Fylltu stúkuna sína af fimmtán þúsund böngsum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 11:31 Stúkan á Abe Lenstra Stadium var full á leik Heerenveen og Emmen þótt að áhorfendur væru bannaðir. EPA-EFE/COR LASKER Það voru engir áhorfendur í stúkunni á síðasta leik hollenska liðsins Heerenveen en stúkan á heimavelli liðsins var þó langt frá því að vera tóm. Gamla Íslendingaliðið Heerenveen í Hollandi nýtti áhorfendabannið í Hollandi til góðra verka á dögunum. Heerenveen ákvað að safna fyrir krabbameinsveik börn en gera það á nýstárlegan hátt. Heerenveen mætti FC Emmen í hollensku deildinni á föstudaginn og áhorfendur voru bannaðir vegna sóttvarnarreglna í landinu en líkt og annars staðar í Evrópu þá eru Hollendingar að berjast við aðra bylgju í kórónuveirufaraldrinum. Forráðamenn Heerenveen vildu ekki hafa stúkuna tóma og fundu leið til að bæta úr því og styrkja um leiðinni gott málefni. Dutch club Heerenveen filled their stadium with 15,000 teddy bears on Saturday. Each bear represented a child affected by cancer in the country. They were all sold within 24 hours, raising over 230,000 for local children's charities pic.twitter.com/dI8qLLv31Y— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Heerenveen fór í samstarf við KiKa og lyfjafyrirtækið MSD en þau kvöttu stuðningsmenn hollenska liðsins til að kaupa lítinn bangsa og um leið vekja athygli á stöðu barna með krabbamein í Hollandi. Stuðningsmenn Heerenveen létu sitt ekki eftir liggja heldur keyptu upp alla fimmtán þúsund bangsana sem voru í boði og það á fyrsta sólarhringnum eftir þeir fóru í sölu. Samtals safnaði meira en 230 þúsund evrur, 38 milljónir í íslenskum krónum, sem munu fara í þetta mikilvæga og þarfa málefni. Allir þessir fimmtán þúsund bangsar voru síðan klæddir í búning Heerenveen og var síðan stillt upp út um alla stúku á mjög myndrænan hátt. Þetta hafði líka góð áhrif á leikmenn Heerenveen sem unnu leikinn sannfærandi 4-0. Hér fyrir neðan má sjá sviðmyndir frá leiknum. watch on YouTube Hollenski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Það voru engir áhorfendur í stúkunni á síðasta leik hollenska liðsins Heerenveen en stúkan á heimavelli liðsins var þó langt frá því að vera tóm. Gamla Íslendingaliðið Heerenveen í Hollandi nýtti áhorfendabannið í Hollandi til góðra verka á dögunum. Heerenveen ákvað að safna fyrir krabbameinsveik börn en gera það á nýstárlegan hátt. Heerenveen mætti FC Emmen í hollensku deildinni á föstudaginn og áhorfendur voru bannaðir vegna sóttvarnarreglna í landinu en líkt og annars staðar í Evrópu þá eru Hollendingar að berjast við aðra bylgju í kórónuveirufaraldrinum. Forráðamenn Heerenveen vildu ekki hafa stúkuna tóma og fundu leið til að bæta úr því og styrkja um leiðinni gott málefni. Dutch club Heerenveen filled their stadium with 15,000 teddy bears on Saturday. Each bear represented a child affected by cancer in the country. They were all sold within 24 hours, raising over 230,000 for local children's charities pic.twitter.com/dI8qLLv31Y— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Heerenveen fór í samstarf við KiKa og lyfjafyrirtækið MSD en þau kvöttu stuðningsmenn hollenska liðsins til að kaupa lítinn bangsa og um leið vekja athygli á stöðu barna með krabbamein í Hollandi. Stuðningsmenn Heerenveen létu sitt ekki eftir liggja heldur keyptu upp alla fimmtán þúsund bangsana sem voru í boði og það á fyrsta sólarhringnum eftir þeir fóru í sölu. Samtals safnaði meira en 230 þúsund evrur, 38 milljónir í íslenskum krónum, sem munu fara í þetta mikilvæga og þarfa málefni. Allir þessir fimmtán þúsund bangsar voru síðan klæddir í búning Heerenveen og var síðan stillt upp út um alla stúku á mjög myndrænan hátt. Þetta hafði líka góð áhrif á leikmenn Heerenveen sem unnu leikinn sannfærandi 4-0. Hér fyrir neðan má sjá sviðmyndir frá leiknum. watch on YouTube
Hollenski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira