Biden og Trump sýni að kennitalan skiptir engu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2020 14:14 Þórunn fyrir miðju ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni og Önnu Steinsen fyrirlesara. Almannavarnir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Fundurinn í dag var með öðruvísi sniði en reglulegu fundirnir með þríeykinu á mánudögum og fimmtudögum. Auk Þórunnar mætti Anna Steinsen fyrirlesari á fundinn og talaði um samskipti foreldra við börn sín á tímum þar sem svo margir sinna fjarvinnu. Mikilvægt að hreyfa sig Þórunn lagði mikla áherslu á gildi hreyfingar hjá eldra fólki. Fólk ætti að fara út ef það eigi þess kost en annars nýta önnur rými, svo sem langa ganga, til að fara í göngutúra. Til standi að opna íþróttahús ÍR fyrir eldra fólki svo það geti farið í göngutúra. Þá ráðlagði hún fólki að fara snemma og versla í matinn til að forðast margmenni. Einnig að vera með minnislista á sér til að kaupin gengju sem hraðast fyrir sig. Þannig minnkaði fólk áhættu á smiti enda kemst það í snertingu við færra fólk með styttri veru í verslunum. Möguleiki á að versla á netinu og panta heim væri líka fyrir hendi. Þá væri upplagt að nýta tæknikunnáttu yngra fólks varðandi slíka hluti og sömuleiðis að kenna á spjaldtölvur og snjallsíma. Varðandi önnur erindi, sem mega bíða, taldi hún rétt að leggja þau á hilluna á meðan hörðustu aðgerðirnar, sem standa að óbreyttu til 17. nóvember, standa yfir. Hvetur til sjálfboðavinnu Þórunn hvatti Íslendinga til að gerast sjálfboðaliðar. Horfði hún til Danaveldis í þeim efnum þar sem stór hluti þjóðarinnar er sjálfboðaliði að hennar sögn. „Við getum rofið einmanaleika með því að hjálpa öðrum. Brettum upp ermar,“ sagði Þórunn og hvatti fólk til að gerast símavini og svo heimsóknarvini þegar það verður leyft á ný. Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna en þeir eru báðir á áttræðisaldri. „Takið upp símann, hringið í vin eða barnabörn - eða hvern sem er,“ sagði Þórunn og minnti á að 45 þúsund eldri borgarar væru í landinu. Sterkur og duglegur hópur. Trump og Biden í eldlínunni Ótrúlega seigum hópi sem skipti höfuðmál í samfélaginu og muni tímana tvenna, svo sem eftir kreppunni 1930 og skömmtunarseðlum. Þá horfði hún vestur um haf þar sem forsetakosningar standa yfir og óljóst hvort Joe Biden eða Donald Trump yrði næsti forseti. Þar færi þó í báðum tilfellum einstaklingur á áttræðisaldri. Sem sýni að kennitalan skipti engu máli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33 Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16 Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Fundurinn í dag var með öðruvísi sniði en reglulegu fundirnir með þríeykinu á mánudögum og fimmtudögum. Auk Þórunnar mætti Anna Steinsen fyrirlesari á fundinn og talaði um samskipti foreldra við börn sín á tímum þar sem svo margir sinna fjarvinnu. Mikilvægt að hreyfa sig Þórunn lagði mikla áherslu á gildi hreyfingar hjá eldra fólki. Fólk ætti að fara út ef það eigi þess kost en annars nýta önnur rými, svo sem langa ganga, til að fara í göngutúra. Til standi að opna íþróttahús ÍR fyrir eldra fólki svo það geti farið í göngutúra. Þá ráðlagði hún fólki að fara snemma og versla í matinn til að forðast margmenni. Einnig að vera með minnislista á sér til að kaupin gengju sem hraðast fyrir sig. Þannig minnkaði fólk áhættu á smiti enda kemst það í snertingu við færra fólk með styttri veru í verslunum. Möguleiki á að versla á netinu og panta heim væri líka fyrir hendi. Þá væri upplagt að nýta tæknikunnáttu yngra fólks varðandi slíka hluti og sömuleiðis að kenna á spjaldtölvur og snjallsíma. Varðandi önnur erindi, sem mega bíða, taldi hún rétt að leggja þau á hilluna á meðan hörðustu aðgerðirnar, sem standa að óbreyttu til 17. nóvember, standa yfir. Hvetur til sjálfboðavinnu Þórunn hvatti Íslendinga til að gerast sjálfboðaliðar. Horfði hún til Danaveldis í þeim efnum þar sem stór hluti þjóðarinnar er sjálfboðaliði að hennar sögn. „Við getum rofið einmanaleika með því að hjálpa öðrum. Brettum upp ermar,“ sagði Þórunn og hvatti fólk til að gerast símavini og svo heimsóknarvini þegar það verður leyft á ný. Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna en þeir eru báðir á áttræðisaldri. „Takið upp símann, hringið í vin eða barnabörn - eða hvern sem er,“ sagði Þórunn og minnti á að 45 þúsund eldri borgarar væru í landinu. Sterkur og duglegur hópur. Trump og Biden í eldlínunni Ótrúlega seigum hópi sem skipti höfuðmál í samfélaginu og muni tímana tvenna, svo sem eftir kreppunni 1930 og skömmtunarseðlum. Þá horfði hún vestur um haf þar sem forsetakosningar standa yfir og óljóst hvort Joe Biden eða Donald Trump yrði næsti forseti. Þar færi þó í báðum tilfellum einstaklingur á áttræðisaldri. Sem sýni að kennitalan skipti engu máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33 Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16 Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33
Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04