Toyota var með flestar nýskráningar í október Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. nóvember 2020 07:00 Toyota RAV4 var mest nýskráða Toyota undirtegundin í október. Samtals voru 124 Toyota bifreiðar nýskráðar í október. Þar af voru flestar bifreiðarnar af Rav4 gerð, eða 45. Nýst flestar nýskráningar voru hjá Suzuki, eða 98. Þar var SX4 hlutskarpasta undirtegundin. Kia var í þriðja sæti með 79 nýskráningar, Hyundai með 70 í fjórða og Volkswagen í fimmta með 67. Samtals voru nýskráð 962 ný ökutæki í október. Þar af voru 740 fólksbifreiðar, 92 sendibifreiðar og eftirvagnar í flokki II 44. Tesla sem var með 313 nýskráningar í september var með 13 nýskráningar í október. Árið hefur verið afar sveiflukennt hjá Tesla og ráðast sveiflurnar af sendingum sem umboðið fær. Rafbílar hafa þann kost að menga ekki og auðvelt er að tengja þá beint í rafmagn.mynd/getty Orkugjafar Flestir nýskráðra fólksbíla voru hreinir bensínbílar eða 213, rafbílar voru næstflestir, 151 og bensín tengil-tvinn bílar voru 143. Hreinir dísil bílar voru 120 og bensín-tvinn bílar voru 97. Bílar sem ganga fyrir vistvænni kostum, rafmagni að einhverju leyti eða öllu auk vetnis voru 407 í október. Hinir hefðbundnu jarðefnaeldsneytis orkugjafar voru hins vegar samtals 333 (hreinir bensín og dísil bílar). Þróun nýskráninga Nýskráningum fækkar á milli mánaða. Í september voru 1443 ökutæki nýskráð í september en í október voru þau 962. Þeim fækkar því um þriðjung, 33,3%. Vistvænir bílar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent
Samtals voru 124 Toyota bifreiðar nýskráðar í október. Þar af voru flestar bifreiðarnar af Rav4 gerð, eða 45. Nýst flestar nýskráningar voru hjá Suzuki, eða 98. Þar var SX4 hlutskarpasta undirtegundin. Kia var í þriðja sæti með 79 nýskráningar, Hyundai með 70 í fjórða og Volkswagen í fimmta með 67. Samtals voru nýskráð 962 ný ökutæki í október. Þar af voru 740 fólksbifreiðar, 92 sendibifreiðar og eftirvagnar í flokki II 44. Tesla sem var með 313 nýskráningar í september var með 13 nýskráningar í október. Árið hefur verið afar sveiflukennt hjá Tesla og ráðast sveiflurnar af sendingum sem umboðið fær. Rafbílar hafa þann kost að menga ekki og auðvelt er að tengja þá beint í rafmagn.mynd/getty Orkugjafar Flestir nýskráðra fólksbíla voru hreinir bensínbílar eða 213, rafbílar voru næstflestir, 151 og bensín tengil-tvinn bílar voru 143. Hreinir dísil bílar voru 120 og bensín-tvinn bílar voru 97. Bílar sem ganga fyrir vistvænni kostum, rafmagni að einhverju leyti eða öllu auk vetnis voru 407 í október. Hinir hefðbundnu jarðefnaeldsneytis orkugjafar voru hins vegar samtals 333 (hreinir bensín og dísil bílar). Þróun nýskráninga Nýskráningum fækkar á milli mánaða. Í september voru 1443 ökutæki nýskráð í september en í október voru þau 962. Þeim fækkar því um þriðjung, 33,3%.
Vistvænir bílar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent