Lyktar- og bragðskyn í ólagi sjö mánuðum eftir smit: „Ef ég finn lykt þá er hún vond“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 10:31 Regína Ósk finnur í dag bara vonda lykt sjö mánuðum eftir að hún smitaðist af kórónuveirunni. Söngkonan vinsæla Regína Ósk veiktist illa af kórónuveirunni og er enn að kljást við eftirköstin. Í dag finnur hún ekkert almennilegt bragð af mat og lyktarskynið er allt í rugli, því hlutir sem lyktuðu vel hér áður finnst henni ógeðslegir í dag. Sælkerinn Regína Ósk finnur því fyrir minni lífsgæðum að geta ekki notið góðs matar. Vala Matt heimsótti Regínu Ósk á dögunum og fékk að heyra þessa reynslusögu hennar og einnig talar Regína um það hvernig hún upplifði rosalega höfnunartilfinningu og fór langt niður andlega þegar hún var látin hætta snemma í keppninni Allir geta dansað á Stöð 2. En þá hafði hún hafði fengið gríðarlega góðar einkunnir hjá dómurunum en það dugði ekki til. „Ég veiktist kannski ekki illa eins og margir og lenti ekkert á sjúkrahúsi. Ég veiktist í rauninni svolítið vægt en eftir á að hyggja var þetta svolítið töff,“ segir Regína og heldur áfram. „Þetta var alveg mikill hausverkur og lyktar- og bragðskynið fór eins og hjá svo mörgum öðrum og bara svona mikið slen. Maður var bara ekki maður sjálfur, rosalega mikið kvef og þrýstingur í höfði. Núna veit ég hvernig mígrenissjúklingum líður, ég fékk bara svona höfuðverkjaköst.“ Eins og áður segir missti Regína lyktar- og bragðskyn. „Sko ég finn eitthvað bragð og lykt núna en þetta er bara allt í rugli. Fyrst þegar ég veiktist fann ég ekki neitt, hvorki lykt né bragð. Svo fyrir svona tveimur mánuðum þá fór ég að halda að allt sem ég væri að borða eða drekka væri ónýtt eða myglað. Þá fór ég að finna svona vont bragð af matnum. Í dag finn ég lykt af kaffinu en það er ekki kaffilyktin sem ég þekkti. Það er bara komin ný lykt af kaffi og hún er ekki eins góð.“ Finnur allt í einu reykingarlykt Hún segist kalla allar lykir núna Covid-lyktina. „Ég las svo góða grein um daginn og næsta skref hjá mér er að fara þjálfa upp lyktarskynið. Svo t.d. á kvöldin finn ég reykingarlykt upp úr þurru. Það reykir enginn hérna og svo finn ég steikingarlykt og allskonar hellist bara yfir mann. Þetta er mjög skrýtið.“ Hún segir að það séu bæði jákvæðir og neikvæðir hlutir í þessu ástandi. „Allir orkudrykkir og svona drykkir með sætuefni eins og Pepsi Max, það er bara orðið ógeðslegt og ég get ekki drukkið það sem er jákvætt því þetta er óhollt. Kampavín og rauðvín ég sækist ekki í þetta því annaðhvort er ekkert bragð eða vont bragð og maður hefur alveg gott af því að sleppa því. Ég get eiginlega bara drukkið venjulegt sódavatn og stundum þrái ég að fá eitthvað annað bragð.“ Hún segir að þetta séu skert lífsgæði. „Sem betur fer er ég með orkuna mína eins og margir hafa verið að kljást við og geta ekki unnið fullan vinnudag. Ég er með fulla orku og er að hreyfa mig og ég þakka guði fyrir það að það hafi ekki verið tekið frá mér, þá hefði ég misst vitið,“ segir Regína sem hefur lent í því að vera að baka köku og gleymir henni í ofninum þar sem hún finnur enga lykt á heimilinu. Því hefur hún brennt köku og samloku í samlokugrillinu. „Ég finn aldrei góða lykt, ef ég finn lykt þá er hún vond,“ segir Regína en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Söngkonan vinsæla Regína Ósk veiktist illa af kórónuveirunni og er enn að kljást við eftirköstin. Í dag finnur hún ekkert almennilegt bragð af mat og lyktarskynið er allt í rugli, því hlutir sem lyktuðu vel hér áður finnst henni ógeðslegir í dag. Sælkerinn Regína Ósk finnur því fyrir minni lífsgæðum að geta ekki notið góðs matar. Vala Matt heimsótti Regínu Ósk á dögunum og fékk að heyra þessa reynslusögu hennar og einnig talar Regína um það hvernig hún upplifði rosalega höfnunartilfinningu og fór langt niður andlega þegar hún var látin hætta snemma í keppninni Allir geta dansað á Stöð 2. En þá hafði hún hafði fengið gríðarlega góðar einkunnir hjá dómurunum en það dugði ekki til. „Ég veiktist kannski ekki illa eins og margir og lenti ekkert á sjúkrahúsi. Ég veiktist í rauninni svolítið vægt en eftir á að hyggja var þetta svolítið töff,“ segir Regína og heldur áfram. „Þetta var alveg mikill hausverkur og lyktar- og bragðskynið fór eins og hjá svo mörgum öðrum og bara svona mikið slen. Maður var bara ekki maður sjálfur, rosalega mikið kvef og þrýstingur í höfði. Núna veit ég hvernig mígrenissjúklingum líður, ég fékk bara svona höfuðverkjaköst.“ Eins og áður segir missti Regína lyktar- og bragðskyn. „Sko ég finn eitthvað bragð og lykt núna en þetta er bara allt í rugli. Fyrst þegar ég veiktist fann ég ekki neitt, hvorki lykt né bragð. Svo fyrir svona tveimur mánuðum þá fór ég að halda að allt sem ég væri að borða eða drekka væri ónýtt eða myglað. Þá fór ég að finna svona vont bragð af matnum. Í dag finn ég lykt af kaffinu en það er ekki kaffilyktin sem ég þekkti. Það er bara komin ný lykt af kaffi og hún er ekki eins góð.“ Finnur allt í einu reykingarlykt Hún segist kalla allar lykir núna Covid-lyktina. „Ég las svo góða grein um daginn og næsta skref hjá mér er að fara þjálfa upp lyktarskynið. Svo t.d. á kvöldin finn ég reykingarlykt upp úr þurru. Það reykir enginn hérna og svo finn ég steikingarlykt og allskonar hellist bara yfir mann. Þetta er mjög skrýtið.“ Hún segir að það séu bæði jákvæðir og neikvæðir hlutir í þessu ástandi. „Allir orkudrykkir og svona drykkir með sætuefni eins og Pepsi Max, það er bara orðið ógeðslegt og ég get ekki drukkið það sem er jákvætt því þetta er óhollt. Kampavín og rauðvín ég sækist ekki í þetta því annaðhvort er ekkert bragð eða vont bragð og maður hefur alveg gott af því að sleppa því. Ég get eiginlega bara drukkið venjulegt sódavatn og stundum þrái ég að fá eitthvað annað bragð.“ Hún segir að þetta séu skert lífsgæði. „Sem betur fer er ég með orkuna mína eins og margir hafa verið að kljást við og geta ekki unnið fullan vinnudag. Ég er með fulla orku og er að hreyfa mig og ég þakka guði fyrir það að það hafi ekki verið tekið frá mér, þá hefði ég misst vitið,“ segir Regína sem hefur lent í því að vera að baka köku og gleymir henni í ofninum þar sem hún finnur enga lykt á heimilinu. Því hefur hún brennt köku og samloku í samlokugrillinu. „Ég finn aldrei góða lykt, ef ég finn lykt þá er hún vond,“ segir Regína en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira