Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2020 08:59 Íbúar í Boston í biðröð fyrir utan kjörstað. Anik Rahman/Getty Images Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. Frá þessu greinir Reuters fréttaveitan og vitnar í gögn frá háskólanum í Florida. Þessi fjöldi gefur sterklega til kynna að kjörsókn í kosningunum verði sú mesta í rúmlega hundrað ár. Nú þegar hefur kjörsóknin náð 58 prósentum af heildarkjörsókn síðustu kosninga árið 2016 en fólk hefur nýtt sér póstatkvæði og utankjörfundaratkvæðagreiðslur í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Kórónuveiran hefur spilað þar stóra rullu en áhuginn á kosningunum virðist einnig mun meiri en áður. Demókratar taldir líklegri til að græða á aukinni þátttöku Talið er líklegt að demókratar muni græða meira á þessari miklu þátttöku en Donald Trump forseti hefur harðlega gagnrýnt póstatkvæðin og segir þau ávísun á stórfellt kosningasvindl. Sérfræðingar telja víst að þátttakan í heildina verði mun meiri en árið 2016 þegar 138 milljónir Bandaríkjamanna tóku þátt en þá höfðu aðeins 47 milljónir kosið fyrir sjálfan kjördaginn en nú stendur sú tala í 80 milljónum eins og áður sagði, og enn eru nokkrir dagar til kosninga. Í tölum frá tuttugu ríkjum, þar sem flokkshollusta kjósenda er gefin upp, sést að rúmlega átján milljónir demókrata hafa þegar kosið á móti rúmlega ellefu milljónum repúblikana og tæplega níu milljónum óflokksbundinna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Sjá meira
Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. Frá þessu greinir Reuters fréttaveitan og vitnar í gögn frá háskólanum í Florida. Þessi fjöldi gefur sterklega til kynna að kjörsókn í kosningunum verði sú mesta í rúmlega hundrað ár. Nú þegar hefur kjörsóknin náð 58 prósentum af heildarkjörsókn síðustu kosninga árið 2016 en fólk hefur nýtt sér póstatkvæði og utankjörfundaratkvæðagreiðslur í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Kórónuveiran hefur spilað þar stóra rullu en áhuginn á kosningunum virðist einnig mun meiri en áður. Demókratar taldir líklegri til að græða á aukinni þátttöku Talið er líklegt að demókratar muni græða meira á þessari miklu þátttöku en Donald Trump forseti hefur harðlega gagnrýnt póstatkvæðin og segir þau ávísun á stórfellt kosningasvindl. Sérfræðingar telja víst að þátttakan í heildina verði mun meiri en árið 2016 þegar 138 milljónir Bandaríkjamanna tóku þátt en þá höfðu aðeins 47 milljónir kosið fyrir sjálfan kjördaginn en nú stendur sú tala í 80 milljónum eins og áður sagði, og enn eru nokkrir dagar til kosninga. Í tölum frá tuttugu ríkjum, þar sem flokkshollusta kjósenda er gefin upp, sést að rúmlega átján milljónir demókrata hafa þegar kosið á móti rúmlega ellefu milljónum repúblikana og tæplega níu milljónum óflokksbundinna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Sjá meira
Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02