Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. nóvember 2020 19:00 Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföðurs frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. Fjölskyldan hefur búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þau eiga tvær dætur, sex og þriggja ára, sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. Málið hefur farið í gegn um stjórnsýsluna og dómskerfið og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Fjölskyldufaðirinn vann í uppvaski á Hótel Canopy í þrjú ár þar til honum var sagt upp nýlega vegna heimsfaraldursins. „Hann er fyrirmyndarstarfsmaður. Vann sína vinnu betur en vel, fór í önnur verk líka og bara fyrirmyndarstarfsmaður,“ segir Jón Guðni Þórarinsson fyrrverandi yfirkokkur á Hótel Canopy. Hann hafi verið mjög vel liðinn meðal samstarfsmanna sem blöskri málið. „Þetta er hrikalegt. Hann er með tvær stelpur sem eru jafn íslenskar og ég, þær fæddust hérna og önnur er í leikskóla og hin í skóla. Það er hagur barnanna sem er númer eitt tvö og þrjú og hagur þeirra er að hafa foreldra sína hér,“ segir Jón Guðni. Óboðlegur tími að mati ráðherra Dómsmálaráðherra segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingalögum, málsmeðferðartími hafi verið styttur og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Málið sýni mikilvægi þess að breyta reglum um atvinnuleyfi sem veitt eru hér á landi. „Að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug Arna. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Vonast þú til að kærunefndin fari aðra leið en hún hefur gert í þessu máli? „Kærunefndin er sjálfstæð úrskurðarnefnd og tekur málið til umfjöllunar eins og lögmaðurinn hefur beðið um og það verður þá bara að koma í ljós,“ segir Áslaug Arna. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföðurs frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. Fjölskyldan hefur búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þau eiga tvær dætur, sex og þriggja ára, sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. Málið hefur farið í gegn um stjórnsýsluna og dómskerfið og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Fjölskyldufaðirinn vann í uppvaski á Hótel Canopy í þrjú ár þar til honum var sagt upp nýlega vegna heimsfaraldursins. „Hann er fyrirmyndarstarfsmaður. Vann sína vinnu betur en vel, fór í önnur verk líka og bara fyrirmyndarstarfsmaður,“ segir Jón Guðni Þórarinsson fyrrverandi yfirkokkur á Hótel Canopy. Hann hafi verið mjög vel liðinn meðal samstarfsmanna sem blöskri málið. „Þetta er hrikalegt. Hann er með tvær stelpur sem eru jafn íslenskar og ég, þær fæddust hérna og önnur er í leikskóla og hin í skóla. Það er hagur barnanna sem er númer eitt tvö og þrjú og hagur þeirra er að hafa foreldra sína hér,“ segir Jón Guðni. Óboðlegur tími að mati ráðherra Dómsmálaráðherra segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingalögum, málsmeðferðartími hafi verið styttur og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Málið sýni mikilvægi þess að breyta reglum um atvinnuleyfi sem veitt eru hér á landi. „Að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug Arna. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Vonast þú til að kærunefndin fari aðra leið en hún hefur gert í þessu máli? „Kærunefndin er sjálfstæð úrskurðarnefnd og tekur málið til umfjöllunar eins og lögmaðurinn hefur beðið um og það verður þá bara að koma í ljós,“ segir Áslaug Arna.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45
12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49