Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 3. nóvember 2020 12:45 Dómsmálaráðherra segir kærunefnd útlendingamála vera með málið á sínu borði núna. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. Í síðustu viku greindi fréttastofa frá máli hjóna frá Senegal sem hafa búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingamálum. Ný heildarlög verið sett og málsmeðferðartími styttur - og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími. Þetta sýnir líka varðandi atvinnuleyfin og mikilvægi þess að breyta þeim og opna þau, að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug. Áslaug Arna vill að skoðað verði að fólk utan EES fái atvinnuleyfi. Hún hafi lengi talað fyrir því.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála og bendir Áslaug á að nefndin sé sjálfstæð og taki ákvörðun í málinu. Aftur á móti ítrekar hún að það sé hennar skoðun að fólk fái tækifæri til að starfa hér á landi en að umræða um atvinnuleyfi eigi heima hjá félagsmálaráðuneytinu. „Ég hef margoft rætt það við ráðherra og í ríkisstjórn að það er ekki hægt að horfa aðeins á einn hluta útlendingamálanna þegar við skoðum í hvernig samfélagi við viljum búa. Verndarkerfi verður að vera fyrir þá sem eru í mestu neyðinni og virka þannig að allir sem þurfi vernd að halda, fái hana og svara svar fyrr. En við verðum þá líka að skoða að vera opin fyrir því að fólk komi hingað og starfi hér og leggi til íslensks samfélags,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. Í síðustu viku greindi fréttastofa frá máli hjóna frá Senegal sem hafa búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingamálum. Ný heildarlög verið sett og málsmeðferðartími styttur - og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími. Þetta sýnir líka varðandi atvinnuleyfin og mikilvægi þess að breyta þeim og opna þau, að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug. Áslaug Arna vill að skoðað verði að fólk utan EES fái atvinnuleyfi. Hún hafi lengi talað fyrir því.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála og bendir Áslaug á að nefndin sé sjálfstæð og taki ákvörðun í málinu. Aftur á móti ítrekar hún að það sé hennar skoðun að fólk fái tækifæri til að starfa hér á landi en að umræða um atvinnuleyfi eigi heima hjá félagsmálaráðuneytinu. „Ég hef margoft rætt það við ráðherra og í ríkisstjórn að það er ekki hægt að horfa aðeins á einn hluta útlendingamálanna þegar við skoðum í hvernig samfélagi við viljum búa. Verndarkerfi verður að vera fyrir þá sem eru í mestu neyðinni og virka þannig að allir sem þurfi vernd að halda, fái hana og svara svar fyrr. En við verðum þá líka að skoða að vera opin fyrir því að fólk komi hingað og starfi hér og leggi til íslensks samfélags,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira