Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2020 09:55 Mikael og Elma Stefanía við Burgtheater hvar Elma starfar. Fólkið í hinni afar friðsömu og fögru Vínarborg er í áfalli eftir skotárásina í gærkvöldi. Mikael og Elma búa ásamt tveimur dætrum steinsnar frá vettvangi atburðanna. aðsend „Við búum hérna í miðbænum þannig að við erum tiltölulega nálægt atburðum gærkvöldsins. Kannski í um kílómetra fjarlægð eða einni lestarstöð. Við heyrðum í sírenum og þyrlum fram eftir kvöldi,“ segir Mikael Torfason rithöfundur í samtali við Vísi nú í morgun. Mikael er búsettur í Vínarborg, ásamt eiginkonu sinni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu og tveimur dætrum. Hann segir borgarbúum afar brugðið, þeir séu reyndar í áfalli en ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir skotárásina í gær. „Jú, okkur og borgarbúum er mjög brugðið. Hér er allt frekar lamað. Okkur hafa borist skilaboð frá stjórnvöldum og skólayfirvöldum að halda börnunum heima ef þess er nokkur kostur. Hér er mikill viðbúnaður.“ Mikael segir það undirstrika voða verknaðarins að Vín sé þekkt fyrir það að vera sérlega friðsæl borg og kemst einatt á lista yfir þær borgir sem teljast fjölskylduvænastar og öruggastar að búa í. „Við bjuggum í Berlín áður sem er stórborg, Vín er lítil og sæt þannig að þetta er verulegt sjokk fyrir okkur og aðra borgarbúa. Vín hefur seinni ár staðið langt utan vettvangs heimsátakanna.“ Sláandi að brjálæðingur með vélbyssu fari um skjótandi í Vín af öllum stöðum Eins og fram hefur komið í fréttum hóf hryðjuverkamaðurinn skothríð sína í kringum átta leitið í gærkvöldi og var svo felldur. „Nú virðist sem hann hafi verið einn á ferð en fór hratt yfir, samkvæmt fréttum. Hann réðst að einhverjum bar, en lögreglan náði honum tiltölulega snemma. Hann mun vera tengdur öðrum Isismönnum.“ Mikael segir það vitaskuld svo að allir fjölmiðlar í Austurríki séu undirlagðir af fréttum af viðburðinum, enda sláandi að um borgina fari einhver brjálæðingur með vélbyssu um borgina á stöðum sem eru vel þekktir hér í borg. „Já, Graben meðal annars, einni helstu verslunargötu borgarinnar sem auðvitað allir þekkja. Og flestir sem hafa komið til Vínar. Þetta heitir 1. hverfið. Fjórir látnir, tveir karlmenn og tvær konur og margir á spítala.“ Árásarmaðurinn fæddur í Vín Mikael segir að í þarlendum fjölmiðlum hafi komið fram að maðurinn hafi verið einn á ferð þó hann tengist hópi annarra sem vildu ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. „Þetta tengist allt því. Florian Klenk, sem er ritstjóri Falter, sem er hin austurríska Stund, telst vera virtur en umdeildur blaðamaður hér, segir að hryðjuverkamaðurinn hafi verið tvítugur og fæddur í Vín. Af albönskum ættum með norður-makedónískt vegabréf. Hann er sem sagt með tvöfaldan ríkisborgararétt. Foreldrar hans eru ekki mjög trúuð en hann var á radar yfirvalda hér vegna tengsla við aðra islamista sem vildu til Sýrlands til að berjast með Isis,“ segir Mikael. En svo hefur morguninn farið í rifrildi á twittersíðu blaðamannsins um hvort rétt hafi verið að birta þær upplýsingar eða ekki. Klenk stendur í ströngu við að útskýra fyrir fólki að það sé nákvæmlega svona sem samfélagsmiðlar og þá fjölmiðlar virki. Austurríki Hryðjuverk í Vín Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
„Við búum hérna í miðbænum þannig að við erum tiltölulega nálægt atburðum gærkvöldsins. Kannski í um kílómetra fjarlægð eða einni lestarstöð. Við heyrðum í sírenum og þyrlum fram eftir kvöldi,“ segir Mikael Torfason rithöfundur í samtali við Vísi nú í morgun. Mikael er búsettur í Vínarborg, ásamt eiginkonu sinni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu og tveimur dætrum. Hann segir borgarbúum afar brugðið, þeir séu reyndar í áfalli en ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir skotárásina í gær. „Jú, okkur og borgarbúum er mjög brugðið. Hér er allt frekar lamað. Okkur hafa borist skilaboð frá stjórnvöldum og skólayfirvöldum að halda börnunum heima ef þess er nokkur kostur. Hér er mikill viðbúnaður.“ Mikael segir það undirstrika voða verknaðarins að Vín sé þekkt fyrir það að vera sérlega friðsæl borg og kemst einatt á lista yfir þær borgir sem teljast fjölskylduvænastar og öruggastar að búa í. „Við bjuggum í Berlín áður sem er stórborg, Vín er lítil og sæt þannig að þetta er verulegt sjokk fyrir okkur og aðra borgarbúa. Vín hefur seinni ár staðið langt utan vettvangs heimsátakanna.“ Sláandi að brjálæðingur með vélbyssu fari um skjótandi í Vín af öllum stöðum Eins og fram hefur komið í fréttum hóf hryðjuverkamaðurinn skothríð sína í kringum átta leitið í gærkvöldi og var svo felldur. „Nú virðist sem hann hafi verið einn á ferð en fór hratt yfir, samkvæmt fréttum. Hann réðst að einhverjum bar, en lögreglan náði honum tiltölulega snemma. Hann mun vera tengdur öðrum Isismönnum.“ Mikael segir það vitaskuld svo að allir fjölmiðlar í Austurríki séu undirlagðir af fréttum af viðburðinum, enda sláandi að um borgina fari einhver brjálæðingur með vélbyssu um borgina á stöðum sem eru vel þekktir hér í borg. „Já, Graben meðal annars, einni helstu verslunargötu borgarinnar sem auðvitað allir þekkja. Og flestir sem hafa komið til Vínar. Þetta heitir 1. hverfið. Fjórir látnir, tveir karlmenn og tvær konur og margir á spítala.“ Árásarmaðurinn fæddur í Vín Mikael segir að í þarlendum fjölmiðlum hafi komið fram að maðurinn hafi verið einn á ferð þó hann tengist hópi annarra sem vildu ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. „Þetta tengist allt því. Florian Klenk, sem er ritstjóri Falter, sem er hin austurríska Stund, telst vera virtur en umdeildur blaðamaður hér, segir að hryðjuverkamaðurinn hafi verið tvítugur og fæddur í Vín. Af albönskum ættum með norður-makedónískt vegabréf. Hann er sem sagt með tvöfaldan ríkisborgararétt. Foreldrar hans eru ekki mjög trúuð en hann var á radar yfirvalda hér vegna tengsla við aðra islamista sem vildu til Sýrlands til að berjast með Isis,“ segir Mikael. En svo hefur morguninn farið í rifrildi á twittersíðu blaðamannsins um hvort rétt hafi verið að birta þær upplýsingar eða ekki. Klenk stendur í ströngu við að útskýra fyrir fólki að það sé nákvæmlega svona sem samfélagsmiðlar og þá fjölmiðlar virki.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35
Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07