Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 19:42 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, er ötull stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. „Þar til yfirstandandi deilur um kosningarnar eru leystar er ekki viðeigandi að við tjáum okkur frekar um þær,“ segir Patrick Geraghty, talsmaður Bandaríska sendiráðsins hér á landi í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir aðaláherslu sendiráðsins að tryggja heilindi framvindu kosninganna þannig að þegar öll atkvæði hafa verið talin hafi þjóðin með sanngirni, friðsamlega og lýðræðislega kjörið fulltrúa sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til sendiráðsins í gær og bað um viðtal við Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna kosninga. Sendiherrann baðst undan því. Í svari Geraghty segir að eftir að öllu kosningaferlinu er lokið muni sendiráðið halda áfram að vinna að farsælu og góðu sambandi Bandaríkjanna og Íslands. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Gunter hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan hann tók við embætti sendiherra hér á landi. Síðast þann 31. október sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu. Í sumar var hann harðlega gagnrýndur eftir að hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna.“ Íslendingar svöruðu honum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Bandaríkjamenn á Íslandi söfnuðu í kjölfarið undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. „Þar til yfirstandandi deilur um kosningarnar eru leystar er ekki viðeigandi að við tjáum okkur frekar um þær,“ segir Patrick Geraghty, talsmaður Bandaríska sendiráðsins hér á landi í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir aðaláherslu sendiráðsins að tryggja heilindi framvindu kosninganna þannig að þegar öll atkvæði hafa verið talin hafi þjóðin með sanngirni, friðsamlega og lýðræðislega kjörið fulltrúa sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til sendiráðsins í gær og bað um viðtal við Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna kosninga. Sendiherrann baðst undan því. Í svari Geraghty segir að eftir að öllu kosningaferlinu er lokið muni sendiráðið halda áfram að vinna að farsælu og góðu sambandi Bandaríkjanna og Íslands. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Gunter hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan hann tók við embætti sendiherra hér á landi. Síðast þann 31. október sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu. Í sumar var hann harðlega gagnrýndur eftir að hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna.“ Íslendingar svöruðu honum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Bandaríkjamenn á Íslandi söfnuðu í kjölfarið undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17
Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09