Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni með Breiðabliki í sumar. vísir/bára Hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir var kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta, hlaut gullskóinn, varð Íslandsmeistari og stimplaði sig inn í A-landsliðið á árinu 2020. Fjöldi erlendra félaga sækist eftir því að fá hana til sín. Sveindís mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld í veglegum lokahófsþætti. Sérfræðingar þáttarins völdu Sveindísi besta leikmann mótsins og það gerðu einnig leikmenn deildarinnar í árlegri kosningu. Sveindís skoraði 14 mörk, líkt og Agla María Albertsdóttir liðsfélagi hennar hjá Breiðabliki, en hlaut gullskóinn vegna þess að hún spilaði færri mínútur en Agla María. Eftir frábæra frammistöðu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, gegn Lettlandi og Svíþjóð í september, jókst áhugi erlendra félaga á Sveindísi enn frekar og ljóst er að hún gæti vel farið í atvinnumennsku í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk verðlaun sem besti leikmaður Íslandsmótsins í gærkvöld.stöð 2 sport „Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum [síðustu leikir undankeppni EM eru um mánaðamótin]. Ég hugsa bara um það núna og tek léttar æfingar fram að þeim leikjum,“ segir Sveindís, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Margir möguleikar í boði Sveindís er leikmaður Keflavíkur en var að láni hjá Breiðabliki í sumar. Hún skoraði 7 mörk með Keflavík í fyrra og stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina, en Keflavík féll. Sveindís fór þá til Blika og fékk að taka þátt í titilbaráttu, sem vannst: „Já, þetta er gjörólíkt. Í Keflavík í fyrra vorum við í botnbaráttu eiginlega allan tímann. Það er allt annað að koma inn í lið eins og Breiðablik, þar sem er mikið meiri sóknarbolti og það er akkúrat það sem mig langaði að fara í. Ég held því að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Breiðablik, og spila svona mikinn sóknarbolta,“ segir Sveindís. Framhaldið er óráðið: „Ég var að láni frá Keflavík þannig að ég er orðin leikmaður Keflavíkur núna. En það er bara alveg óljóst hvað ég geri. Hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það Það eru margir möguleikar. Þetta er allt opið ennþá, ég hef margt að velja úr og það er bara mjög gaman, en það getur verið svolítið erfitt að velja,“ segir Sveindís. Í „sjokki“ í fyrri hálfleik en naut sín svo gegn HM-bronsliðinu Spurð út í fyrstu landsleikina segir Sveindís: „Þetta var alls ekki auðvelt, og kom mér á óvart eins og mörgum öðrum eflaust. Mér fannst ég bara taka kallinu vel og gerði mitt allra besta. Ég er mjög fegin og þakklát fyrir traustið sem ég fékk.“ Helena benti á að í leiknum við HM-bronslið Svía hefði svo virst sem að Sveindís gerði sér ekki fulla grein fyrir hve góð hún væri fyrr en í seinni hálfleik, þegar hún pakkaði sænsku varnarmönnunum saman: „Já, ég dró mig aðeins til baka í fyrri hálfleik en ég var bara svona aðeins að finna mig. Ég var alveg í sjokki að ég væri að spila á móti svona góðum leikmönnum. En svo kom þetta. Þetta var bara fótbolti, alveg eins og að spila hérna heima, og ég fattaði það í seinni hálfleik.“ Klippa: Sveindís í Pepsi Max mörkunum Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir var kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta, hlaut gullskóinn, varð Íslandsmeistari og stimplaði sig inn í A-landsliðið á árinu 2020. Fjöldi erlendra félaga sækist eftir því að fá hana til sín. Sveindís mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld í veglegum lokahófsþætti. Sérfræðingar þáttarins völdu Sveindísi besta leikmann mótsins og það gerðu einnig leikmenn deildarinnar í árlegri kosningu. Sveindís skoraði 14 mörk, líkt og Agla María Albertsdóttir liðsfélagi hennar hjá Breiðabliki, en hlaut gullskóinn vegna þess að hún spilaði færri mínútur en Agla María. Eftir frábæra frammistöðu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, gegn Lettlandi og Svíþjóð í september, jókst áhugi erlendra félaga á Sveindísi enn frekar og ljóst er að hún gæti vel farið í atvinnumennsku í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk verðlaun sem besti leikmaður Íslandsmótsins í gærkvöld.stöð 2 sport „Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum [síðustu leikir undankeppni EM eru um mánaðamótin]. Ég hugsa bara um það núna og tek léttar æfingar fram að þeim leikjum,“ segir Sveindís, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Margir möguleikar í boði Sveindís er leikmaður Keflavíkur en var að láni hjá Breiðabliki í sumar. Hún skoraði 7 mörk með Keflavík í fyrra og stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina, en Keflavík féll. Sveindís fór þá til Blika og fékk að taka þátt í titilbaráttu, sem vannst: „Já, þetta er gjörólíkt. Í Keflavík í fyrra vorum við í botnbaráttu eiginlega allan tímann. Það er allt annað að koma inn í lið eins og Breiðablik, þar sem er mikið meiri sóknarbolti og það er akkúrat það sem mig langaði að fara í. Ég held því að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Breiðablik, og spila svona mikinn sóknarbolta,“ segir Sveindís. Framhaldið er óráðið: „Ég var að láni frá Keflavík þannig að ég er orðin leikmaður Keflavíkur núna. En það er bara alveg óljóst hvað ég geri. Hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það Það eru margir möguleikar. Þetta er allt opið ennþá, ég hef margt að velja úr og það er bara mjög gaman, en það getur verið svolítið erfitt að velja,“ segir Sveindís. Í „sjokki“ í fyrri hálfleik en naut sín svo gegn HM-bronsliðinu Spurð út í fyrstu landsleikina segir Sveindís: „Þetta var alls ekki auðvelt, og kom mér á óvart eins og mörgum öðrum eflaust. Mér fannst ég bara taka kallinu vel og gerði mitt allra besta. Ég er mjög fegin og þakklát fyrir traustið sem ég fékk.“ Helena benti á að í leiknum við HM-bronslið Svía hefði svo virst sem að Sveindís gerði sér ekki fulla grein fyrir hve góð hún væri fyrr en í seinni hálfleik, þegar hún pakkaði sænsku varnarmönnunum saman: „Já, ég dró mig aðeins til baka í fyrri hálfleik en ég var bara svona aðeins að finna mig. Ég var alveg í sjokki að ég væri að spila á móti svona góðum leikmönnum. En svo kom þetta. Þetta var bara fótbolti, alveg eins og að spila hérna heima, og ég fattaði það í seinni hálfleik.“ Klippa: Sveindís í Pepsi Max mörkunum
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira