Fimm sundmenn gætu misst Ólympíuverðlaun vegna eins manns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 10:01 Brenton Rickard með gullverðlaun sín frá HM 2009. EPA/PATRICK B. KRAEMER Ný tækni í baráttunni við ólögleg lyf í íþróttum gerir það að verkum að íþróttafólk getur enn fallið á mjög gömlum lyfjaprófum. Nýjasta dæmið um það kemur frá átta ára gömlum Ólympíuleikum. Ólöglegt efni fannst í sýni ástralska sundmannsins Brenton Rickard þegar sýni hans frá ÓL í London 2012 var skoðað upp á nýtt. Brenton Rickard: Australian Olympic swimmer reveals positive drug test eight years after London Games https://t.co/HoIdzlXY6u— Guardian Australia (@GuardianAus) November 6, 2020 Í sýninu fannst örlítið af efninu furosemide sem er notað til að fela ólögleg efni. Brenton Rickard hefur sjálfur harðneitað því að hafa einhvern tímann tekið ólöglegt lyf. Þegar sýnið var kannað enn betur fannst ekkert annað ólöglegt lyf. Rickard sagðist vera „algjörlega niðurbrotinn“ í tölvupósti til liðsfélagar sína sem Sydney Morning Herald birti. Hann segir málið vera mjög ósanngjarnt og ætlar að berjast fyrir sakleysi sínu. Þetta gæti ekki aðeins bitnað á honum sjálfum því allt ástralska boðssundslandsliðið gæti misst verðlaun sín frá því á leikunum í London. Átralska sveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 fjórsundi og liðfélagar hans, þeir James Magnussen, Christian Sprenger, Hayden Stoeckel, Matt Targett og Tommaso D’Orsogna, gætu því allir þurft að skila bronsinu sínu. Breaking: Australia could be stripped of Olympic swimming medals for the first time after world champion breaststroker Brenton Rickard returned a positive drug test | @SamJaneLane https://t.co/ZsnyC0FrLo— The Sydney Morning Herald (@smh) November 6, 2020 Þetta er líka mikið áfall fyrir Ástrala sem hafa lengi hreykt sér að því að hafa aldrei fallið á lyfjaprófi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Ástralar myndu missa verðlaun á leikunum vegna slíks brots. Alþjóðaólympíunefndin ætlar að taka hart á þessu máli og ætlar með það fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn með það markmið að ógilda öll úrslit Brenton Rickard frá því á Ólympíuleikunum í London 2012. Brenton Rickard komst einnig í úrslit í 100 og 200 metra bringusundi þar sem hann varð sjötti og sjöundi. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Ný tækni í baráttunni við ólögleg lyf í íþróttum gerir það að verkum að íþróttafólk getur enn fallið á mjög gömlum lyfjaprófum. Nýjasta dæmið um það kemur frá átta ára gömlum Ólympíuleikum. Ólöglegt efni fannst í sýni ástralska sundmannsins Brenton Rickard þegar sýni hans frá ÓL í London 2012 var skoðað upp á nýtt. Brenton Rickard: Australian Olympic swimmer reveals positive drug test eight years after London Games https://t.co/HoIdzlXY6u— Guardian Australia (@GuardianAus) November 6, 2020 Í sýninu fannst örlítið af efninu furosemide sem er notað til að fela ólögleg efni. Brenton Rickard hefur sjálfur harðneitað því að hafa einhvern tímann tekið ólöglegt lyf. Þegar sýnið var kannað enn betur fannst ekkert annað ólöglegt lyf. Rickard sagðist vera „algjörlega niðurbrotinn“ í tölvupósti til liðsfélagar sína sem Sydney Morning Herald birti. Hann segir málið vera mjög ósanngjarnt og ætlar að berjast fyrir sakleysi sínu. Þetta gæti ekki aðeins bitnað á honum sjálfum því allt ástralska boðssundslandsliðið gæti misst verðlaun sín frá því á leikunum í London. Átralska sveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 fjórsundi og liðfélagar hans, þeir James Magnussen, Christian Sprenger, Hayden Stoeckel, Matt Targett og Tommaso D’Orsogna, gætu því allir þurft að skila bronsinu sínu. Breaking: Australia could be stripped of Olympic swimming medals for the first time after world champion breaststroker Brenton Rickard returned a positive drug test | @SamJaneLane https://t.co/ZsnyC0FrLo— The Sydney Morning Herald (@smh) November 6, 2020 Þetta er líka mikið áfall fyrir Ástrala sem hafa lengi hreykt sér að því að hafa aldrei fallið á lyfjaprófi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Ástralar myndu missa verðlaun á leikunum vegna slíks brots. Alþjóðaólympíunefndin ætlar að taka hart á þessu máli og ætlar með það fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn með það markmið að ógilda öll úrslit Brenton Rickard frá því á Ólympíuleikunum í London 2012. Brenton Rickard komst einnig í úrslit í 100 og 200 metra bringusundi þar sem hann varð sjötti og sjöundi.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira