Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 19:09 Guðmundur efast um að HM í Egyptalandi fari fram í janúar. Jan Christensen/FrontzoneSport/Getty Images) Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. Þetta sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir leik gegn Litháum á morgun, í undankeppni EM. „Ég held að skyldusigur í alþjóðlegum handbolti heyri sögunni til. Það sama er hægt að segja um þýsku Bundesliguna. Það er ekki hægt að tala um skyldusigra lengur,“ sagði Guðmundur fyrir leikinn á morgun. „Íþróttir almennt hafa þróast þannig að öll lið í öllum deildum alls staðar - þar er að minnka bilið. Litháar hafa undanfarin ár fengið mjög góð úrslit á móti frábærum liðum eins og Frökkum, Portúgölum, Norðmönnum og við lentum í rosalegu basli með þá fyrir tveimur árum síðan.“ „Við þurfum að taka þetta verkefni mjög alvarlega og undirbúum okkur eins og við getum. Þetta er stuttur tími. Þetta eru óvenjulegar aðstæður. Menn eru inn og út úr hóp. Við hittumst í fyrsta skipti klukkan þrjú í dag allt liðið. Síðan er æfing í kjölfarið. Ein æfing verður að duga.“ Mikil forföll hafa verið í kringum íslenska landsliðið. Báðir vinstri hornamennirnir í upphaflega hópnum verða m.a. ekki með og Guðmundur verður að láta einn fund og eina æfingu duga fyrir leikinn annað kvöld. „Ég hef aldrei upplifað að það hafi verið svona mikil óvissa í kringum einn leik eins og þennan. Við náðum ekki einu sinni að funda því við fengum ekki út úr skimun hjá stórum hluta liðsins fyrr en klukkan tvö í dag. Við gátum ekki hist og ekki fundað. Þetta er mjög sérstakt,“ en hvaða tilfinningu hefur hann? „Maður hefur verið að fylgjast með þeim í deildunum út um allt. Auðvitað hef ég góða tilfinningu fyrir mörgum leikmannanna en auðvitað er þetta þannig að við bjuggumst við því að þetta yrðu tveir leikir og við fengum heila viku að æfa saman. Nú er það ljóst að þetta er ein æfing og svo leikur á morgun. Meira verður það ekki.“ Ísland á að spila leiki gegn Portúgal í janúar og svo að spila á HM í Egyptalandi. Aðspurður um hvernig hann sjái það svaraði Guðmundur: „Ég skal játa það að á þessari stundu sé ég þetta ekki fyrir mér. Miðað við ástandið í heiminum, hvað varðar COVID - þá eru öll lönd að loka á allt sem heitir íþróttir, samkomur og annað. Eins og staðan er í dag sé ég þetta ekki fyrir mér. Hvort að þetta verði breytt eftir miðjan desember, ég treysti mér ekki að spá fyrir um það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn - Guðmundur Guðmundsson Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. Þetta sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir leik gegn Litháum á morgun, í undankeppni EM. „Ég held að skyldusigur í alþjóðlegum handbolti heyri sögunni til. Það sama er hægt að segja um þýsku Bundesliguna. Það er ekki hægt að tala um skyldusigra lengur,“ sagði Guðmundur fyrir leikinn á morgun. „Íþróttir almennt hafa þróast þannig að öll lið í öllum deildum alls staðar - þar er að minnka bilið. Litháar hafa undanfarin ár fengið mjög góð úrslit á móti frábærum liðum eins og Frökkum, Portúgölum, Norðmönnum og við lentum í rosalegu basli með þá fyrir tveimur árum síðan.“ „Við þurfum að taka þetta verkefni mjög alvarlega og undirbúum okkur eins og við getum. Þetta er stuttur tími. Þetta eru óvenjulegar aðstæður. Menn eru inn og út úr hóp. Við hittumst í fyrsta skipti klukkan þrjú í dag allt liðið. Síðan er æfing í kjölfarið. Ein æfing verður að duga.“ Mikil forföll hafa verið í kringum íslenska landsliðið. Báðir vinstri hornamennirnir í upphaflega hópnum verða m.a. ekki með og Guðmundur verður að láta einn fund og eina æfingu duga fyrir leikinn annað kvöld. „Ég hef aldrei upplifað að það hafi verið svona mikil óvissa í kringum einn leik eins og þennan. Við náðum ekki einu sinni að funda því við fengum ekki út úr skimun hjá stórum hluta liðsins fyrr en klukkan tvö í dag. Við gátum ekki hist og ekki fundað. Þetta er mjög sérstakt,“ en hvaða tilfinningu hefur hann? „Maður hefur verið að fylgjast með þeim í deildunum út um allt. Auðvitað hef ég góða tilfinningu fyrir mörgum leikmannanna en auðvitað er þetta þannig að við bjuggumst við því að þetta yrðu tveir leikir og við fengum heila viku að æfa saman. Nú er það ljóst að þetta er ein æfing og svo leikur á morgun. Meira verður það ekki.“ Ísland á að spila leiki gegn Portúgal í janúar og svo að spila á HM í Egyptalandi. Aðspurður um hvernig hann sjái það svaraði Guðmundur: „Ég skal játa það að á þessari stundu sé ég þetta ekki fyrir mér. Miðað við ástandið í heiminum, hvað varðar COVID - þá eru öll lönd að loka á allt sem heitir íþróttir, samkomur og annað. Eins og staðan er í dag sé ég þetta ekki fyrir mér. Hvort að þetta verði breytt eftir miðjan desember, ég treysti mér ekki að spá fyrir um það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn - Guðmundur Guðmundsson
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira