Arftaki Kristjáns setti á áfengisbann Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 16:01 Kim Ekdahl du Rietz fékk sér í tána á EM ásamt þremur liðsfélögum sínum, og var um það fjallað í sænskum miðlum. Getty/ANDREAS HILLERGREN Sænska karlalandsliðið í handbolta hefur nú fengið skýrar reglur um það að leikmenn megi ekki neyta áfengis á meðan að þeir eru í landsliðsverkefnum. Fjórir leikmenn sænska liðsins báðust afsökunar í janúar, eftir að til þeirra sást drekka áfengi á bar í Malmö, á miðju Evrópumóti. Svíar, sem þá léku undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru á leið í milliriðil í keppninni þar sem þeir töpuðu svo fyrir Portúgal og Noregi en unnu Ungverjaland og Ísland. Um var að ræða lykilmenn í sænska liðinu, þá Jim Gottfridsson, Andreas Nilsson, Lukas Nilsson og Kim Ekdahl du Rietz. „Ég er vonsvikinn með það sem gerðist en leikmennirnir báðust afsökunar fyrir framan allan hópinn og sögðu að þetta myndi ekki gerast aftur,“ sagði Kristján. Du Rietz sagðist eftir mótið aldrei hafa skilið það sem svo að sérstakar reglur giltu um áfengisneyslu leikmanna. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið í fyrsta skiptið sem hann fengi sér vínglas með félögum sínum í landsliðinu. Glenn Solberg tók við sem þjálfari sænska landsliðsins eftir mótið og sagðist í viðtali við Sportbladet leggja mikið upp úr því að menn hefðu rétt hugarfar, innan sem utan vallar. Sænska landsliðið er nú saman í fyrsta sinn eftir EM, vegna leikja í undankeppni næsta EM, og reglurnar eru skýrar: „Það er engin áfengisneysla leyfð og þetta á við um öll verkefni sænska handknattleikssambandsins og öll landsliðin,“ segir Tobias Karlsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og nýr liðsstjóri Svía. Þó sé mögulegt fyrir þjálfarann að gera undanþágu frá reglunni við viss tilefni, en það sé í algjörum undantekningartilvikum. Þetta hafi raunar verið stefnan lengi, en nú sé málið skýrt. EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Sænska karlalandsliðið í handbolta hefur nú fengið skýrar reglur um það að leikmenn megi ekki neyta áfengis á meðan að þeir eru í landsliðsverkefnum. Fjórir leikmenn sænska liðsins báðust afsökunar í janúar, eftir að til þeirra sást drekka áfengi á bar í Malmö, á miðju Evrópumóti. Svíar, sem þá léku undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru á leið í milliriðil í keppninni þar sem þeir töpuðu svo fyrir Portúgal og Noregi en unnu Ungverjaland og Ísland. Um var að ræða lykilmenn í sænska liðinu, þá Jim Gottfridsson, Andreas Nilsson, Lukas Nilsson og Kim Ekdahl du Rietz. „Ég er vonsvikinn með það sem gerðist en leikmennirnir báðust afsökunar fyrir framan allan hópinn og sögðu að þetta myndi ekki gerast aftur,“ sagði Kristján. Du Rietz sagðist eftir mótið aldrei hafa skilið það sem svo að sérstakar reglur giltu um áfengisneyslu leikmanna. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið í fyrsta skiptið sem hann fengi sér vínglas með félögum sínum í landsliðinu. Glenn Solberg tók við sem þjálfari sænska landsliðsins eftir mótið og sagðist í viðtali við Sportbladet leggja mikið upp úr því að menn hefðu rétt hugarfar, innan sem utan vallar. Sænska landsliðið er nú saman í fyrsta sinn eftir EM, vegna leikja í undankeppni næsta EM, og reglurnar eru skýrar: „Það er engin áfengisneysla leyfð og þetta á við um öll verkefni sænska handknattleikssambandsins og öll landsliðin,“ segir Tobias Karlsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og nýr liðsstjóri Svía. Þó sé mögulegt fyrir þjálfarann að gera undanþágu frá reglunni við viss tilefni, en það sé í algjörum undantekningartilvikum. Þetta hafi raunar verið stefnan lengi, en nú sé málið skýrt.
EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira