Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 18:45 Albert Jónsson er fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum. EINAR ÁRNASON Fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum segir Biden hafa talað til stuðningsmanna Trumps í kosningabaráttunni hvað varðar alþjóðavæðingu. Með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland. Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðing og fyrrverandi sendiherra til sín Víglínuna til að ræða þessi samskipti í framtíðinni og hvort þau muni breytast með kjöri Joe Biden í stól forseta Bandaríkjanna. Albert telur að með tilkomu Biden muni samkeppni Bandaríkjanna við Kína ekki breytast. „Það er kannski klisja að segja að utanríkismálin ráðist af hagsmunum og innanlandsþáttum en það er samt þannig,“ sagði Albert Jónsson í Víglínunni. Biden sagðist í kosningabaráttunni ætla að gæta vel að samkeppnisstöðu Bandaríkjanna þegar kemur að loftslagamálum. Orð hans hafi verið á þá leið að ekki verði kvaðir lagðar á Bandarísk fyrirtæki vegna loftstlagsmála sem ekki verði lagðar á aðrar þjóðir. Fylgst verði með því hvaða birgðar önnur ríki taki á sig. „Þetta endurómar af því sem Trump hefur sagt. Hann sagði Bandaríkin frá Parísarsamningnum vegna þess að hann myndi skaða Bandaríkin og samkeppnisstöðu þeirra.“ Samkeppni við Kína stóri þátturinn Albert segir samkeppni við Kína stóra þáttinn í utanríkis- og öryggismálastefnu Bandaríkjanna. Í þættinum rifja Albert og Heimir upp heimsóknir Mike Pence, fráfarandi varaforseta Bandaríkjanna og utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins á síðasta ári ásamt áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi. Albert segir heimsóknir Bandaríkjamanna hingað til lands ákveðið mótvægi við Kínverja. „Kínverjar eru ekki umsvifamiklir í okkar heimshluta, að minnsta kosti ekki enn. Þarna eru Bandaríkin að horfa til lengri tíma,“ sagði Albert. Umsvif Kínverja á Norðurslóðum séu fyrst og fremst í Norðurhluta Rússlands þar sem farin er í gang mikil gas- og olíuvinnsla sem þeir eru aðilar að. „Ég hygg að Bandaríkin horfi til þessara hluta fram í tímann, til harðnandi samkeppni við Kína á heimsvísu og til þess að hafa Grænland og Ísland sögulega tengst vörnum Norður Ameríku og ég held að það megi orða það þannig að þeir líti svo á að Grænland og Ísland séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna.“ Albert segir hugmyndir um aukna hafnaraðstöðu ríma við stefnumótun Bandaríkjahers og Bandarískra stjórnvalda um aukna viðveru á Norðurslóðum. „En hvað varðar kafbátarflugsveit - það kom mér mjög á óvart vegna þess að í fyrsta lagi hefur Bandaríkjafloti þá aðstöðu hér sem hann þarf,“ sagði Albert. „Föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi – ég sé það ekki fyrir mér.“ Víglínan Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum segir Biden hafa talað til stuðningsmanna Trumps í kosningabaráttunni hvað varðar alþjóðavæðingu. Með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland. Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðing og fyrrverandi sendiherra til sín Víglínuna til að ræða þessi samskipti í framtíðinni og hvort þau muni breytast með kjöri Joe Biden í stól forseta Bandaríkjanna. Albert telur að með tilkomu Biden muni samkeppni Bandaríkjanna við Kína ekki breytast. „Það er kannski klisja að segja að utanríkismálin ráðist af hagsmunum og innanlandsþáttum en það er samt þannig,“ sagði Albert Jónsson í Víglínunni. Biden sagðist í kosningabaráttunni ætla að gæta vel að samkeppnisstöðu Bandaríkjanna þegar kemur að loftslagamálum. Orð hans hafi verið á þá leið að ekki verði kvaðir lagðar á Bandarísk fyrirtæki vegna loftstlagsmála sem ekki verði lagðar á aðrar þjóðir. Fylgst verði með því hvaða birgðar önnur ríki taki á sig. „Þetta endurómar af því sem Trump hefur sagt. Hann sagði Bandaríkin frá Parísarsamningnum vegna þess að hann myndi skaða Bandaríkin og samkeppnisstöðu þeirra.“ Samkeppni við Kína stóri þátturinn Albert segir samkeppni við Kína stóra þáttinn í utanríkis- og öryggismálastefnu Bandaríkjanna. Í þættinum rifja Albert og Heimir upp heimsóknir Mike Pence, fráfarandi varaforseta Bandaríkjanna og utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins á síðasta ári ásamt áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi. Albert segir heimsóknir Bandaríkjamanna hingað til lands ákveðið mótvægi við Kínverja. „Kínverjar eru ekki umsvifamiklir í okkar heimshluta, að minnsta kosti ekki enn. Þarna eru Bandaríkin að horfa til lengri tíma,“ sagði Albert. Umsvif Kínverja á Norðurslóðum séu fyrst og fremst í Norðurhluta Rússlands þar sem farin er í gang mikil gas- og olíuvinnsla sem þeir eru aðilar að. „Ég hygg að Bandaríkin horfi til þessara hluta fram í tímann, til harðnandi samkeppni við Kína á heimsvísu og til þess að hafa Grænland og Ísland sögulega tengst vörnum Norður Ameríku og ég held að það megi orða það þannig að þeir líti svo á að Grænland og Ísland séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna.“ Albert segir hugmyndir um aukna hafnaraðstöðu ríma við stefnumótun Bandaríkjahers og Bandarískra stjórnvalda um aukna viðveru á Norðurslóðum. „En hvað varðar kafbátarflugsveit - það kom mér mjög á óvart vegna þess að í fyrsta lagi hefur Bandaríkjafloti þá aðstöðu hér sem hann þarf,“ sagði Albert. „Föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi – ég sé það ekki fyrir mér.“
Víglínan Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira