Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 21:46 Íslendingar í borginni segja stöðuna átakanlega. Aðsendar/EPA Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Innanríkisráðherra landsins segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Ekki er ljóst hversu margir eru látnir en lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt andlát. Þá eru fleiri særðir eftir árásirnar. Íslendingur í borginni segir aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Almenningssamgöngum hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig innandyra að mestu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ segir háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. „En ég veit ekkert mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Ég ætla bara að halda mig innanhúss og er smá skelkuð. Þetta er rosalega óþægilegt.“ Var á lestarstöðinni fyrr í kvöd Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, segist líka hafa orðið vör við sírenulæti. „Ég og kærasti minn erum örugg heima, við búum sem betur fer ekki alveg í miðbænum. Við heyrum mjög reglulega í sírenum þjóta framhjá. Okkur hefur verið ráðlagt að halda okkur heima og alls ekki vera úti á götu og það er það sem við ætlum að gera,“ segir Marta í skriflegu svari til Vísis. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð (Schwedenplatz) fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í 3 ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætir hún við. Lögregla greindi frá því í kvöld að einn árásarmaður hefði verið felldur af lögreglu. Þá væri að minnsta kosti einn látinn og nokkrir slasaðir, þar af einn lögreglumaður. CONFIRMED at the moment:*08:00 pm: several shots fired, beginning at Seitenstettengasse *several suspects armed with rifles*six different shooting locations* one deceaced person, several injured (1 officer included)*1 suspect shot and killed by police officers #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020 Austurríki Íslendingar erlendis Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Sjá meira
Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Innanríkisráðherra landsins segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Ekki er ljóst hversu margir eru látnir en lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt andlát. Þá eru fleiri særðir eftir árásirnar. Íslendingur í borginni segir aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Almenningssamgöngum hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig innandyra að mestu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ segir háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. „En ég veit ekkert mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Ég ætla bara að halda mig innanhúss og er smá skelkuð. Þetta er rosalega óþægilegt.“ Var á lestarstöðinni fyrr í kvöd Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, segist líka hafa orðið vör við sírenulæti. „Ég og kærasti minn erum örugg heima, við búum sem betur fer ekki alveg í miðbænum. Við heyrum mjög reglulega í sírenum þjóta framhjá. Okkur hefur verið ráðlagt að halda okkur heima og alls ekki vera úti á götu og það er það sem við ætlum að gera,“ segir Marta í skriflegu svari til Vísis. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð (Schwedenplatz) fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í 3 ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætir hún við. Lögregla greindi frá því í kvöld að einn árásarmaður hefði verið felldur af lögreglu. Þá væri að minnsta kosti einn látinn og nokkrir slasaðir, þar af einn lögreglumaður. CONFIRMED at the moment:*08:00 pm: several shots fired, beginning at Seitenstettengasse *several suspects armed with rifles*six different shooting locations* one deceaced person, several injured (1 officer included)*1 suspect shot and killed by police officers #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020
Austurríki Íslendingar erlendis Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Sjá meira
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07