðinu. Tuttugu og einn komst úr flóðinu af sjálfsdáðum en fjórum var bjargað. Sóley Eiríksdóttir, þá ellefu ára gömul, var föst í níu klukkustundir áður en henni var bjargað. Svana, 19 ára systir Sóleyjar, og Halldór Ólafsson, tvítugur kærasti hennar, létust þegar flóðið skall á heimili þeirra. „Þetta er alltaf ótrúlega erfiður dagur. Það er eiginlega sama hversu langur tími líður, dagurinn sjálfur er alltaf ótrúlega erfiður. Og jafnvel dagarnir á undan. Það er sama hvað maður reynir að vera duglegur og hugsa lítið um þetta. Þessi dagsetning læðist alltaf að manni og er alltaf jafn óþægileg. En þegar dagurinn er búinn þá verður lífið aftur samt,“ segir Sóley. Hún gaf út bók um snjóflóðið fyrir fjórum árum þar sem hún fór mjög djúpt ofan í atburðina. „Eftir það þá gekk ég eiginlega fram af mér, mér fannst minningarnar svo erfiðar. Þannig að ég reyni að hugsa lítið um þetta. En eins og nótt komu til mín minningabrot,“ segir Sóley. „Þá fer maður að hugsa um hluti sem maður leyfir sér minna að hugsa um. En það kemur bara á þessum árstíma. Ég fór að horfa á klukkuna í nótt, beið eftir að hún yrði fjögur. Það er rosalegt hvað þetta situr í manni.“ Hún segir andlegu sárin gróa seint. „Ég hitti einn sem er í fjölskyldunni og tók þátt í að grafa upp fólk þennan dag. Hann spurði hvort þetta yrði einhvern tímann auðveldara? Ég sagðist ekki geta svarað því, þetta verður örugglega alltaf jafn erfitt.“ Áfallastreitan er ekki einungis bundin við þessa dagsetningu. „Ég finn betur fyrir áfallastreitunni. Þegar jarðskjálftinn reið yfir í síðustu viku þá tengdi ég strax. Það gerist þegar jörðin hristist og vond veður bresta á. Líkamlega finn ég ekkert fyrir þessu en andlegu sárin eru til staðar.“ Ísafjarðarbær Tímamót Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Sóley Eiríksdóttir, sem lifði af snjóflóðið á Flateyri, segir enn erfitt að rifja upp atburðina 25 árum síðar. Í dag eru 25 ár síðan snjóflóð féll á byggðina á Flateyri. Alls létust tuttugu í flóðinu. Tuttugu og einn komst úr flóðinu af sjálfsdáðum en fjórum var bjargað. Sóley Eiríksdóttir, þá ellefu ára gömul, var föst í níu klukkustundir áður en henni var bjargað. Svana, 19 ára systir Sóleyjar, og Halldór Ólafsson, tvítugur kærasti hennar, létust þegar flóðið skall á heimili þeirra. „Þetta er alltaf ótrúlega erfiður dagur. Það er eiginlega sama hversu langur tími líður, dagurinn sjálfur er alltaf ótrúlega erfiður. Og jafnvel dagarnir á undan. Það er sama hvað maður reynir að vera duglegur og hugsa lítið um þetta. Þessi dagsetning læðist alltaf að manni og er alltaf jafn óþægileg. En þegar dagurinn er búinn þá verður lífið aftur samt,“ segir Sóley. Hún gaf út bók um snjóflóðið fyrir fjórum árum þar sem hún fór mjög djúpt ofan í atburðina. „Eftir það þá gekk ég eiginlega fram af mér, mér fannst minningarnar svo erfiðar. Þannig að ég reyni að hugsa lítið um þetta. En eins og nótt komu til mín minningabrot,“ segir Sóley. „Þá fer maður að hugsa um hluti sem maður leyfir sér minna að hugsa um. En það kemur bara á þessum árstíma. Ég fór að horfa á klukkuna í nótt, beið eftir að hún yrði fjögur. Það er rosalegt hvað þetta situr í manni.“ Hún segir andlegu sárin gróa seint. „Ég hitti einn sem er í fjölskyldunni og tók þátt í að grafa upp fólk þennan dag. Hann spurði hvort þetta yrði einhvern tímann auðveldara? Ég sagðist ekki geta svarað því, þetta verður örugglega alltaf jafn erfitt.“ Áfallastreitan er ekki einungis bundin við þessa dagsetningu. „Ég finn betur fyrir áfallastreitunni. Þegar jarðskjálftinn reið yfir í síðustu viku þá tengdi ég strax. Það gerist þegar jörðin hristist og vond veður bresta á. Líkamlega finn ég ekkert fyrir þessu en andlegu sárin eru til staðar.“
Ísafjarðarbær Tímamót Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira