Georgíumenn mótmæla niðurstöðu þingkosninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 17:41 Georgíumenn mótmæltu niðurstöðu þingkosninga í dag. Vísir/EPA Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Mótmælendur krefjast þess að nýjar kosningar verði haldnar, en stjórnarandstöðuflokkarnir hafa neitað að viðurkenna kosninganiðurstöðurnar. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir að stjórnarflokkurinn Georgískur draumur (e. Georgian Dream) hafi hlotið 48,23 prósent atkvæða og að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sameinaða þjóðarhreyfingin (e. United National Movement), hafi hlotið 27,18 prósent atkvæða. Eftir að niðurstöður lágu fyrir um yfirgnæfandi sigur Georgíska draumsins, sem gaf honum umboð til stjórnarmyndunar, ákváðu átta stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal Sameinaða þjóðarhreyfingin, að sniðganga þingið. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarflokkinn og stuðningsmenn hans um að hafa keypt sér atkvæði, hafa hótað kjósendum og eftirlitsmönnum kosninganna og að hafa svindlað við talningu atkvæða. Leiðtogar Georgíska draumsins hafa neitað þeim ásökunum. „Þessi stjórn er ólögmæt… þessar kosninganiðurstöður eru ólögmætar,“ sagði Nika Melia, leiðtogi Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar, í ávarpi sem hún flutti fyrir mótmælendur. Tekið er fram í frétt Reuters að flestir þeirra hafi borið grímur fyrir vitum vegna faraldurs kórónuveiru. Meira en 30 stjórnarandstöðuflokkar tóku saman höndum og gáfu Bidzina Ivanishvili, stofnanda Georgíska draumsins og auðugasta manni landsins, frest til sunnudagskvölds til þess að reka Tamar Zhvania, yfirmann kjörstjórnar og boða nýjar kosningar. Enn hafa engin svör borist frá Ivanishvili eða ríkisstjórninni. Gagnrýnendur segja að Ivanishvili, sem fer ekki með neina opinbera stöðu í landinu, stjórni því á bak við tjöldin. Georgíski draumurinn hefur neitað þeim ásökunum en flokkurinn hefur verið í meirihluta síðustu tvö kjörtímabil. Hagkerfi landsins hefur átt erfitt uppdráttar frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þá hefur útgöngubann í stærstu borgum landsins verið boðað sem tekur gildi á mánudag en mikil aukning hefur verið í greiningu smita frá því snemma í september. Georgía Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Mótmælendur krefjast þess að nýjar kosningar verði haldnar, en stjórnarandstöðuflokkarnir hafa neitað að viðurkenna kosninganiðurstöðurnar. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir að stjórnarflokkurinn Georgískur draumur (e. Georgian Dream) hafi hlotið 48,23 prósent atkvæða og að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sameinaða þjóðarhreyfingin (e. United National Movement), hafi hlotið 27,18 prósent atkvæða. Eftir að niðurstöður lágu fyrir um yfirgnæfandi sigur Georgíska draumsins, sem gaf honum umboð til stjórnarmyndunar, ákváðu átta stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal Sameinaða þjóðarhreyfingin, að sniðganga þingið. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarflokkinn og stuðningsmenn hans um að hafa keypt sér atkvæði, hafa hótað kjósendum og eftirlitsmönnum kosninganna og að hafa svindlað við talningu atkvæða. Leiðtogar Georgíska draumsins hafa neitað þeim ásökunum. „Þessi stjórn er ólögmæt… þessar kosninganiðurstöður eru ólögmætar,“ sagði Nika Melia, leiðtogi Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar, í ávarpi sem hún flutti fyrir mótmælendur. Tekið er fram í frétt Reuters að flestir þeirra hafi borið grímur fyrir vitum vegna faraldurs kórónuveiru. Meira en 30 stjórnarandstöðuflokkar tóku saman höndum og gáfu Bidzina Ivanishvili, stofnanda Georgíska draumsins og auðugasta manni landsins, frest til sunnudagskvölds til þess að reka Tamar Zhvania, yfirmann kjörstjórnar og boða nýjar kosningar. Enn hafa engin svör borist frá Ivanishvili eða ríkisstjórninni. Gagnrýnendur segja að Ivanishvili, sem fer ekki með neina opinbera stöðu í landinu, stjórni því á bak við tjöldin. Georgíski draumurinn hefur neitað þeim ásökunum en flokkurinn hefur verið í meirihluta síðustu tvö kjörtímabil. Hagkerfi landsins hefur átt erfitt uppdráttar frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þá hefur útgöngubann í stærstu borgum landsins verið boðað sem tekur gildi á mánudag en mikil aukning hefur verið í greiningu smita frá því snemma í september.
Georgía Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira