Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 13:01 Anton Sveinn McKee keppir í atvinnumannadeildinni í sundi í Búdapest þessa dagana. sundsamband.is Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. Anton vann flottan sigur í 200 metra bringusundi á 2:03,02 mínútum, eða 96/100 úr sekúndu á undan sænska vini sínum Erik Persson sem kom næstur. Anton fékk 9 stig fyrir sigurinn en bætti við þremur stigum sem hann „stal“ af þeim sem lentu í 7. og 8. sæti, þar sem að þeir voru meira en 5 sekúndum á eftir honum. Anton hefur þar með unnið 200 metra bringusundið í tveimur af þremur keppnum sem Toronto hefur keppt í í Meistaradeildinni á síðustu dögum, en öll keppni fer fram í Búdapest og lýkur í þessum mánuði. Hann varð í 2. sæti í einni keppninni. Dæmdur úr keppni í 50 metra sundinu Eftir 200 metra sundið í dag keppti Anton í 50 metra bringusundi en þar var hann dæmdur úr keppni. Ekki er ljóst hvers vegna Anton var dæmdur úr keppni en í stað þess að hann safnaði stigum fyrir sitt lið eins og hann er vanur, þá voru tvö stig tekin af Titans. Staðan eftir fyrri keppnisdag: Energy Standard – 300 stig Toronto Titans – 229 stig Iron – 205 stig DC Trident – 141 stig Í hverju móti taka þátt fjögur af þeim tíu liðum sem eru með í Meistaradeildinni. Fjögur stig fást fyrir efsta sætið, þrjú fyrir 2. sæti, tvö fyrir 3. sæti og eitt fyrir neðsta sætið. Liðin í deildinni hafa keppt í 2-3 mótum hvert og eru Titans í 6.-8. sæti, með 5 stig eftir 2 mót, en á leið upp í efri hlutann eins og staðan er í yfirstandandi móti sem lýkur á morgun. Anton á svo eftir eitt mót til viðbótar, 9.-10. nóvember, áður en undanúrslitin hefjast en þangað komast átta efstu liðin í deildinni. Fjögur komast svo í úrslit. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn með fjórða besta afrekið í sjötta hluta á ISL Íslands- og Norðurlandamet Antons Sveins McKee var eitt besta sundafrekið á ISL í Búdapest. 3. nóvember 2020 16:30 Anton Sveinn synti undir gamla metinu en ekki því nýja Anton Sveinn Mckee náði ekki að bæta við enn einu Íslandsmetinu sínu á ISL mótaröðinni í sundi í dag. 2. nóvember 2020 16:18 Anton Sveinn heldur áfram að slá Íslands- og Norðurlandamet í Búdapest Anton Sveinn McKee setti í dag Íslands- og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi er hann keppti í Búdapest í Ungverjalandi. Átti hann metið fyrir. 1. nóvember 2020 18:11 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Sló fjögur met á tveimur dögum Sundkappinn Anton Sveinn McKee er í hörkuformi þessa dagana. 26. október 2020 07:00 Anton Sveinn setti nýtt Íslands- og Norðurlandamet Anton Sveinn McKee, sundkappi, setti nýtt Íslands -og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi í gær. 25. október 2020 10:00 Íslandsmet féll í Búdapest Anton Sveinn McKee bætti Íslands- og Norðurlandamet þegar hann stakk sér til sunds í Ungverjalandi í dag. 24. október 2020 14:23 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. Anton vann flottan sigur í 200 metra bringusundi á 2:03,02 mínútum, eða 96/100 úr sekúndu á undan sænska vini sínum Erik Persson sem kom næstur. Anton fékk 9 stig fyrir sigurinn en bætti við þremur stigum sem hann „stal“ af þeim sem lentu í 7. og 8. sæti, þar sem að þeir voru meira en 5 sekúndum á eftir honum. Anton hefur þar með unnið 200 metra bringusundið í tveimur af þremur keppnum sem Toronto hefur keppt í í Meistaradeildinni á síðustu dögum, en öll keppni fer fram í Búdapest og lýkur í þessum mánuði. Hann varð í 2. sæti í einni keppninni. Dæmdur úr keppni í 50 metra sundinu Eftir 200 metra sundið í dag keppti Anton í 50 metra bringusundi en þar var hann dæmdur úr keppni. Ekki er ljóst hvers vegna Anton var dæmdur úr keppni en í stað þess að hann safnaði stigum fyrir sitt lið eins og hann er vanur, þá voru tvö stig tekin af Titans. Staðan eftir fyrri keppnisdag: Energy Standard – 300 stig Toronto Titans – 229 stig Iron – 205 stig DC Trident – 141 stig Í hverju móti taka þátt fjögur af þeim tíu liðum sem eru með í Meistaradeildinni. Fjögur stig fást fyrir efsta sætið, þrjú fyrir 2. sæti, tvö fyrir 3. sæti og eitt fyrir neðsta sætið. Liðin í deildinni hafa keppt í 2-3 mótum hvert og eru Titans í 6.-8. sæti, með 5 stig eftir 2 mót, en á leið upp í efri hlutann eins og staðan er í yfirstandandi móti sem lýkur á morgun. Anton á svo eftir eitt mót til viðbótar, 9.-10. nóvember, áður en undanúrslitin hefjast en þangað komast átta efstu liðin í deildinni. Fjögur komast svo í úrslit.
Staðan eftir fyrri keppnisdag: Energy Standard – 300 stig Toronto Titans – 229 stig Iron – 205 stig DC Trident – 141 stig
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn með fjórða besta afrekið í sjötta hluta á ISL Íslands- og Norðurlandamet Antons Sveins McKee var eitt besta sundafrekið á ISL í Búdapest. 3. nóvember 2020 16:30 Anton Sveinn synti undir gamla metinu en ekki því nýja Anton Sveinn Mckee náði ekki að bæta við enn einu Íslandsmetinu sínu á ISL mótaröðinni í sundi í dag. 2. nóvember 2020 16:18 Anton Sveinn heldur áfram að slá Íslands- og Norðurlandamet í Búdapest Anton Sveinn McKee setti í dag Íslands- og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi er hann keppti í Búdapest í Ungverjalandi. Átti hann metið fyrir. 1. nóvember 2020 18:11 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Sló fjögur met á tveimur dögum Sundkappinn Anton Sveinn McKee er í hörkuformi þessa dagana. 26. október 2020 07:00 Anton Sveinn setti nýtt Íslands- og Norðurlandamet Anton Sveinn McKee, sundkappi, setti nýtt Íslands -og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi í gær. 25. október 2020 10:00 Íslandsmet féll í Búdapest Anton Sveinn McKee bætti Íslands- og Norðurlandamet þegar hann stakk sér til sunds í Ungverjalandi í dag. 24. október 2020 14:23 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Anton Sveinn með fjórða besta afrekið í sjötta hluta á ISL Íslands- og Norðurlandamet Antons Sveins McKee var eitt besta sundafrekið á ISL í Búdapest. 3. nóvember 2020 16:30
Anton Sveinn synti undir gamla metinu en ekki því nýja Anton Sveinn Mckee náði ekki að bæta við enn einu Íslandsmetinu sínu á ISL mótaröðinni í sundi í dag. 2. nóvember 2020 16:18
Anton Sveinn heldur áfram að slá Íslands- og Norðurlandamet í Búdapest Anton Sveinn McKee setti í dag Íslands- og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi er hann keppti í Búdapest í Ungverjalandi. Átti hann metið fyrir. 1. nóvember 2020 18:11
„Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01
Sló fjögur met á tveimur dögum Sundkappinn Anton Sveinn McKee er í hörkuformi þessa dagana. 26. október 2020 07:00
Anton Sveinn setti nýtt Íslands- og Norðurlandamet Anton Sveinn McKee, sundkappi, setti nýtt Íslands -og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi í gær. 25. október 2020 10:00
Íslandsmet féll í Búdapest Anton Sveinn McKee bætti Íslands- og Norðurlandamet þegar hann stakk sér til sunds í Ungverjalandi í dag. 24. október 2020 14:23