Biden, Trump og 73 milljónir Bandaríkjamanna búnir að kjósa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 22:40 Donald Trump og Joe Biden. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er búinn að kjósa í forsetakosningunum sem haldnar verða í Bandaríkjunum eftir tæpa viku. Gríðarlegur fjöldi samlanda hans er þegar búinn að kjósa, þar á meðal mótframbjóðandi hans og forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem kaus á laugardaginn. „Jæja, ég var að kjósa,“ sagði Biden er hann ræddi við fjölmiðlamenn í heimabæ hans Wilmington í Delaware í Bandaríkjunum. Biden nýtti athyglina til þess að ræða um áætlanir sínar í heilbrigðismálum verði hann kjörinn forseti. Trump greiddi atkvæði í Flórída á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa „kosið mann að nafni Trump.“ Samkvæmt samantekt Washington Post hafa alls 73,3 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið í kosningunum. Athygli vekur að sú tala er um helmingur heildaratkvæða sem greidd voru í síðustu forsetakosningum þegar 139 milljónir Bandaríkjamanna nýttu kosningarétt sinn. Þá kusu um fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna áður en kjördagur rann upp. Þessi mikli fjöldi utankjörfundaratkvæða getur bent til þess að kjörsókn í komandi kosningum verði sú mesta í meira en heila öld. Þá er fjöldinn einnig talinn til marks um mikinn áhuga á baráttu þeirra Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, um embættið en líka að kjósendur vilji forðast að verða útsettir fyrir kórónuveirusmiti á kjörstað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er búinn að kjósa í forsetakosningunum sem haldnar verða í Bandaríkjunum eftir tæpa viku. Gríðarlegur fjöldi samlanda hans er þegar búinn að kjósa, þar á meðal mótframbjóðandi hans og forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem kaus á laugardaginn. „Jæja, ég var að kjósa,“ sagði Biden er hann ræddi við fjölmiðlamenn í heimabæ hans Wilmington í Delaware í Bandaríkjunum. Biden nýtti athyglina til þess að ræða um áætlanir sínar í heilbrigðismálum verði hann kjörinn forseti. Trump greiddi atkvæði í Flórída á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa „kosið mann að nafni Trump.“ Samkvæmt samantekt Washington Post hafa alls 73,3 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið í kosningunum. Athygli vekur að sú tala er um helmingur heildaratkvæða sem greidd voru í síðustu forsetakosningum þegar 139 milljónir Bandaríkjamanna nýttu kosningarétt sinn. Þá kusu um fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna áður en kjördagur rann upp. Þessi mikli fjöldi utankjörfundaratkvæða getur bent til þess að kjörsókn í komandi kosningum verði sú mesta í meira en heila öld. Þá er fjöldinn einnig talinn til marks um mikinn áhuga á baráttu þeirra Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, um embættið en líka að kjósendur vilji forðast að verða útsettir fyrir kórónuveirusmiti á kjörstað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira