Guðmundur Andri Tryggvason og samherjar hans í norska úrvalsdeildarliðinu Start eru á leið í sóttkví næstu vikurnar. Sömu sögu má segja af þjálfaranum Jóhannesi Harðarsyni.
Guðmundur Andri og félagar höfðu undanfarna rúma viku verið í æfingaferð á Marbella á Spáni en kórónuveiran hefur dreifst hratt á Spáni undanfarna daga. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start.
Ef marka má samfélagsmiðla liðsins þá hefur það verið þrautarinnar virði að komast til baka til Noregs en það hefur tekist.
Framundan er því fjórtán daga sóttkví hjá Start sem þarf ekki að hafa miklar áhyggjur því frestað hefur verið norsku úrvalsdeildinni. Hún átti að hefajst í apríl en hefur nú verið frestað til fyrsta lagi í byrjun maí.
Guðmundur Andri varð bikarmeistari með Víkingi á síðustu leiktíð þar sem hann var í lykilhlutverki en hann er nú snúinn til baka til norska liðsins. Hann hefur gert það gott á undirbúningstímabilinu.
Da er gutta endelig hjemme i Norge! Nå venter bare en liten busstur hjem fra Gardermoen før de kan gå i gang med hjemmekarantene i Kristiansand
— IK Start (@ikstart) March 15, 2020
Alle er friske, men Jonas sliter litt med ryggen. #ikstart #corona #esnball pic.twitter.com/dTpSZPg7pr