Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 19:42 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, er ötull stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. „Þar til yfirstandandi deilur um kosningarnar eru leystar er ekki viðeigandi að við tjáum okkur frekar um þær,“ segir Patrick Geraghty, talsmaður Bandaríska sendiráðsins hér á landi í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir aðaláherslu sendiráðsins að tryggja heilindi framvindu kosninganna þannig að þegar öll atkvæði hafa verið talin hafi þjóðin með sanngirni, friðsamlega og lýðræðislega kjörið fulltrúa sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til sendiráðsins í gær og bað um viðtal við Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna kosninga. Sendiherrann baðst undan því. Í svari Geraghty segir að eftir að öllu kosningaferlinu er lokið muni sendiráðið halda áfram að vinna að farsælu og góðu sambandi Bandaríkjanna og Íslands. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Gunter hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan hann tók við embætti sendiherra hér á landi. Síðast þann 31. október sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu. Í sumar var hann harðlega gagnrýndur eftir að hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna.“ Íslendingar svöruðu honum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Bandaríkjamenn á Íslandi söfnuðu í kjölfarið undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. „Þar til yfirstandandi deilur um kosningarnar eru leystar er ekki viðeigandi að við tjáum okkur frekar um þær,“ segir Patrick Geraghty, talsmaður Bandaríska sendiráðsins hér á landi í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir aðaláherslu sendiráðsins að tryggja heilindi framvindu kosninganna þannig að þegar öll atkvæði hafa verið talin hafi þjóðin með sanngirni, friðsamlega og lýðræðislega kjörið fulltrúa sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til sendiráðsins í gær og bað um viðtal við Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna kosninga. Sendiherrann baðst undan því. Í svari Geraghty segir að eftir að öllu kosningaferlinu er lokið muni sendiráðið halda áfram að vinna að farsælu og góðu sambandi Bandaríkjanna og Íslands. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Gunter hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan hann tók við embætti sendiherra hér á landi. Síðast þann 31. október sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu. Í sumar var hann harðlega gagnrýndur eftir að hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna.“ Íslendingar svöruðu honum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Bandaríkjamenn á Íslandi söfnuðu í kjölfarið undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17
Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09