Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. nóvember 2020 19:00 Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföðurs frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. Fjölskyldan hefur búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þau eiga tvær dætur, sex og þriggja ára, sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. Málið hefur farið í gegn um stjórnsýsluna og dómskerfið og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Fjölskyldufaðirinn vann í uppvaski á Hótel Canopy í þrjú ár þar til honum var sagt upp nýlega vegna heimsfaraldursins. „Hann er fyrirmyndarstarfsmaður. Vann sína vinnu betur en vel, fór í önnur verk líka og bara fyrirmyndarstarfsmaður,“ segir Jón Guðni Þórarinsson fyrrverandi yfirkokkur á Hótel Canopy. Hann hafi verið mjög vel liðinn meðal samstarfsmanna sem blöskri málið. „Þetta er hrikalegt. Hann er með tvær stelpur sem eru jafn íslenskar og ég, þær fæddust hérna og önnur er í leikskóla og hin í skóla. Það er hagur barnanna sem er númer eitt tvö og þrjú og hagur þeirra er að hafa foreldra sína hér,“ segir Jón Guðni. Óboðlegur tími að mati ráðherra Dómsmálaráðherra segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingalögum, málsmeðferðartími hafi verið styttur og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Málið sýni mikilvægi þess að breyta reglum um atvinnuleyfi sem veitt eru hér á landi. „Að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug Arna. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Vonast þú til að kærunefndin fari aðra leið en hún hefur gert í þessu máli? „Kærunefndin er sjálfstæð úrskurðarnefnd og tekur málið til umfjöllunar eins og lögmaðurinn hefur beðið um og það verður þá bara að koma í ljós,“ segir Áslaug Arna. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföðurs frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. Fjölskyldan hefur búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þau eiga tvær dætur, sex og þriggja ára, sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. Málið hefur farið í gegn um stjórnsýsluna og dómskerfið og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Fjölskyldufaðirinn vann í uppvaski á Hótel Canopy í þrjú ár þar til honum var sagt upp nýlega vegna heimsfaraldursins. „Hann er fyrirmyndarstarfsmaður. Vann sína vinnu betur en vel, fór í önnur verk líka og bara fyrirmyndarstarfsmaður,“ segir Jón Guðni Þórarinsson fyrrverandi yfirkokkur á Hótel Canopy. Hann hafi verið mjög vel liðinn meðal samstarfsmanna sem blöskri málið. „Þetta er hrikalegt. Hann er með tvær stelpur sem eru jafn íslenskar og ég, þær fæddust hérna og önnur er í leikskóla og hin í skóla. Það er hagur barnanna sem er númer eitt tvö og þrjú og hagur þeirra er að hafa foreldra sína hér,“ segir Jón Guðni. Óboðlegur tími að mati ráðherra Dómsmálaráðherra segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingalögum, málsmeðferðartími hafi verið styttur og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Málið sýni mikilvægi þess að breyta reglum um atvinnuleyfi sem veitt eru hér á landi. „Að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug Arna. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Vonast þú til að kærunefndin fari aðra leið en hún hefur gert í þessu máli? „Kærunefndin er sjálfstæð úrskurðarnefnd og tekur málið til umfjöllunar eins og lögmaðurinn hefur beðið um og það verður þá bara að koma í ljós,“ segir Áslaug Arna.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45
12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49