Njósnir Liverpool um Ísak Bergmann í slúðrinu hjá BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 09:30 Ísak Bergmann Jóhannesson í treyju Norrköping en svo gæti farið að félagið selji strákinn á næstunni. Instagram/@ifknorrkoping Þær verða háværari og háværari fréttirnar frá Svíþjóð um áhuga stórliðanna á íslenska unglingalandsliðsmanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sænsku blöðin Expressen og Aftonbladet fjalla bæði um njósnir Liverpool og áhuga liða eins og Manchester United og Juventus á stráknum. Þetta ratar síðan alla leið inn í slúðrið hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Liverpool are believed to be the latest club to scout Iceland Under-21s midfielder Isak Bergmann Johannesson.Latest football gossip https://t.co/puOX4Nkuho #bbcfootball #LFC pic.twitter.com/b0M3VWTDgw— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Expressen talar um áhuga risalið á tveimur ungum leikmönnum í sænsku deildinni, hinum sautján ára gamla Ísaki Bergmann Jóhannessyni hjá IFK Norrköping og hinum átján ára gamla Paulos Abraham hjá AIK. Expressen segir frá fréttum af því að bæði Manchester United og Juventus hafi sent sína njósnara til að sjá Ísak Bergmann spila. Stóru liðin hafa ekki sama áhuga á Paulos Abraham sem er orðaður við lið eins og Fiorentina og Feyenoord. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, ræddi komu njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping en þar var á ferðinni maður að nafni Mads Jörgensen. „Þú getur nefnt öll tíu bestu félögin í Evrópu. Það hafa allir komið til að skoða hann og þau eru öll forvitin. Þannig virkar þetta þegar svona ungur leikmaður spilar vel í svona langan tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. „Hann hefur spilað með 21 árs landsliði Íslands og saga Norrköping með unga leikmenn er vel þekkt. Liverpool er eitt af þessum félögum en það eru önnur líka. Þetta er bara skemmtilegt fyrir félagið sem og fyrir Ísak sjálfan,“ sagði Torbjörnsen en getur Norrköping haldið Ísaki í vetur. „Það er erfitt að segja. Félag með mikla peninga getur birst á morgun eða eftir sex mánuði. Það góða er að Ísak er rólegur yfir þessu. Hhann fær góð ráð og á góða fjölskyldu. Það er ekkert stress hjá Norrköping og það mikilvægasta er að taka rétta ákvörðun og taka sinn tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. 17 year-old Ísak Bergmann Jóhannesson in his first full season for Norrköping in the Allsvenskan: 23 Games 3 Goals 8 Assists In the last week both Liverpool and #MUFC have sent scouts to watch the young Icelandic U21 international. pic.twitter.com/BegpsU3K4X— Soccer Manager Games (@SoccerManager) October 27, 2020 Enski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Þær verða háværari og háværari fréttirnar frá Svíþjóð um áhuga stórliðanna á íslenska unglingalandsliðsmanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sænsku blöðin Expressen og Aftonbladet fjalla bæði um njósnir Liverpool og áhuga liða eins og Manchester United og Juventus á stráknum. Þetta ratar síðan alla leið inn í slúðrið hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Liverpool are believed to be the latest club to scout Iceland Under-21s midfielder Isak Bergmann Johannesson.Latest football gossip https://t.co/puOX4Nkuho #bbcfootball #LFC pic.twitter.com/b0M3VWTDgw— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Expressen talar um áhuga risalið á tveimur ungum leikmönnum í sænsku deildinni, hinum sautján ára gamla Ísaki Bergmann Jóhannessyni hjá IFK Norrköping og hinum átján ára gamla Paulos Abraham hjá AIK. Expressen segir frá fréttum af því að bæði Manchester United og Juventus hafi sent sína njósnara til að sjá Ísak Bergmann spila. Stóru liðin hafa ekki sama áhuga á Paulos Abraham sem er orðaður við lið eins og Fiorentina og Feyenoord. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, ræddi komu njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping en þar var á ferðinni maður að nafni Mads Jörgensen. „Þú getur nefnt öll tíu bestu félögin í Evrópu. Það hafa allir komið til að skoða hann og þau eru öll forvitin. Þannig virkar þetta þegar svona ungur leikmaður spilar vel í svona langan tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. „Hann hefur spilað með 21 árs landsliði Íslands og saga Norrköping með unga leikmenn er vel þekkt. Liverpool er eitt af þessum félögum en það eru önnur líka. Þetta er bara skemmtilegt fyrir félagið sem og fyrir Ísak sjálfan,“ sagði Torbjörnsen en getur Norrköping haldið Ísaki í vetur. „Það er erfitt að segja. Félag með mikla peninga getur birst á morgun eða eftir sex mánuði. Það góða er að Ísak er rólegur yfir þessu. Hhann fær góð ráð og á góða fjölskyldu. Það er ekkert stress hjá Norrköping og það mikilvægasta er að taka rétta ákvörðun og taka sinn tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. 17 year-old Ísak Bergmann Jóhannesson in his first full season for Norrköping in the Allsvenskan: 23 Games 3 Goals 8 Assists In the last week both Liverpool and #MUFC have sent scouts to watch the young Icelandic U21 international. pic.twitter.com/BegpsU3K4X— Soccer Manager Games (@SoccerManager) October 27, 2020
Enski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira