Goðsagnir Keflavíkur í kvennakörfunni og þessi eina sem var alltaf rangstæð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 14:31 Björg Hafsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir voru leiðtogar kvennaliðs Keflavíkur frá því löngu fyrir tvítugt. Báðar eru goðsagnir í íslenskri kvennakörfu. Skjámynd/S2 Sport Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi litu til baka og skoðuðu gullaldarlið Keflavíkur í kvennakörfunni frá árunum 1988 til 2005. Á þessum árum lögðu Keflavíkurkonur grunninn að því stórveldi sem Keflavík er í kvennakörfunni. Keflavíkurkonur kom fyrst upp í efstu deild með kornungt lið tímabilið 1985-86 og aðeins tveimur árum síðar þá var fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í húsi. Keflavíkurkonur unnu síðan tólf Íslandsmeistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla á árunum 1988 til 2005 eða þar til að goðsögnin Anna María Sveinsdóttir lagði skóna á hilluna. Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir voru leiðtogar þessa unga Keflavíkurliðs sem braut ísinn í lok níunda áratugarins en með liðinu spiluðu einnig fleiri frábærir leikmenn eins og Kristín Blöndal, Erla Reynisdóttir, Erla Þorsteinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Eina konan til að verða körfuboltamaður ársins Anna María Sveinsdóttir var fyrsta konan til að skora fimm þúsund stig í efstu deild og átti flest met þegar hún lagði skóna á hilluna árið 2006. Anna María var meðal annars eina konan til að vera kosinn körfuboltamaður ársins á Íslandi þegar verðlaunin voru ekki kynjaskipt. Anna María var sex sinnum kosin leikmaður ársins í deildinni, komst tíu sinnum í lið ársins og vann alls 22 Íslands- og bikarmeistaratitla með liðinu. Jón Halldór Eðvaldsson var í þættinum en hann þekkir vel til kvennakörfunnar í Keflavíkur enda bæði núverandi og fyrrverandi þjálfari liðsins. „Það gerist eitthvað í upphafi sem gerir það að verkum að þær vinna. Það var þá engin hefð fyrir íslenskum kvennakörfubolta. Sjáið bara íþróttahúsið í Keflavík á þessum myndum. Það er verið að tala um það kvennaíþróttir á Íslandi fái ekki mikla athygli. Það var stútfullt hús þarna og allt að gerast,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Ekki hægt annað en að hrífast með þeim „Þú gast ekki annað en hrifist með þeim. Anna María er búin að stimpla sig inn sem goðsögn í íslenskum körfubolta. Ef þú hittir Önnu Maríu út í búð þá geislar af henni enn í dag. Það er einhver karismi sem hún hefur. Svo var hún með Björgu Hafsteinsdóttur sem var fyrir mér bara stórkostlegur leikmaður, leikstjórnandi og frábær þriggja stiga skytta. Hún féll svolítið í skuggann á Önnu Maríu og það gerðu þær allar,“ sagði Jón Halldór. Björg Hafsteinsdóttir setti skóna upp á hillu næstum því áratug á undan Önnu Maríu en hún hafði fram að því átt magnaðan feril. „Hún var þvílík skytta og stýrði þessu bara. Þetta var bara yfirburðarlið á sínum tíma. Allir þessir titlar á þessum átján árum. Það er ekki bara ein kynslóð sem vinnur þetta allt saman. Leikmenn komu bara á færibandi og svona er þetta búið að vera í Keflavík frá því að ég man eftir mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var líka í þættinum og hefur eins og Jón Halldór einnig gert kvennalið að Íslandsmeisturum. Endalaus framleiðsla „Í upphafi komu einhverjir leikmenn saman og þetta smellur. Svo í kjölfarið þá verður bara hefð fyrir kvennakörfubolta í Keflavík og það er bara endalaus framleiðsla. Konan mín yrði brjáluð ef ég myndi ekki nefna hana á nafn (Marín Rós Karlsdóttir) en hún kom inn í þetta fimmtán ára gömul og spilaði sautján ára í bikarúrslitaleik. Þú ert með Erlu Reynis og þú ert með Erlu Þorsteins. Þú ert með Kristínu Blöndal. Reyndar hún var alltaf rangstæð og var eini körfuboltamaðurinn á Íslandi sem var alltaf rangstæður. Ef VAR hefði verið upp á þessum tíma þá hefði hún verið alltaf rangstæð,“ sagði Jón Halldór í léttum tón. Það má finna alla umfjöllunina og umræðuna um kvennalið Keflavíkur í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Gullaldarlið Keflavíkur í kvennakörfunni Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi litu til baka og skoðuðu gullaldarlið Keflavíkur í kvennakörfunni frá árunum 1988 til 2005. Á þessum árum lögðu Keflavíkurkonur grunninn að því stórveldi sem Keflavík er í kvennakörfunni. Keflavíkurkonur kom fyrst upp í efstu deild með kornungt lið tímabilið 1985-86 og aðeins tveimur árum síðar þá var fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í húsi. Keflavíkurkonur unnu síðan tólf Íslandsmeistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla á árunum 1988 til 2005 eða þar til að goðsögnin Anna María Sveinsdóttir lagði skóna á hilluna. Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir voru leiðtogar þessa unga Keflavíkurliðs sem braut ísinn í lok níunda áratugarins en með liðinu spiluðu einnig fleiri frábærir leikmenn eins og Kristín Blöndal, Erla Reynisdóttir, Erla Þorsteinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Eina konan til að verða körfuboltamaður ársins Anna María Sveinsdóttir var fyrsta konan til að skora fimm þúsund stig í efstu deild og átti flest met þegar hún lagði skóna á hilluna árið 2006. Anna María var meðal annars eina konan til að vera kosinn körfuboltamaður ársins á Íslandi þegar verðlaunin voru ekki kynjaskipt. Anna María var sex sinnum kosin leikmaður ársins í deildinni, komst tíu sinnum í lið ársins og vann alls 22 Íslands- og bikarmeistaratitla með liðinu. Jón Halldór Eðvaldsson var í þættinum en hann þekkir vel til kvennakörfunnar í Keflavíkur enda bæði núverandi og fyrrverandi þjálfari liðsins. „Það gerist eitthvað í upphafi sem gerir það að verkum að þær vinna. Það var þá engin hefð fyrir íslenskum kvennakörfubolta. Sjáið bara íþróttahúsið í Keflavík á þessum myndum. Það er verið að tala um það kvennaíþróttir á Íslandi fái ekki mikla athygli. Það var stútfullt hús þarna og allt að gerast,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Ekki hægt annað en að hrífast með þeim „Þú gast ekki annað en hrifist með þeim. Anna María er búin að stimpla sig inn sem goðsögn í íslenskum körfubolta. Ef þú hittir Önnu Maríu út í búð þá geislar af henni enn í dag. Það er einhver karismi sem hún hefur. Svo var hún með Björgu Hafsteinsdóttur sem var fyrir mér bara stórkostlegur leikmaður, leikstjórnandi og frábær þriggja stiga skytta. Hún féll svolítið í skuggann á Önnu Maríu og það gerðu þær allar,“ sagði Jón Halldór. Björg Hafsteinsdóttir setti skóna upp á hillu næstum því áratug á undan Önnu Maríu en hún hafði fram að því átt magnaðan feril. „Hún var þvílík skytta og stýrði þessu bara. Þetta var bara yfirburðarlið á sínum tíma. Allir þessir titlar á þessum átján árum. Það er ekki bara ein kynslóð sem vinnur þetta allt saman. Leikmenn komu bara á færibandi og svona er þetta búið að vera í Keflavík frá því að ég man eftir mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var líka í þættinum og hefur eins og Jón Halldór einnig gert kvennalið að Íslandsmeisturum. Endalaus framleiðsla „Í upphafi komu einhverjir leikmenn saman og þetta smellur. Svo í kjölfarið þá verður bara hefð fyrir kvennakörfubolta í Keflavík og það er bara endalaus framleiðsla. Konan mín yrði brjáluð ef ég myndi ekki nefna hana á nafn (Marín Rós Karlsdóttir) en hún kom inn í þetta fimmtán ára gömul og spilaði sautján ára í bikarúrslitaleik. Þú ert með Erlu Reynis og þú ert með Erlu Þorsteins. Þú ert með Kristínu Blöndal. Reyndar hún var alltaf rangstæð og var eini körfuboltamaðurinn á Íslandi sem var alltaf rangstæður. Ef VAR hefði verið upp á þessum tíma þá hefði hún verið alltaf rangstæð,“ sagði Jón Halldór í léttum tón. Það má finna alla umfjöllunina og umræðuna um kvennalið Keflavíkur í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Gullaldarlið Keflavíkur í kvennakörfunni
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira