Ísak segir fimmtán ára frænda sinn vera betri en hann var á sama aldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 09:31 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með unglingalandsliði Íslands. Getty/Piaras Ó Mídheach Expressen skrifar mikið um framtíð íslenska unglingalandsliðsmannsins Ísaks Bergmann Jóhannessonar sem sænska blaðið orðar við mörg af stærstu fótboltaklúbbum Evrópu. Blaðamaður Expressen gengur líka svo langt að vera búinn að finna eftirmann Ísaks hjá Norrköping og sá er kemur úr sömu fjölskyldunni ofan af Skipaskaga. Njósnari Norrköping segir frá því að tíu af stærstu klúbbum Evrópu hafa sýnt Ísaki áhuga en þessi sautján ára strákur er þegar kominn í lykilhlutverk í sænsku úrvalsdeildinni sem og í íslenska 21 árs landsliðinu. Anel Avdic á Expressen ræddi við Ísak eftir síðasta leik Norrköping þar sem vitað var af njósnara Liverpool í stúkunni. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 Avdic var nánast búinn að ákveða það að Norrköping myndi selja Ísak Bergmann í vetur og spurði Ísak út í það hvort frændi hans Jóhannes Kristinn Bjarnason myndi jafnvel koma í staðinn fyrir hann. Ísak Bergmann og Jóhannes Kristinn eru synir bræðranna Jóhannes Karls Guðjónssonar og Bjarna Guðjónssonar sem náðu því á einum tímapunkti að spila saman með íslenska A-landsliðinu og þá var eldri bróðir þeirra Þórður einnig með. Ef marka má orð Ísaks þá gætu þeir frændur jafnvel spilað saman með íslenska A-landsliðinu í framtíðinni. View this post on Instagram Þri r ungir leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik fyrir fe lagið þeir Birgir Steinn, Jo hannes og Valdimar Daði Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og gerði Ægir Jarl markið #allirsemeinn A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) on Jun 1, 2020 at 2:02pm PDT Jóhannes Kristinn Bjarnason er núna á reynslu hjá Norrköping og fær á meðan að búa hjá Ísaki frænda sínum. Hann er hér í miðjunni á myndinni hér fyrir ofan en hún var tekin þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik með KR. „Hann er búinn að vera að æfa með okkur í eina viku. Feður okkar eru bræður. Hann er mjög góður miðjumaður og framherji. Hann er betri en ég var þegar ég var fimmtán ára. Hann getur líka spilað frammi,“ sagði Ísak. „Hann er kannski betri en ég var þegar ég kom hingað. Það er mjög gaman að hafa hann hér. Við spiluðum fótbolta saman þegar við vorum yngri. Það er því mjög skemmtilegt að hann sé hér í Norrköping. Hann ræður vel við hraðann á æfingunum,“ sagði Ísak. „Þegar þú ferð til United, mun Jóhannes þá taka við af þér,“ spyr sænski blaðamaðurinn. Ísak hlær og svarar svo: „Við sjáum til, við sjáum til.“ Sænski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Sjá meira
Expressen skrifar mikið um framtíð íslenska unglingalandsliðsmannsins Ísaks Bergmann Jóhannessonar sem sænska blaðið orðar við mörg af stærstu fótboltaklúbbum Evrópu. Blaðamaður Expressen gengur líka svo langt að vera búinn að finna eftirmann Ísaks hjá Norrköping og sá er kemur úr sömu fjölskyldunni ofan af Skipaskaga. Njósnari Norrköping segir frá því að tíu af stærstu klúbbum Evrópu hafa sýnt Ísaki áhuga en þessi sautján ára strákur er þegar kominn í lykilhlutverk í sænsku úrvalsdeildinni sem og í íslenska 21 árs landsliðinu. Anel Avdic á Expressen ræddi við Ísak eftir síðasta leik Norrköping þar sem vitað var af njósnara Liverpool í stúkunni. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 Avdic var nánast búinn að ákveða það að Norrköping myndi selja Ísak Bergmann í vetur og spurði Ísak út í það hvort frændi hans Jóhannes Kristinn Bjarnason myndi jafnvel koma í staðinn fyrir hann. Ísak Bergmann og Jóhannes Kristinn eru synir bræðranna Jóhannes Karls Guðjónssonar og Bjarna Guðjónssonar sem náðu því á einum tímapunkti að spila saman með íslenska A-landsliðinu og þá var eldri bróðir þeirra Þórður einnig með. Ef marka má orð Ísaks þá gætu þeir frændur jafnvel spilað saman með íslenska A-landsliðinu í framtíðinni. View this post on Instagram Þri r ungir leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik fyrir fe lagið þeir Birgir Steinn, Jo hannes og Valdimar Daði Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og gerði Ægir Jarl markið #allirsemeinn A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) on Jun 1, 2020 at 2:02pm PDT Jóhannes Kristinn Bjarnason er núna á reynslu hjá Norrköping og fær á meðan að búa hjá Ísaki frænda sínum. Hann er hér í miðjunni á myndinni hér fyrir ofan en hún var tekin þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik með KR. „Hann er búinn að vera að æfa með okkur í eina viku. Feður okkar eru bræður. Hann er mjög góður miðjumaður og framherji. Hann er betri en ég var þegar ég var fimmtán ára. Hann getur líka spilað frammi,“ sagði Ísak. „Hann er kannski betri en ég var þegar ég kom hingað. Það er mjög gaman að hafa hann hér. Við spiluðum fótbolta saman þegar við vorum yngri. Það er því mjög skemmtilegt að hann sé hér í Norrköping. Hann ræður vel við hraðann á æfingunum,“ sagði Ísak. „Þegar þú ferð til United, mun Jóhannes þá taka við af þér,“ spyr sænski blaðamaðurinn. Ísak hlær og svarar svo: „Við sjáum til, við sjáum til.“
Sænski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn