Páfagaukurinn Kókó er sannfærður um að hann sé hundur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2020 22:00 Páfagaukurinn Kókó er sannfærður um að hann sé hundur. Fuglinn leggur sig með hundunum á heimilinu, drekkur vatn úr hundaskálinni og nartar í hundamat Fyrir rúmu ári var Kókó í heimilisleit, þá níu ára gamall. ,„Ég ákvað að prófa að hafa hann í viku og sjá hvernig það myndi ganga. Ég er náttúrulega með tvo hunda og svo ég veit ekkert viss,“ segir Emilía Kristín Rigensborg eigandi Kókó. Hún sá þó strax að samband fuglsins og hundanna yrði ekki vandamál. „Hann bara stökk strax niður til þeirra á gólfið og hefur ellt þá alveg síðan. Hann fór inn í hundabúr hjá þeim og svaf hjá þeim og vill bara vera hjá þeim allan sólarhringinn,“ segir Emilía. Kókó vill leggja sig með hundunumMYND/EMILÍA KRISTÍN Kókó vill aldrei vera útundan og tekur þátt í nærri öllu sem hundarnir gera. Kókó heldur að hann sé hundur. „Hann fer og fær sér vatn í hundadallinum og fær sé stundum hundamat,“ segir Emilía. Einnig fer Kókó út á pall með hundunum að viðra sig. Kókó elskar báða hundana en samband hans við Gígju cavalier-tíkina er alveg einstakt. „Hann sefur ofan á henni og kúrir alltaf hérna hjá henni,“ segir Emilía. Tíkin passar líka vel upp á Kókó þegar aðrir hundar koma í heimsókn. „Hún stillir sér fyrir framan hann og bara: þú kemur ekki nálægt honum, hann er bróðir minn,“ segir Emilía. Samband Kókó og Gígju er alveg einstakt. Hér kúra allir hundarnir saman.MYND/EMILÍA KRISTÍN Dýr Fuglar Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Sjá meira
Páfagaukurinn Kókó er sannfærður um að hann sé hundur. Fuglinn leggur sig með hundunum á heimilinu, drekkur vatn úr hundaskálinni og nartar í hundamat Fyrir rúmu ári var Kókó í heimilisleit, þá níu ára gamall. ,„Ég ákvað að prófa að hafa hann í viku og sjá hvernig það myndi ganga. Ég er náttúrulega með tvo hunda og svo ég veit ekkert viss,“ segir Emilía Kristín Rigensborg eigandi Kókó. Hún sá þó strax að samband fuglsins og hundanna yrði ekki vandamál. „Hann bara stökk strax niður til þeirra á gólfið og hefur ellt þá alveg síðan. Hann fór inn í hundabúr hjá þeim og svaf hjá þeim og vill bara vera hjá þeim allan sólarhringinn,“ segir Emilía. Kókó vill leggja sig með hundunumMYND/EMILÍA KRISTÍN Kókó vill aldrei vera útundan og tekur þátt í nærri öllu sem hundarnir gera. Kókó heldur að hann sé hundur. „Hann fer og fær sér vatn í hundadallinum og fær sé stundum hundamat,“ segir Emilía. Einnig fer Kókó út á pall með hundunum að viðra sig. Kókó elskar báða hundana en samband hans við Gígju cavalier-tíkina er alveg einstakt. „Hann sefur ofan á henni og kúrir alltaf hérna hjá henni,“ segir Emilía. Tíkin passar líka vel upp á Kókó þegar aðrir hundar koma í heimsókn. „Hún stillir sér fyrir framan hann og bara: þú kemur ekki nálægt honum, hann er bróðir minn,“ segir Emilía. Samband Kókó og Gígju er alveg einstakt. Hér kúra allir hundarnir saman.MYND/EMILÍA KRISTÍN
Dýr Fuglar Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Sjá meira