Ráðgjafar sameinast undir merkjum Stratagem Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. október 2020 06:56 Fv.: Ása Karin Hólm Bjarnadóttir, Þórður Sverrison og Sigurjón Þórðarson. Vísir/Aðsent Þrír fyrrum starfsmenn Capacent hafa sameinast undir merkjum ráðgjafafyrirtækisins Stratagem, en félagið var stofnað nýverið. Eigendur eru Ása Karin Bjarnadóttir, Sigurjón Þórðarson og Þórður Sverrison. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að nafnið Stratagem þýði herkænska í baráttu eða skapandi leðir til að ná markmiðum og árangri. Framkvæmdastjóri er Þórður Sverrison. Þórður er með meistarapróf frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, CBS. Þórður hefur starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags og stjórnunar, markaðsmála og þjónustu í 25 ár. Þá hefur hann verið aðjúnkt í Háskóla Íslands um árabil. Þórður gaf út bókina Forskot fyrir nokkrum árum síðan, en hún er fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um lykilviðfangsefni í stjórnun fyrirtækja, stefnumótun og framtíðarsýn, skipulag og margvísleg viðfangsefni í markaðsstarfi. Ása Karin er með meistarapróf frá Odense Universitet. Ása hefur veitt fjölbreyttum hópi viðskiptavina ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags- og mannauðsmála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið að ýmis konar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum, ekki síst þeim sem snúið hafa að stjórnendaþjálfun og öðrum mannauðsmálum. Ása Karin er vottaður markþjálfi og hefur komið töluvert að þjálfun og kennslu. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ og hefur frá árinu 2005 starfað sem ráðgjafi á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Sigurjón hefur unnið með fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri og undanfarið unnið að greiningu um velsæld fyrirtækja og breytingum í kjölfar þess. Sigurjón er menntaður framhaldsskólakennari auk þess að vera matreiðslumeistari með meira en 20 ára reynslu í veitinga og ferðaþjónustu. „Reynsla okkar og praktísk nálgun við lausn viðfangsefna, er að okkar mati mikilvæg, ekki síst á erfiðum tímum í atvinnulífinu í dag. Okkar styrkur liggur ekki síst í að hjálpa stjórnendum við að fókusera á það skiptir mestu máli í dag. Skerpa á stefnu og framtíðarsýn, skerpa á skipulagi og stjórnun, og efla liðsheild og öfluga menningu fyrirtækja,“ er haft eftir Þórði í fréttatilkynningu. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Þrír fyrrum starfsmenn Capacent hafa sameinast undir merkjum ráðgjafafyrirtækisins Stratagem, en félagið var stofnað nýverið. Eigendur eru Ása Karin Bjarnadóttir, Sigurjón Þórðarson og Þórður Sverrison. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að nafnið Stratagem þýði herkænska í baráttu eða skapandi leðir til að ná markmiðum og árangri. Framkvæmdastjóri er Þórður Sverrison. Þórður er með meistarapróf frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, CBS. Þórður hefur starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags og stjórnunar, markaðsmála og þjónustu í 25 ár. Þá hefur hann verið aðjúnkt í Háskóla Íslands um árabil. Þórður gaf út bókina Forskot fyrir nokkrum árum síðan, en hún er fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um lykilviðfangsefni í stjórnun fyrirtækja, stefnumótun og framtíðarsýn, skipulag og margvísleg viðfangsefni í markaðsstarfi. Ása Karin er með meistarapróf frá Odense Universitet. Ása hefur veitt fjölbreyttum hópi viðskiptavina ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags- og mannauðsmála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið að ýmis konar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum, ekki síst þeim sem snúið hafa að stjórnendaþjálfun og öðrum mannauðsmálum. Ása Karin er vottaður markþjálfi og hefur komið töluvert að þjálfun og kennslu. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ og hefur frá árinu 2005 starfað sem ráðgjafi á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Sigurjón hefur unnið með fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri og undanfarið unnið að greiningu um velsæld fyrirtækja og breytingum í kjölfar þess. Sigurjón er menntaður framhaldsskólakennari auk þess að vera matreiðslumeistari með meira en 20 ára reynslu í veitinga og ferðaþjónustu. „Reynsla okkar og praktísk nálgun við lausn viðfangsefna, er að okkar mati mikilvæg, ekki síst á erfiðum tímum í atvinnulífinu í dag. Okkar styrkur liggur ekki síst í að hjálpa stjórnendum við að fókusera á það skiptir mestu máli í dag. Skerpa á stefnu og framtíðarsýn, skerpa á skipulagi og stjórnun, og efla liðsheild og öfluga menningu fyrirtækja,“ er haft eftir Þórði í fréttatilkynningu.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira