Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 06:35 Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, létust í hryðjaverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. Frá þessu greinir AP-fréttastofan og hefur eftir heimildarmanni innan úr austurríska stjórnkerfinu. Austurríska ríkisstjórnin hefur staðfest þetta. Einn af árásarmönnunum var skotinn til bana af lögreglu. Yfirvöld hvetja íbúa Vínarborgar til að halda sig heima í dag. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina sem lýst er sem skotárás á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Sjö eru í lífshættu. Fyrst hófst skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Á blaðamannafundinum í morgun kom fram að lögregluna gruni að fleiri en einn árásarmaður hafi verið að verki og leita nú að minnsta kosti að einum öðrum sem grunaður er um aðild að árásinni. As of 06:30 am, this is what we can confirm towards the assault in Vienna's inner city district: #0211w pic.twitter.com/AIzIovFyKh— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 3, 2020 Árásarmaðurinn sem lögregla skaut til bana var með riffil og fleiri byssur á sér auk þess sem hann var með poka af skotum og sprengjubelti. Í ljós hefur komið að beltið var ekki alvöru sprengjubelti. Á fundinum gátu yfirvöld ekki staðfest að árásin væri andgyðingleg en talið er að árásarmaðurinn sem lögregla skaut hafi verið íslamskur öfgamaður og hafi tengst Íslamska ríkinu. Húsleit hefur verið gerð á heimili mannsins en á blaðamannafundinum var ekki farið nánar út í það hvað fannst við leitina. Þá hefur lögreglan til rannsóknar meira en 20 þúsund myndskeið af árásinni sem borist hafa frá almenningi. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði á blaðamannafundinum að Austurríki væri lýðræði sem mótað væri af tjáningarfrelsinu og umburðarlyndi. „Árásin í gær er árás á þessi gildi og ófullkomin tilraun til þess að sundra okkur. Við munum ekki láta þetta líðast. Það verða afleiðingar,“ sagði Nehammer á fundinum í morgun. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkutímum áður en hertar samkomutakmarkanir vegna vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi í Austurríki. Á miðnætti tók gildi útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnana. Gærkvöldið var því síðasta kvöldið í að minnsta kosti fjórar vikur sem íbúar Vínar gátu farið út á götur borgarinnar að kvöldi til. Það var því fjöldi fólks á ferðinni í miðborginni þegar árásin var gerð. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendi Austurríkismönnum samúðarkveðjur í færslu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi. Shocked by the horrific attacks in #Vienna. Our thoughts are with the victims and their families. We stand in solidarity with the people of #Austria and condemn these apparent terrorist attacks. Freedom and democracy must and will prevail. @MFA_Austria FM #Schallenberg— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) November 2, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 09:21. Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, létust í hryðjaverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. Frá þessu greinir AP-fréttastofan og hefur eftir heimildarmanni innan úr austurríska stjórnkerfinu. Austurríska ríkisstjórnin hefur staðfest þetta. Einn af árásarmönnunum var skotinn til bana af lögreglu. Yfirvöld hvetja íbúa Vínarborgar til að halda sig heima í dag. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina sem lýst er sem skotárás á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Sjö eru í lífshættu. Fyrst hófst skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Á blaðamannafundinum í morgun kom fram að lögregluna gruni að fleiri en einn árásarmaður hafi verið að verki og leita nú að minnsta kosti að einum öðrum sem grunaður er um aðild að árásinni. As of 06:30 am, this is what we can confirm towards the assault in Vienna's inner city district: #0211w pic.twitter.com/AIzIovFyKh— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 3, 2020 Árásarmaðurinn sem lögregla skaut til bana var með riffil og fleiri byssur á sér auk þess sem hann var með poka af skotum og sprengjubelti. Í ljós hefur komið að beltið var ekki alvöru sprengjubelti. Á fundinum gátu yfirvöld ekki staðfest að árásin væri andgyðingleg en talið er að árásarmaðurinn sem lögregla skaut hafi verið íslamskur öfgamaður og hafi tengst Íslamska ríkinu. Húsleit hefur verið gerð á heimili mannsins en á blaðamannafundinum var ekki farið nánar út í það hvað fannst við leitina. Þá hefur lögreglan til rannsóknar meira en 20 þúsund myndskeið af árásinni sem borist hafa frá almenningi. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði á blaðamannafundinum að Austurríki væri lýðræði sem mótað væri af tjáningarfrelsinu og umburðarlyndi. „Árásin í gær er árás á þessi gildi og ófullkomin tilraun til þess að sundra okkur. Við munum ekki láta þetta líðast. Það verða afleiðingar,“ sagði Nehammer á fundinum í morgun. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkutímum áður en hertar samkomutakmarkanir vegna vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi í Austurríki. Á miðnætti tók gildi útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnana. Gærkvöldið var því síðasta kvöldið í að minnsta kosti fjórar vikur sem íbúar Vínar gátu farið út á götur borgarinnar að kvöldi til. Það var því fjöldi fólks á ferðinni í miðborginni þegar árásin var gerð. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendi Austurríkismönnum samúðarkveðjur í færslu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi. Shocked by the horrific attacks in #Vienna. Our thoughts are with the victims and their families. We stand in solidarity with the people of #Austria and condemn these apparent terrorist attacks. Freedom and democracy must and will prevail. @MFA_Austria FM #Schallenberg— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) November 2, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 09:21.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira