Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2020 12:09 Innanríkisráðherrann Karl Nehammer. EPA Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, segir að manninum, sem drap fjóra og særði 23 í hryðjuverkaárás í höfuðborginni Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni, eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Staðreyndin er sú að hryðjuverkamanninum tókst að leika á dómskerfið og fulltrúa þess og tókst þannig að sleppa fyrr úr fangelsi,“ sagði Nehammer á fréttamannafundi í morgun. Árásarmaðurinn, hinn tvítugi Kujtim Fejzulai, var fæddur í Austurríki en var jafnframt með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann var skotinn til bana af lögreglu um níu mínútum eftir að hann hóf árás sína nærri Schwedenplatz í Vínarborg á mánudagskvöldið. Hann var vopnaður sjálfvirkum rifflum, auk þess að vera klæddur sprengibelti sem reyndist þó ekki vera ekta. Árásarmaðurinn skaut meðal annars inn á veitingastaði á meðan á árásinni stóð.EPA Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að í hópi hinna fjögurra látnu séu „eldri maður, eldri kona, ung kona sem átti leið hjá og svo gengilbeina á veitingastað“. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur staðfest að eitt fórnarlamba mannsins hafi verið þýskur ríkisborgari. Árásarmaðurinn hafði áður lýst yfir samúð með málstað hryðjuverkasamtakanna ISIS og yfirgaf Austurríki árið 2018 í þeim tilgangi að ganga til liðs við samtökin. Fulltrúar tyrkneskra yfirvalda stöðvuðu hins vegar för hans og var hann þá sendur aftur til Austurríkis þar sem hann var handtekinn og í apríl 2019 dæmdur í 22 mánaða fangelsi vegna fyrirætlana sinna. Árásin átti sér stað við og nærri Schwedenplatz í Innere Stadt í Vínarborg.EPA Við afplánun þurfti maðurinn að sækja námskeið, og staðfesti Nehammer í morgun að hann hafi leikið á fulltrúa yfirvalda og fengið þá til að halda að hann hafi horfið frá róttækni. Honum hafði verið sleppt úr fangelsi í desember síðastliðinn. Vel á annan tug manna hafa verið handteknir í Austurríki og í Sviss vegna gruns um að tengjast ódæði hryðjuverkamannsins, en málið er enn í rannsókn. Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, segir að manninum, sem drap fjóra og særði 23 í hryðjuverkaárás í höfuðborginni Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni, eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Staðreyndin er sú að hryðjuverkamanninum tókst að leika á dómskerfið og fulltrúa þess og tókst þannig að sleppa fyrr úr fangelsi,“ sagði Nehammer á fréttamannafundi í morgun. Árásarmaðurinn, hinn tvítugi Kujtim Fejzulai, var fæddur í Austurríki en var jafnframt með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann var skotinn til bana af lögreglu um níu mínútum eftir að hann hóf árás sína nærri Schwedenplatz í Vínarborg á mánudagskvöldið. Hann var vopnaður sjálfvirkum rifflum, auk þess að vera klæddur sprengibelti sem reyndist þó ekki vera ekta. Árásarmaðurinn skaut meðal annars inn á veitingastaði á meðan á árásinni stóð.EPA Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að í hópi hinna fjögurra látnu séu „eldri maður, eldri kona, ung kona sem átti leið hjá og svo gengilbeina á veitingastað“. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur staðfest að eitt fórnarlamba mannsins hafi verið þýskur ríkisborgari. Árásarmaðurinn hafði áður lýst yfir samúð með málstað hryðjuverkasamtakanna ISIS og yfirgaf Austurríki árið 2018 í þeim tilgangi að ganga til liðs við samtökin. Fulltrúar tyrkneskra yfirvalda stöðvuðu hins vegar för hans og var hann þá sendur aftur til Austurríkis þar sem hann var handtekinn og í apríl 2019 dæmdur í 22 mánaða fangelsi vegna fyrirætlana sinna. Árásin átti sér stað við og nærri Schwedenplatz í Innere Stadt í Vínarborg.EPA Við afplánun þurfti maðurinn að sækja námskeið, og staðfesti Nehammer í morgun að hann hafi leikið á fulltrúa yfirvalda og fengið þá til að halda að hann hafi horfið frá róttækni. Honum hafði verið sleppt úr fangelsi í desember síðastliðinn. Vel á annan tug manna hafa verið handteknir í Austurríki og í Sviss vegna gruns um að tengjast ódæði hryðjuverkamannsins, en málið er enn í rannsókn.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira