Segir að Ísak sé bestur í Norrköping Anton Ingi Leifsson skrifar 2. nóvember 2020 20:31 Ísak Bergmann í leik með Norrköping. Heimasíða Norrköping Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari KR, hrósaði bróðursyni sínum, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, í hástert í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Mikið hefur verið rætt og ritað um Ísak Bergmann undanfarna daga en Skagamaðurinn ungi hefur gert frábæra hluti með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Juventus, Man. United, Liverpool og fleiri stórlið eru talin horfa til Skagamannsins og Bjarni segir að það sé skiljanlegt. „Við vorum að koma frá honum. Minn sonur [Jóhannes Kristinn Bjarnason] var að æfa með þeim úti og hann fékk að vera með frænda sínum þarna. Að sjá hvernig hann vinnur; hann er atvinnumaður,“ sagði Bjarni og hélt áfram að lofsama frænda sinn: „Hann er ofboðslega faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hugsar um allt. Hann er ekki bara atvinnu- og fótboltamaður í tvo tíma. Hann er það allan sólahringinn. Mér sýnist þetta ekki hafa áhrif á hann. Þeir eiga fimm leiki eftir í deildinni og eru í harðri keppni um þessi tvö síðustu Evrópusæti. Hann er alveg fókuseraður á það. Hann lætur þetta ekki trufla sig.“ Bjarni skafir ekkert af því; hann segir að Ísak Bergmann sé einfaldlega besti leikmaður Norrköping og að það skapist alltaf einhver hætta þegar hann fær boltann. „Ég sá hann spila gegn AIK á mánudaginn og hann er bestur í þessu liði. Ég fékk að vera nálægt þeim í öllu þessu ferli og sjá hlaupatölur og svona. Hann er efstur á lista í öllu saman. Þessar hlaupatölur segja okkur alltaf eitthvað ákveðið en þú hefur alltaf einhverja tilfinningu og verður að hafa tilfinningu þegar þú horfir á leikinn.“ „Oftast fer þetta saman og það fór svo sannarlega saman í þessum leik sem ég horfði á. Hann hleypur mest, ég hugsa að hann hafði átt lang fæstar misheppnaðar sendingar og svo þegar hann kemst í boltann kemur alltaf eitthvað rót á lið andstæðinganna. Þó að það skapist ekkert alltaf færi þá er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann.“ Sænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari KR, hrósaði bróðursyni sínum, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, í hástert í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Mikið hefur verið rætt og ritað um Ísak Bergmann undanfarna daga en Skagamaðurinn ungi hefur gert frábæra hluti með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Juventus, Man. United, Liverpool og fleiri stórlið eru talin horfa til Skagamannsins og Bjarni segir að það sé skiljanlegt. „Við vorum að koma frá honum. Minn sonur [Jóhannes Kristinn Bjarnason] var að æfa með þeim úti og hann fékk að vera með frænda sínum þarna. Að sjá hvernig hann vinnur; hann er atvinnumaður,“ sagði Bjarni og hélt áfram að lofsama frænda sinn: „Hann er ofboðslega faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hugsar um allt. Hann er ekki bara atvinnu- og fótboltamaður í tvo tíma. Hann er það allan sólahringinn. Mér sýnist þetta ekki hafa áhrif á hann. Þeir eiga fimm leiki eftir í deildinni og eru í harðri keppni um þessi tvö síðustu Evrópusæti. Hann er alveg fókuseraður á það. Hann lætur þetta ekki trufla sig.“ Bjarni skafir ekkert af því; hann segir að Ísak Bergmann sé einfaldlega besti leikmaður Norrköping og að það skapist alltaf einhver hætta þegar hann fær boltann. „Ég sá hann spila gegn AIK á mánudaginn og hann er bestur í þessu liði. Ég fékk að vera nálægt þeim í öllu þessu ferli og sjá hlaupatölur og svona. Hann er efstur á lista í öllu saman. Þessar hlaupatölur segja okkur alltaf eitthvað ákveðið en þú hefur alltaf einhverja tilfinningu og verður að hafa tilfinningu þegar þú horfir á leikinn.“ „Oftast fer þetta saman og það fór svo sannarlega saman í þessum leik sem ég horfði á. Hann hleypur mest, ég hugsa að hann hafði átt lang fæstar misheppnaðar sendingar og svo þegar hann kemst í boltann kemur alltaf eitthvað rót á lið andstæðinganna. Þó að það skapist ekkert alltaf færi þá er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann.“
Sænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira