Íslensku CrossFit stelpurnar eru 7-1 yfir á móti þeim bandarísku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir með hinum fimm sem komust á verðaunapall heimsleikanna í ár. Twitter/@CrossFitGames Bandaríkjamenn fögnuðu því um síðustu helgi að eignast loksins konu á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit. Bandaríkjamenn bjuggu til CrossFit íþróttina og halda hana á sínum heimavelli en fulltrúar annarra þjóða hafa staðið sig mun betur í kvennaflokki. Í karlaflokki eru Bandaríkjamenn í yfirburðastöðu með Mat Fraser í fararbroddi en þegar kemur að konunum þá er það litla Ísland sem er að gera miklu betur en bandaríska stórveldið. Það var reyndar vitað fyrir fram að Bandaríkin myndi enda eyðimerkurgöngu sína eftir verðlaunapeningi því Bandaríkjamenn áttu þrjá af fimm keppendum í kvennaflokki í ofurúrslitum heimsleikanna. Ástralinn Tia-Clair Toomey vann yfirburðasigur á heimsleikunum í ár en hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi mikinn styrk með því að tryggja sér annað sætið og silfurverðlaun með magnaðri frammistöðu. View this post on Instagram Your 2020 Reebok CrossFit Games Podium 1. @tiaclair1 (1025) - @thecrossfitmayhem 2. @katrintanja (665) - @cfne 3. @karipearcecrossfit (585) - @dynamixfitness.nyc 4. @haleyadamssss (560) - @thecrossfitmayhem 5. @brookewellss (525) - @ttownfitness 1. @mathewfras (1150) - @thecrossfitmayhem 2. @samuelkwant (605) - @mallardcrossfit 3. @justin_medeiros34 (560) - @cffortvancouver 4. @nohlsen (540) - @peak360fitness 5. @adlerjeff (505) - @crossfitwonderland Prize Payouts 1. US$300,000 2. US$115,000 3. US$75,000 4. US$50,000 5. US$35,000 Event Win Payouts 1. US$3,000 2. US$2,000 3. US$1,000 This is the beginning of a new era for the CrossFit Games. Scroll back through the Games and @CrossFit Instagram feeds and visit Games.CrossFit.com for more coverage. Follow every Games athlete we are following to keep up with the five fittest women and men on Earth. #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #fittestonearth #Workout #CrossFitTraining #Sports @crossfitaffiliates @flsportsguy A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Oct 25, 2020 at 6:05pm PDT Hin bandaríska Kari Pearce hafði síðan betur í baráttunni um þriðja sætið við löndur sínar Haley Adams og Brooke Wells. Kari Pearce tryggði sér bronsið með því að vinna lokagreinina sem var rosalega erfið. Kari Pearce varð þar með fyrsta bandaríska CrossFit konan á verðlaunapalli á heimsleikunum frá árinu 2014. Það er því gaman að bera saman árangur íslensku CrossFit stelpnanna og árangur þeirra bandarísku undanfarin ár. Íslensku stelpurnar eru nefnilega 7-1 yfir á móti Bandaríkjunum i verðlaunum á heimsleikunum frá árinu 2015. Ísland og Ástralía hafa unnið sjö verðlaun í kvennaflokki á síðustu sex heimsleikum eða flest verðlaun allra þjóða. Tia-Clair Toomey hefur unnið sex af þessum verðlaunum Ástrala en hún er með fjögur gull og tvö silfur á síðustu sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir á fjögur af þessum sjö verðlaunum (tvö gull, silfur og brons), Sara Sigmundsdóttir á tvö (2 brons) og Anníe Mist Þórisdóttir á eitt (brons). Anníe Mist hafði auðvitað áður unnið fjögur verðlaun á heimsleikunum sem síðan skila íslensku stelpunum á toppinn þegar við skoðum síðasta áratug. Íslensku CrossFit stelpurnar sjá nefnilega einnig til þess að Ísland er sú þjóð sem hefur unnið flest verðlaun í kvennaflokki á síðustu tíu heimsleikunum í CrossFit. Ísland hefur alls unnið ellefu verðlaun á heimsleikunum frá 2015 eða einu meira en Bandaríkjamenn. Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira
Bandaríkjamenn fögnuðu því um síðustu helgi að eignast loksins konu á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit. Bandaríkjamenn bjuggu til CrossFit íþróttina og halda hana á sínum heimavelli en fulltrúar annarra þjóða hafa staðið sig mun betur í kvennaflokki. Í karlaflokki eru Bandaríkjamenn í yfirburðastöðu með Mat Fraser í fararbroddi en þegar kemur að konunum þá er það litla Ísland sem er að gera miklu betur en bandaríska stórveldið. Það var reyndar vitað fyrir fram að Bandaríkin myndi enda eyðimerkurgöngu sína eftir verðlaunapeningi því Bandaríkjamenn áttu þrjá af fimm keppendum í kvennaflokki í ofurúrslitum heimsleikanna. Ástralinn Tia-Clair Toomey vann yfirburðasigur á heimsleikunum í ár en hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi mikinn styrk með því að tryggja sér annað sætið og silfurverðlaun með magnaðri frammistöðu. View this post on Instagram Your 2020 Reebok CrossFit Games Podium 1. @tiaclair1 (1025) - @thecrossfitmayhem 2. @katrintanja (665) - @cfne 3. @karipearcecrossfit (585) - @dynamixfitness.nyc 4. @haleyadamssss (560) - @thecrossfitmayhem 5. @brookewellss (525) - @ttownfitness 1. @mathewfras (1150) - @thecrossfitmayhem 2. @samuelkwant (605) - @mallardcrossfit 3. @justin_medeiros34 (560) - @cffortvancouver 4. @nohlsen (540) - @peak360fitness 5. @adlerjeff (505) - @crossfitwonderland Prize Payouts 1. US$300,000 2. US$115,000 3. US$75,000 4. US$50,000 5. US$35,000 Event Win Payouts 1. US$3,000 2. US$2,000 3. US$1,000 This is the beginning of a new era for the CrossFit Games. Scroll back through the Games and @CrossFit Instagram feeds and visit Games.CrossFit.com for more coverage. Follow every Games athlete we are following to keep up with the five fittest women and men on Earth. #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #fittestonearth #Workout #CrossFitTraining #Sports @crossfitaffiliates @flsportsguy A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Oct 25, 2020 at 6:05pm PDT Hin bandaríska Kari Pearce hafði síðan betur í baráttunni um þriðja sætið við löndur sínar Haley Adams og Brooke Wells. Kari Pearce tryggði sér bronsið með því að vinna lokagreinina sem var rosalega erfið. Kari Pearce varð þar með fyrsta bandaríska CrossFit konan á verðlaunapalli á heimsleikunum frá árinu 2014. Það er því gaman að bera saman árangur íslensku CrossFit stelpnanna og árangur þeirra bandarísku undanfarin ár. Íslensku stelpurnar eru nefnilega 7-1 yfir á móti Bandaríkjunum i verðlaunum á heimsleikunum frá árinu 2015. Ísland og Ástralía hafa unnið sjö verðlaun í kvennaflokki á síðustu sex heimsleikum eða flest verðlaun allra þjóða. Tia-Clair Toomey hefur unnið sex af þessum verðlaunum Ástrala en hún er með fjögur gull og tvö silfur á síðustu sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir á fjögur af þessum sjö verðlaunum (tvö gull, silfur og brons), Sara Sigmundsdóttir á tvö (2 brons) og Anníe Mist Þórisdóttir á eitt (brons). Anníe Mist hafði auðvitað áður unnið fjögur verðlaun á heimsleikunum sem síðan skila íslensku stelpunum á toppinn þegar við skoðum síðasta áratug. Íslensku CrossFit stelpurnar sjá nefnilega einnig til þess að Ísland er sú þjóð sem hefur unnið flest verðlaun í kvennaflokki á síðustu tíu heimsleikunum í CrossFit. Ísland hefur alls unnið ellefu verðlaun á heimsleikunum frá 2015 eða einu meira en Bandaríkjamenn. Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía
Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía
CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira