„Ég verð ekki sú síðasta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 07:48 Kamala við ræðupúltið í nótt. Tasos Katopodis/Getty Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Það varð ljóst í gær, þegar meðframbjóðandi hennar, Joe Biden, tryggði sér sigur yfir Donald Trump, sitjandi forseta, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Harris verður ekki einungis fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta, heldur einnig fyrsta svarta konan í embættinu. Hingað til hafa allir varaforsetar Bandaríkjanna verið hvítir karlmenn. Embættistaka Harris mun því brjóta blað í sögu Bandaríkjanna, þar sem hún verður í janúar hæst setta konan í sögu embættiskerfi Bandaríkjanna. Í ræðu sinni, sem hún hélt nokkrum klukkutímum eftir að ljóst var að sigurinn væri í höfn, sagði Harris að baráttu þyrfti til að vernda bandarískt lýðræði. „Það krefst fórnar. En það er líka gleði fólgin í því, sem og árangur. Af því að við, fólkið, búum yfir kraftinum til að skapa betri framtíð,“ sagði Harris. Harris vottaði öllum konum Bandaríkjanna virðingu sína í ræðunni, bæði núlifandi og konum sem höfðu rutt veginn. Hún heiðraði sérstaklega framlag svartra kvenna, sem barist höfðu fyrir kvenréttindum, jafnrétti og borgaralegum réttindum. Sagði hún þær vera leiðtoga sem „of oft væri litið fram hjá, en hefðu oft sannað sig sem máttarstólpa“ bandarísks lýðræðis. Hafnaði því að vera hófsamur kostur Í ræðunni hafnaði Harris þá þeirri orðræðu sem gætt hefur í kring um val Bidens á henni í embættið, um að hún hafi verið hófsamur kostur til varaforsetaefnis demókrata, valin til að vera mótvægi við aldur, hugmyndafræði og kynþátt Joes Bidens, nýkjörins forseta. Sagði hún veru hennar á sviðinu í nótt vera til marks um dirfsku Biden. „Að hann hafi haft kjarkinn til þess að takast á við eina af grundvallarhindrunum þess lands og velja konu í embætti varaforseta.“ Harris vék í ræðunni sérstaklega að móður sinni, Shyamala Gopalan, sem kom til Kaliforníu frá Indlandi árið 1958. „Hún sá þetta augnablik kannski ekki fyrir sér. En hún trúði staðfastlega á Bandaríki þar sem augnablik sem þetta væri mögulegt. Þá gaf Kamala bandarísku þjóðinni áhrifamikið loforð í ræðunni: „Ég verð kannski fyrsta konan til að gegna þessu embætti, en ég verð ekki sú síðasta, af því að hver einasta litla stúlka sem horfir í kvöld sér að við búum í landi tækifæranna,“ sagði Harris. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07 Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Það varð ljóst í gær, þegar meðframbjóðandi hennar, Joe Biden, tryggði sér sigur yfir Donald Trump, sitjandi forseta, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Harris verður ekki einungis fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta, heldur einnig fyrsta svarta konan í embættinu. Hingað til hafa allir varaforsetar Bandaríkjanna verið hvítir karlmenn. Embættistaka Harris mun því brjóta blað í sögu Bandaríkjanna, þar sem hún verður í janúar hæst setta konan í sögu embættiskerfi Bandaríkjanna. Í ræðu sinni, sem hún hélt nokkrum klukkutímum eftir að ljóst var að sigurinn væri í höfn, sagði Harris að baráttu þyrfti til að vernda bandarískt lýðræði. „Það krefst fórnar. En það er líka gleði fólgin í því, sem og árangur. Af því að við, fólkið, búum yfir kraftinum til að skapa betri framtíð,“ sagði Harris. Harris vottaði öllum konum Bandaríkjanna virðingu sína í ræðunni, bæði núlifandi og konum sem höfðu rutt veginn. Hún heiðraði sérstaklega framlag svartra kvenna, sem barist höfðu fyrir kvenréttindum, jafnrétti og borgaralegum réttindum. Sagði hún þær vera leiðtoga sem „of oft væri litið fram hjá, en hefðu oft sannað sig sem máttarstólpa“ bandarísks lýðræðis. Hafnaði því að vera hófsamur kostur Í ræðunni hafnaði Harris þá þeirri orðræðu sem gætt hefur í kring um val Bidens á henni í embættið, um að hún hafi verið hófsamur kostur til varaforsetaefnis demókrata, valin til að vera mótvægi við aldur, hugmyndafræði og kynþátt Joes Bidens, nýkjörins forseta. Sagði hún veru hennar á sviðinu í nótt vera til marks um dirfsku Biden. „Að hann hafi haft kjarkinn til þess að takast á við eina af grundvallarhindrunum þess lands og velja konu í embætti varaforseta.“ Harris vék í ræðunni sérstaklega að móður sinni, Shyamala Gopalan, sem kom til Kaliforníu frá Indlandi árið 1958. „Hún sá þetta augnablik kannski ekki fyrir sér. En hún trúði staðfastlega á Bandaríki þar sem augnablik sem þetta væri mögulegt. Þá gaf Kamala bandarísku þjóðinni áhrifamikið loforð í ræðunni: „Ég verð kannski fyrsta konan til að gegna þessu embætti, en ég verð ekki sú síðasta, af því að hver einasta litla stúlka sem horfir í kvöld sér að við búum í landi tækifæranna,“ sagði Harris.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07 Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07
Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46
Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57