Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2020 17:54 Biden hefur góða ástæðu til að vera sigurviss. AP/Paul Sancya Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. Ýmsar vangaveltur eru uppi um framhaldið; mun Trump játa ósigur? Mun hann hringja í Biden? Miðað við það hvernig Trump hefur brugðist við þróun mála hafa margir sínar efasemdir. Biden mun hins vegar ræða við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, í dag og ávarpa þjóðina í kvöld. Biden hefur nú forskot í Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu og hefur verið lýstur sigurvegari í Arizona af AP og Fox News. Samkvæmt þeirra útreikningum dugir Biden eitt ríki í viðbót til að tryggja sér 270 kjörmenn en Trump má alls ekki við því að tapa Georgíu og Pennsylvaníu. Í Georgíu hefur Biden nú 1.564 atkvæða forskot á Trump en um 4.000 atkvæði eru ótalin. Í Pennsylvaníu er forskot Biden 12.390 atkvæði en hann hefur verið að sópa til sín miklum meirihluta þeirra atkvæða sem nú er verið að telja. Þá hefur hann bætt við sig í Nevada, þar sem forskotið stendur nú í 20.542 atkvæðum. Trump hefur verið að vinna á í Arizona. Það er þó alls óvíst að það dugi til, þar sem hann hefur verið að fá 51% atkvæða í dag en þarf 58 til 60% atkvæða til að taka fram úr Biden. Næstu tímar munu leiða í ljós hvort gerist næst; að AP eða Fox ríða á vaðið og lýsa Biden sigurvegara í einu ríki til viðbótar og þar með næsta forseta, eða hvort það gerist á undan að New York Times, Washington Post og sjónvarpsstöðvarnar lýsi Biden sigurvegara í Arizona og hann fari í 264 kjörmenn hjá þeim. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. Ýmsar vangaveltur eru uppi um framhaldið; mun Trump játa ósigur? Mun hann hringja í Biden? Miðað við það hvernig Trump hefur brugðist við þróun mála hafa margir sínar efasemdir. Biden mun hins vegar ræða við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, í dag og ávarpa þjóðina í kvöld. Biden hefur nú forskot í Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu og hefur verið lýstur sigurvegari í Arizona af AP og Fox News. Samkvæmt þeirra útreikningum dugir Biden eitt ríki í viðbót til að tryggja sér 270 kjörmenn en Trump má alls ekki við því að tapa Georgíu og Pennsylvaníu. Í Georgíu hefur Biden nú 1.564 atkvæða forskot á Trump en um 4.000 atkvæði eru ótalin. Í Pennsylvaníu er forskot Biden 12.390 atkvæði en hann hefur verið að sópa til sín miklum meirihluta þeirra atkvæða sem nú er verið að telja. Þá hefur hann bætt við sig í Nevada, þar sem forskotið stendur nú í 20.542 atkvæðum. Trump hefur verið að vinna á í Arizona. Það er þó alls óvíst að það dugi til, þar sem hann hefur verið að fá 51% atkvæða í dag en þarf 58 til 60% atkvæða til að taka fram úr Biden. Næstu tímar munu leiða í ljós hvort gerist næst; að AP eða Fox ríða á vaðið og lýsa Biden sigurvegara í einu ríki til viðbótar og þar með næsta forseta, eða hvort það gerist á undan að New York Times, Washington Post og sjónvarpsstöðvarnar lýsi Biden sigurvegara í Arizona og hann fari í 264 kjörmenn hjá þeim.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45