Segir langan og erfiðan vetur framundan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 21:27 Þjóðverjar eru gjarnir á að ganga með grímur. Þessi mynd er tekin í Leipzig. Getty/Jens Schlueter Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað en 89 létust síðasta sólarhringinn af völdum veirunnar í Þýskalandi. Í dag mældust 16,774 ný tilfelli þar í landi en aldrei hafa fleiri tilfelli verið skráð á einum degi í Þýskalandi. Merkel ávarpaði þýska þingið í dag þar sem hún færði rök fyrir nauðsyn hertra aðgerða. „Veturinn verður erfiður, þetta verða fjórir langir og erfiðir mánuðir. Þetta mun hins vegar taka endi,“ sagði Merkel er hún brýndi samlanda sína til dáða. Þingmenn öfgahægriflokksins Alternative für Deutschland voru ekki sáttir við ræðu Merkel og létu hana heyra það á meðan á ræðu hennar stóð. Leiðtogi flokksins sagði ríkisstjórn Merkels vera kórónuveirueinræðisstjórn. Merkel svaraði því hins vegar til að upplýsingaóreiða og samsæriskenningar væri ekki gagnlegar í baráttunni við veiruna. Hertar aðgerðir taka sem fyrr segir gildi á mánudaginn og munu þær vera í gildi til loka næsta mánaðar. Skólar og leikskólar verða áfram opnir og miðast samkomutakmarkanir við meðlimi tveggja heimila að hámarki tíu manns. Smærri fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar muni geta sótt um að fá 75 prósent af tekjum nóvembermánaðar á síðasta ári. Alls hafa 487 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi og þar af hafa rúmlega tíu þúsund látið lífið. Heildarfjölli tilfella síðustu tvær vikurnar er 130 þúsund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað en 89 létust síðasta sólarhringinn af völdum veirunnar í Þýskalandi. Í dag mældust 16,774 ný tilfelli þar í landi en aldrei hafa fleiri tilfelli verið skráð á einum degi í Þýskalandi. Merkel ávarpaði þýska þingið í dag þar sem hún færði rök fyrir nauðsyn hertra aðgerða. „Veturinn verður erfiður, þetta verða fjórir langir og erfiðir mánuðir. Þetta mun hins vegar taka endi,“ sagði Merkel er hún brýndi samlanda sína til dáða. Þingmenn öfgahægriflokksins Alternative für Deutschland voru ekki sáttir við ræðu Merkel og létu hana heyra það á meðan á ræðu hennar stóð. Leiðtogi flokksins sagði ríkisstjórn Merkels vera kórónuveirueinræðisstjórn. Merkel svaraði því hins vegar til að upplýsingaóreiða og samsæriskenningar væri ekki gagnlegar í baráttunni við veiruna. Hertar aðgerðir taka sem fyrr segir gildi á mánudaginn og munu þær vera í gildi til loka næsta mánaðar. Skólar og leikskólar verða áfram opnir og miðast samkomutakmarkanir við meðlimi tveggja heimila að hámarki tíu manns. Smærri fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar muni geta sótt um að fá 75 prósent af tekjum nóvembermánaðar á síðasta ári. Alls hafa 487 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi og þar af hafa rúmlega tíu þúsund látið lífið. Heildarfjölli tilfella síðustu tvær vikurnar er 130 þúsund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira