Mikael afar ósáttur: „Það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 08:00 Mikael Nikulásson var aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn hjá Njarðvík. stöð 2 sport Eins og frá var greint í gær hefur Mikael Nikulássyni verið vikið úr starfi þjálfara 2. deildarliðs Njarðvíkur. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og það var í 4. sæti 2. deildar þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Mikael var í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann er reglulegur gestur. Mikael kvaðst afar ósáttur við Njarðvíkinga og hvernig að brottrekstrinum var staðið. Hann var staddur á Spáni þegar hann fékk símtal um að hann hefði verið leystur undan störfum. „Já, meira segja eins og það hefði verið heiðskýrt í þrjá daga. Það var bara þannig. Það var bara áframhald og ég held að eini maðurinn sem var virkilega ósáttur að hafa ekki farið upp úr deildinni var ég. Flestir sem stóðu á bakvið þessa ákvörðun voru nokkuð sáttir við að taka annað tímabil í 2. deild, byggja upp lið og það var lítið að gerast þegar ég kom,“ sagði Mikael. „Það er búið að vinna í leikmannamálum, búið að endursemja, með pressu frá mér, við leikmenn sem stóðu sig vel í sumar. Það var allt í góðu nema að við fórum ekki upp sem ég var ósáttur með en enginn annar. Það voru reyndar tveir leikir eftir. Þruma úr heiðskíru lofti er vægt til orða tekið,“ bætti Mikael við og sagðist líða eins og hann hefði fengið hníf í bakið. „Þetta er bara hnífsstunga, það er ekkert flóknara en það. Því miður.“ Bjarni Jóhannsson, sem hætti með Vestra eftir tímabilið, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Njarðvík. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég fékk þetta símtal í dag. Við þurfum ekki að vera í neinum feluleikjum. Þú minntist á þetta í Dr. Football fyrir mánuði síðan eða svo. Ég hló þá því ég bjóst ekki við svona vinnubrögðum. Hvorki frá Bjarna, ég tala hreint út, né neinum í Njarðvík og sérstaklega ekki mínum helstu samstarfsmönnum þar,“ sagði Mikael. „Bjarni mun gera fína hluti með þetta lið örugglega og er að fá frábært bú í hendurnar. Það segir sig sjálft. Þetta er draumastarf fyrir hann að taka núna. Ég hef ekki heyrt í Bjarna en að gera þetta svona. Rekið mig ef það er eitthvað að eða árangurinn er lélegur. En þetta er það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu.“ Hlusta má á Dr. Football hér fyrir neðan. Dr. Football Podcast · Doc after Dark - Mike rekinn, Ole tekinn og power rank 10 bestu yfir 30 ára á Ísl Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Eins og frá var greint í gær hefur Mikael Nikulássyni verið vikið úr starfi þjálfara 2. deildarliðs Njarðvíkur. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og það var í 4. sæti 2. deildar þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Mikael var í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann er reglulegur gestur. Mikael kvaðst afar ósáttur við Njarðvíkinga og hvernig að brottrekstrinum var staðið. Hann var staddur á Spáni þegar hann fékk símtal um að hann hefði verið leystur undan störfum. „Já, meira segja eins og það hefði verið heiðskýrt í þrjá daga. Það var bara þannig. Það var bara áframhald og ég held að eini maðurinn sem var virkilega ósáttur að hafa ekki farið upp úr deildinni var ég. Flestir sem stóðu á bakvið þessa ákvörðun voru nokkuð sáttir við að taka annað tímabil í 2. deild, byggja upp lið og það var lítið að gerast þegar ég kom,“ sagði Mikael. „Það er búið að vinna í leikmannamálum, búið að endursemja, með pressu frá mér, við leikmenn sem stóðu sig vel í sumar. Það var allt í góðu nema að við fórum ekki upp sem ég var ósáttur með en enginn annar. Það voru reyndar tveir leikir eftir. Þruma úr heiðskíru lofti er vægt til orða tekið,“ bætti Mikael við og sagðist líða eins og hann hefði fengið hníf í bakið. „Þetta er bara hnífsstunga, það er ekkert flóknara en það. Því miður.“ Bjarni Jóhannsson, sem hætti með Vestra eftir tímabilið, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Njarðvík. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég fékk þetta símtal í dag. Við þurfum ekki að vera í neinum feluleikjum. Þú minntist á þetta í Dr. Football fyrir mánuði síðan eða svo. Ég hló þá því ég bjóst ekki við svona vinnubrögðum. Hvorki frá Bjarna, ég tala hreint út, né neinum í Njarðvík og sérstaklega ekki mínum helstu samstarfsmönnum þar,“ sagði Mikael. „Bjarni mun gera fína hluti með þetta lið örugglega og er að fá frábært bú í hendurnar. Það segir sig sjálft. Þetta er draumastarf fyrir hann að taka núna. Ég hef ekki heyrt í Bjarna en að gera þetta svona. Rekið mig ef það er eitthvað að eða árangurinn er lélegur. En þetta er það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu.“ Hlusta má á Dr. Football hér fyrir neðan. Dr. Football Podcast · Doc after Dark - Mike rekinn, Ole tekinn og power rank 10 bestu yfir 30 ára á Ísl
Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn