Maradona grínaðist með „Hendi guðs“ í tilefni sextugsafmælins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 08:31 Markið fræga sem Diego Maradona skoraði með hendi guðs á HM í Mexíkó 1986. Getty/Samsett Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona heldur upp á stórafmæli á föstudaginn kemur því hann kom í heiminn á 30. október fyrir sextíu árum síðan. Eitt umdeildasta og um leið frægasta mark Diego Maradona á ferlinum var fyrra mark hans á móti Englandi í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona komst þá upp með að skora með hendinni í úrslitakeppni HM og talaði um það eftir leikinn að það hafi verið hendi guðs sem skoraði markið. Skömmu síðar sólaði Maradona sig í gegnum alla ensku vörnina og skoraði sitt annað mark sem er af mörgum talið vera flottasta mark HM-sögunnar. watch on YouTube Argentína vann síðan Belgíu í undanúrslitunum og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum. Maradona tók við bikarnum í mótslok en HM 1986 er talið vera eitt af þeim heimsmeistaramótum sem einn maður komst nálægt því að vinna upp á sitt einsdæmi. Maradona var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum og kom því með beinum hætti að tíu af fjórtán mörkum heimsmeistarana eða 71 prósent markanna. Diego Maradona virðist vera stoltur af því að hafa skorað þetta kolólöglega mark í þessum mikilvæga leik á HM. Hann var í það minnsta tilbúinn að grínast með þetta mark í tilefni stórafmælis síns. Maradona only wants one thing for his 60th birthday pic.twitter.com/uvOxS5vZOs— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Diego Maradona sagði nefnilega bara óska sér eins í afmælisgjöf. Í viðtali við franska blaðið France Football þá talaði um þessa óhefðbundu afmælisósk. Maradona grínaðist nefnilega með það að það eina sem hann óskaði sér væri að skora aftur með hendi guðs á móti enska landsliðinu en fá að nota hina hendina núna. „Mig dreymir um að geta skorað annað mark á móti Englandi en að þessu sinni með hægri hendinni,“ sagði Diego Maradona í viðtalinu við France Football. Maradona hefur margoft varið það að hafa notað hendina og segist þar hafa verið að hefna sín á Englendingum vegna Falklandseyjastríðsins í byrjun níunda áratugarins. We now have detailed statistics for 'The Hand of God' game between Argentina and England at the 1986 World Cup Diego Maradona garnered a perfect WhoScored rating and his iconic goal went down as an aerial duel won Full match centre -- https://t.co/ZiKaRLdEFo pic.twitter.com/a2W9N8BbHV— WhoScored.com (@WhoScored) June 22, 2020 HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona heldur upp á stórafmæli á föstudaginn kemur því hann kom í heiminn á 30. október fyrir sextíu árum síðan. Eitt umdeildasta og um leið frægasta mark Diego Maradona á ferlinum var fyrra mark hans á móti Englandi í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona komst þá upp með að skora með hendinni í úrslitakeppni HM og talaði um það eftir leikinn að það hafi verið hendi guðs sem skoraði markið. Skömmu síðar sólaði Maradona sig í gegnum alla ensku vörnina og skoraði sitt annað mark sem er af mörgum talið vera flottasta mark HM-sögunnar. watch on YouTube Argentína vann síðan Belgíu í undanúrslitunum og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum. Maradona tók við bikarnum í mótslok en HM 1986 er talið vera eitt af þeim heimsmeistaramótum sem einn maður komst nálægt því að vinna upp á sitt einsdæmi. Maradona var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum og kom því með beinum hætti að tíu af fjórtán mörkum heimsmeistarana eða 71 prósent markanna. Diego Maradona virðist vera stoltur af því að hafa skorað þetta kolólöglega mark í þessum mikilvæga leik á HM. Hann var í það minnsta tilbúinn að grínast með þetta mark í tilefni stórafmælis síns. Maradona only wants one thing for his 60th birthday pic.twitter.com/uvOxS5vZOs— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Diego Maradona sagði nefnilega bara óska sér eins í afmælisgjöf. Í viðtali við franska blaðið France Football þá talaði um þessa óhefðbundu afmælisósk. Maradona grínaðist nefnilega með það að það eina sem hann óskaði sér væri að skora aftur með hendi guðs á móti enska landsliðinu en fá að nota hina hendina núna. „Mig dreymir um að geta skorað annað mark á móti Englandi en að þessu sinni með hægri hendinni,“ sagði Diego Maradona í viðtalinu við France Football. Maradona hefur margoft varið það að hafa notað hendina og segist þar hafa verið að hefna sín á Englendingum vegna Falklandseyjastríðsins í byrjun níunda áratugarins. We now have detailed statistics for 'The Hand of God' game between Argentina and England at the 1986 World Cup Diego Maradona garnered a perfect WhoScored rating and his iconic goal went down as an aerial duel won Full match centre -- https://t.co/ZiKaRLdEFo pic.twitter.com/a2W9N8BbHV— WhoScored.com (@WhoScored) June 22, 2020
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira