Flokkarnir fá tæpa þrjá milljarða úr ríkissjóði til eigin reksturs Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2020 12:12 Þingmenn hafa ákveðið að framlög til flokka sinna verði á næsta ári 728 milljónir króna. visir/vilhelm Þeir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi, átta talsins, fá 728 milljónir úr ríkissjóði til að reka sig og sitt batterí á næsta ári. Á þessu kjörtímabili er það fé sem rennur beint til flokkanna tæpir þrír milljaðrar. Þetta kemur fram í Kjarnanum. „Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári,“ segir þar. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi munu flokkarnir skipta með sér rúmum 728 milljónum króna á árinu 2021, síðasta ári kjörtímabilsins en næstu alþingiskosningar eru í september að ári. Meintar andlýðræðislegar gripdeildir „Það er sama upphæð og áætlað er að stjórnmálaflokkarnir fái úr ríkissjóði í ár. Árið 2018, sem var fyrsta heila ár kjörtímabilsins, fengu þeir 648 milljónir króna og árið 2019 hæsta framlag sitt frá upphafi, 744 milljónir króna.“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans bendir á að þingmenn rifi hvergi seglin þegar framlög til þeirra sjálfra er um að ræða. Gunnar Smári segir að þetta sé andlýðræðislegt, mismunun sem stuðli að því að halda kerfinu lokuðu. Gunnar Smári Egilsson félagi í Sósíalistaflokknum, sem samkvæmt síðustu skoðanakönnun MMR er líklegt til að koma að fólki á þing eftir næstu kosningar segir þá sem þar skammta sér sjálfir fé spari sig ekki hvergi. „Þessar gripdeildir úr ríkissjóði eru framdir í nafni lýðræðis en eru í raun andlýðræðislegar. Framlög úr ríkissjóði styrkja stöðu elítunnar sem nær völdum í hverjum flokki, hún er ekki lengur háð félagsgjöldum eða framlögum almennra félaga. Og þingflokkarnir mæta til kosninga með fullar kistur fjár, fjölda fólks á launum, þeim framboðum sem vilja fella elítustjórnmálin.“ Versnandi staða ríkissjóðs skiptir engu máli Að sögn Gunnars Smára, en þessa skoðun tjáir hann á Facebook, hafa flokkarnir að auki komið því svo fyrir að ríkið borgar formönnum flokka laun og skaffar þeim aðstoðarmenn fyrir utan það aðstoðarfólk sem þingflokkar ráða. „Hvernig þeir fundu það út að það væri almennings að borga formönnum í stjórnmálaflokkum laun, það er ofar mannlegum skilningi.“ Eins og fram kemur í ítarlegri frétt Kjarnans um þetta mál var það svo að sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða. Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þeir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi, átta talsins, fá 728 milljónir úr ríkissjóði til að reka sig og sitt batterí á næsta ári. Á þessu kjörtímabili er það fé sem rennur beint til flokkanna tæpir þrír milljaðrar. Þetta kemur fram í Kjarnanum. „Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári,“ segir þar. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi munu flokkarnir skipta með sér rúmum 728 milljónum króna á árinu 2021, síðasta ári kjörtímabilsins en næstu alþingiskosningar eru í september að ári. Meintar andlýðræðislegar gripdeildir „Það er sama upphæð og áætlað er að stjórnmálaflokkarnir fái úr ríkissjóði í ár. Árið 2018, sem var fyrsta heila ár kjörtímabilsins, fengu þeir 648 milljónir króna og árið 2019 hæsta framlag sitt frá upphafi, 744 milljónir króna.“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans bendir á að þingmenn rifi hvergi seglin þegar framlög til þeirra sjálfra er um að ræða. Gunnar Smári segir að þetta sé andlýðræðislegt, mismunun sem stuðli að því að halda kerfinu lokuðu. Gunnar Smári Egilsson félagi í Sósíalistaflokknum, sem samkvæmt síðustu skoðanakönnun MMR er líklegt til að koma að fólki á þing eftir næstu kosningar segir þá sem þar skammta sér sjálfir fé spari sig ekki hvergi. „Þessar gripdeildir úr ríkissjóði eru framdir í nafni lýðræðis en eru í raun andlýðræðislegar. Framlög úr ríkissjóði styrkja stöðu elítunnar sem nær völdum í hverjum flokki, hún er ekki lengur háð félagsgjöldum eða framlögum almennra félaga. Og þingflokkarnir mæta til kosninga með fullar kistur fjár, fjölda fólks á launum, þeim framboðum sem vilja fella elítustjórnmálin.“ Versnandi staða ríkissjóðs skiptir engu máli Að sögn Gunnars Smára, en þessa skoðun tjáir hann á Facebook, hafa flokkarnir að auki komið því svo fyrir að ríkið borgar formönnum flokka laun og skaffar þeim aðstoðarmenn fyrir utan það aðstoðarfólk sem þingflokkar ráða. „Hvernig þeir fundu það út að það væri almennings að borga formönnum í stjórnmálaflokkum laun, það er ofar mannlegum skilningi.“ Eins og fram kemur í ítarlegri frétt Kjarnans um þetta mál var það svo að sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða. Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira