Íslensku CrossFit stelpurnar eru 7-1 yfir á móti þeim bandarísku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir með hinum fimm sem komust á verðaunapall heimsleikanna í ár. Twitter/@CrossFitGames Bandaríkjamenn fögnuðu því um síðustu helgi að eignast loksins konu á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit. Bandaríkjamenn bjuggu til CrossFit íþróttina og halda hana á sínum heimavelli en fulltrúar annarra þjóða hafa staðið sig mun betur í kvennaflokki. Í karlaflokki eru Bandaríkjamenn í yfirburðastöðu með Mat Fraser í fararbroddi en þegar kemur að konunum þá er það litla Ísland sem er að gera miklu betur en bandaríska stórveldið. Það var reyndar vitað fyrir fram að Bandaríkin myndi enda eyðimerkurgöngu sína eftir verðlaunapeningi því Bandaríkjamenn áttu þrjá af fimm keppendum í kvennaflokki í ofurúrslitum heimsleikanna. Ástralinn Tia-Clair Toomey vann yfirburðasigur á heimsleikunum í ár en hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi mikinn styrk með því að tryggja sér annað sætið og silfurverðlaun með magnaðri frammistöðu. View this post on Instagram Your 2020 Reebok CrossFit Games Podium 1. @tiaclair1 (1025) - @thecrossfitmayhem 2. @katrintanja (665) - @cfne 3. @karipearcecrossfit (585) - @dynamixfitness.nyc 4. @haleyadamssss (560) - @thecrossfitmayhem 5. @brookewellss (525) - @ttownfitness 1. @mathewfras (1150) - @thecrossfitmayhem 2. @samuelkwant (605) - @mallardcrossfit 3. @justin_medeiros34 (560) - @cffortvancouver 4. @nohlsen (540) - @peak360fitness 5. @adlerjeff (505) - @crossfitwonderland Prize Payouts 1. US$300,000 2. US$115,000 3. US$75,000 4. US$50,000 5. US$35,000 Event Win Payouts 1. US$3,000 2. US$2,000 3. US$1,000 This is the beginning of a new era for the CrossFit Games. Scroll back through the Games and @CrossFit Instagram feeds and visit Games.CrossFit.com for more coverage. Follow every Games athlete we are following to keep up with the five fittest women and men on Earth. #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #fittestonearth #Workout #CrossFitTraining #Sports @crossfitaffiliates @flsportsguy A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Oct 25, 2020 at 6:05pm PDT Hin bandaríska Kari Pearce hafði síðan betur í baráttunni um þriðja sætið við löndur sínar Haley Adams og Brooke Wells. Kari Pearce tryggði sér bronsið með því að vinna lokagreinina sem var rosalega erfið. Kari Pearce varð þar með fyrsta bandaríska CrossFit konan á verðlaunapalli á heimsleikunum frá árinu 2014. Það er því gaman að bera saman árangur íslensku CrossFit stelpnanna og árangur þeirra bandarísku undanfarin ár. Íslensku stelpurnar eru nefnilega 7-1 yfir á móti Bandaríkjunum i verðlaunum á heimsleikunum frá árinu 2015. Ísland og Ástralía hafa unnið sjö verðlaun í kvennaflokki á síðustu sex heimsleikum eða flest verðlaun allra þjóða. Tia-Clair Toomey hefur unnið sex af þessum verðlaunum Ástrala en hún er með fjögur gull og tvö silfur á síðustu sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir á fjögur af þessum sjö verðlaunum (tvö gull, silfur og brons), Sara Sigmundsdóttir á tvö (2 brons) og Anníe Mist Þórisdóttir á eitt (brons). Anníe Mist hafði auðvitað áður unnið fjögur verðlaun á heimsleikunum sem síðan skila íslensku stelpunum á toppinn þegar við skoðum síðasta áratug. Íslensku CrossFit stelpurnar sjá nefnilega einnig til þess að Ísland er sú þjóð sem hefur unnið flest verðlaun í kvennaflokki á síðustu tíu heimsleikunum í CrossFit. Ísland hefur alls unnið ellefu verðlaun á heimsleikunum frá 2015 eða einu meira en Bandaríkjamenn. Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Bandaríkjamenn fögnuðu því um síðustu helgi að eignast loksins konu á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit. Bandaríkjamenn bjuggu til CrossFit íþróttina og halda hana á sínum heimavelli en fulltrúar annarra þjóða hafa staðið sig mun betur í kvennaflokki. Í karlaflokki eru Bandaríkjamenn í yfirburðastöðu með Mat Fraser í fararbroddi en þegar kemur að konunum þá er það litla Ísland sem er að gera miklu betur en bandaríska stórveldið. Það var reyndar vitað fyrir fram að Bandaríkin myndi enda eyðimerkurgöngu sína eftir verðlaunapeningi því Bandaríkjamenn áttu þrjá af fimm keppendum í kvennaflokki í ofurúrslitum heimsleikanna. Ástralinn Tia-Clair Toomey vann yfirburðasigur á heimsleikunum í ár en hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi mikinn styrk með því að tryggja sér annað sætið og silfurverðlaun með magnaðri frammistöðu. View this post on Instagram Your 2020 Reebok CrossFit Games Podium 1. @tiaclair1 (1025) - @thecrossfitmayhem 2. @katrintanja (665) - @cfne 3. @karipearcecrossfit (585) - @dynamixfitness.nyc 4. @haleyadamssss (560) - @thecrossfitmayhem 5. @brookewellss (525) - @ttownfitness 1. @mathewfras (1150) - @thecrossfitmayhem 2. @samuelkwant (605) - @mallardcrossfit 3. @justin_medeiros34 (560) - @cffortvancouver 4. @nohlsen (540) - @peak360fitness 5. @adlerjeff (505) - @crossfitwonderland Prize Payouts 1. US$300,000 2. US$115,000 3. US$75,000 4. US$50,000 5. US$35,000 Event Win Payouts 1. US$3,000 2. US$2,000 3. US$1,000 This is the beginning of a new era for the CrossFit Games. Scroll back through the Games and @CrossFit Instagram feeds and visit Games.CrossFit.com for more coverage. Follow every Games athlete we are following to keep up with the five fittest women and men on Earth. #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #fittestonearth #Workout #CrossFitTraining #Sports @crossfitaffiliates @flsportsguy A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Oct 25, 2020 at 6:05pm PDT Hin bandaríska Kari Pearce hafði síðan betur í baráttunni um þriðja sætið við löndur sínar Haley Adams og Brooke Wells. Kari Pearce tryggði sér bronsið með því að vinna lokagreinina sem var rosalega erfið. Kari Pearce varð þar með fyrsta bandaríska CrossFit konan á verðlaunapalli á heimsleikunum frá árinu 2014. Það er því gaman að bera saman árangur íslensku CrossFit stelpnanna og árangur þeirra bandarísku undanfarin ár. Íslensku stelpurnar eru nefnilega 7-1 yfir á móti Bandaríkjunum i verðlaunum á heimsleikunum frá árinu 2015. Ísland og Ástralía hafa unnið sjö verðlaun í kvennaflokki á síðustu sex heimsleikum eða flest verðlaun allra þjóða. Tia-Clair Toomey hefur unnið sex af þessum verðlaunum Ástrala en hún er með fjögur gull og tvö silfur á síðustu sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir á fjögur af þessum sjö verðlaunum (tvö gull, silfur og brons), Sara Sigmundsdóttir á tvö (2 brons) og Anníe Mist Þórisdóttir á eitt (brons). Anníe Mist hafði auðvitað áður unnið fjögur verðlaun á heimsleikunum sem síðan skila íslensku stelpunum á toppinn þegar við skoðum síðasta áratug. Íslensku CrossFit stelpurnar sjá nefnilega einnig til þess að Ísland er sú þjóð sem hefur unnið flest verðlaun í kvennaflokki á síðustu tíu heimsleikunum í CrossFit. Ísland hefur alls unnið ellefu verðlaun á heimsleikunum frá 2015 eða einu meira en Bandaríkjamenn. Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía
Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira