„Markaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu og ég er ekki að tala um gæðin“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 07:01 Bjarni Guðjónsson er aðstoðarþjálfari KR. vísir/bára Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður, hrífst ekki af íslenska leikmannamarkaðnum og segir hann einhvern lélegasta markað í Evrópu. Bjarni ræddi um leikmannamarkaðinn á Íslandi og margt fleira í viðtali við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þar ræddu þeir m.a. um að Evrópupeningurinn væri mikilvægur fyrir KR en þeir misstu af Evrópusæti eftir að Íslandsmótin voru blásin af fyrir helgi. „Ég tala nú ekki um í árferðinu eins og þetta er núna. Þessi Evrópupeningur telur mikla meira núna heldur en peningurinn fyrir þremur árum,“ sagði Bjarni. Hann reiknaði þó með að KR mæti með sterkt lið til leiks á næsta ári. „Ég held samt að stefna KR sé alltaf sú að vera með lið á næsta ári sem ætlar að keppa um titil og titla. Við þurfum þá að finna lausnir á því en svo er það er líka hitt; leikmannamarkaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu.“ „Nú er ég ekki að tala um gæðin á honum heldur hreyfingarnar á honum. Það eru engir leikmenn á lausu. Þú getur sagt það við sjálfan þig að þú ætlir að stækka hópinn eða breyta hópnum en svo þarftu að finna leikmennina.“ „Það er líka verkefni. Þetta snýst ekki bara um peninga. Þú þarft líka að fá þá leikmenn sem þú telur að séu nægilega góðir til þess að styrkja svona hóp eins og við erum með. Það er vandasamt verkefni. Þó að þú værir með fullt af peningum og vildir hafa meiri samkeppni þá væri það enn mjög vandasamt.“ Nokkrir öflugir leikmenn KR eru með lausa samninga. Þar á meðal Kristinn Jónsson og Finnur Orri Margeirsson en Bjarni segir að það sé verið að vinna í þeim málum. „Ég held að það sé allt á fullri ferð. Það átti að klára tímabilið áður en það yrði gengið frá því en ég geri ráð fyrir að það verði farið í þau mál á fleygiferð núna og vonandi klárast þau öll.“ Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður, hrífst ekki af íslenska leikmannamarkaðnum og segir hann einhvern lélegasta markað í Evrópu. Bjarni ræddi um leikmannamarkaðinn á Íslandi og margt fleira í viðtali við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þar ræddu þeir m.a. um að Evrópupeningurinn væri mikilvægur fyrir KR en þeir misstu af Evrópusæti eftir að Íslandsmótin voru blásin af fyrir helgi. „Ég tala nú ekki um í árferðinu eins og þetta er núna. Þessi Evrópupeningur telur mikla meira núna heldur en peningurinn fyrir þremur árum,“ sagði Bjarni. Hann reiknaði þó með að KR mæti með sterkt lið til leiks á næsta ári. „Ég held samt að stefna KR sé alltaf sú að vera með lið á næsta ári sem ætlar að keppa um titil og titla. Við þurfum þá að finna lausnir á því en svo er það er líka hitt; leikmannamarkaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu.“ „Nú er ég ekki að tala um gæðin á honum heldur hreyfingarnar á honum. Það eru engir leikmenn á lausu. Þú getur sagt það við sjálfan þig að þú ætlir að stækka hópinn eða breyta hópnum en svo þarftu að finna leikmennina.“ „Það er líka verkefni. Þetta snýst ekki bara um peninga. Þú þarft líka að fá þá leikmenn sem þú telur að séu nægilega góðir til þess að styrkja svona hóp eins og við erum með. Það er vandasamt verkefni. Þó að þú værir með fullt af peningum og vildir hafa meiri samkeppni þá væri það enn mjög vandasamt.“ Nokkrir öflugir leikmenn KR eru með lausa samninga. Þar á meðal Kristinn Jónsson og Finnur Orri Margeirsson en Bjarni segir að það sé verið að vinna í þeim málum. „Ég held að það sé allt á fullri ferð. Það átti að klára tímabilið áður en það yrði gengið frá því en ég geri ráð fyrir að það verði farið í þau mál á fleygiferð núna og vonandi klárast þau öll.“
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira